Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1923, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.04.1923, Blaðsíða 16
60 BJAHM í sóttu l’undinn og höfóu þar málfrelsi. Síra Fr. Friðriksson setti fundinn og skýrði frá aðalverkefni hans: »að ræða um hag og horfur hinna ófjelagsbundnu safnaða veslan hafs og gera tillögu um stjórn þeirra og stefnu i nánustu framtíð. Urðu um það miklar og langar umræður. Síra Páli og fulltrúum safnaða hans í Dakota og eins Mo/arl-söfnuði i Sask. þótti væn- legast að bíða og sjá hvort ísl. kirkju- þingið lúlerska samþykti ekki samnings- tillögur þær sem prestanefndin lúterska gerði, en liinum þótti þær óviðunandi, einkum þar sem ællast væri lil að söfn- uðir lúterska kirkjufjelagsins vjáluðu skilgrðislausa [trú sina með orðum hinn- ar poslullegu trúarjátningara. Er auð- heyrt að fulltrúum flestum og öllum »prest- unum« nema síra Páli hafi þótt það til nokkuð mikils mælst að »krislnir« söfnuð- ir f'æru að taka undir þá trúarjátningu, enda urðu ekki nema 2 atkvæði með því að leita nokkurs samkomulags við svo »þröngsýnan« fjelagsskap! Hitt var sam- þykt »með öllum greiddum atkvæðum« að stofna til nýs kirkjufjelagsskapar með- al þeirra »frjálslyndu«. Grundvallarlög þess fjelagsskapar þótti lientast að sníða sem mest eftir frumvarpi, er síra Friðrik Bergmann hafði gert, en felt var þó úr því, eftir miklar umræður að játa: að Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans sje hin sanna uppspretta og regla trúar og lífernis«, en sett í staðinn orðin: fagnað- arerindi Jesú Krists sje hin sanna o. s. frv. — Encja eru það aðgengilegri orð úní- törum. í undirbúningsnefnd undir næsta »Kirkjuþing« voru þeir settir síra Friðrik, Rögnvaldur og Kvaran. En síra Páll Sig- nrðsson bjóst við að leið sín og sinna safnaða læi nú inn í lúterska kirkjufje- lagið, og er svo að heyra að Rögnvaldi hafi líkað það stórum miður. Bjarma hefir borist fyrirspurn að vest- an hvernig á því standi að ungir guð- fræðingar frá háskóla íslands skuli gerast starfsmenn únítara vestra, en enginn vilji verða þar lúterskur prestur. Pað er auð- skilið mál fyrir þá er þekkja trúmála- stefnu háskóla vors, en bezt að láta pró- fessorana svara því. Hitt er nærri und- arlegra að söfnuður í Wynyard, sem af- neitaði öllu sambandi við únítara, er hann var að fá hjer vígslu handa Friðrik Frið- rikssyni, skuli nú þegar gangast fyrir þess- um sambræðingi við únítara. — Annars eru það ekki nema eitthvað 6 söfnuðir, sem enn er vissa fyrir að vilji vera með í þessum nýja fjelagsskap, en það er kapp- samlega róið til dreiíingar í öðrum söfn- uðum, og kirkjufjelagsleiðtogarnir eru ólrú- lega þögulir um þetta alt í blöðum sinum. Pess skal getið eftir beiðni að það var alls ekki af fjárskorti, sem Leslie-söfnuð- ur sagði upp presti sínum. Bjarma hafa borgað, auk þeirra sem kvitlun heíir verið afhent. 1 C. árg,: A. F. Firði, Á. J. Hallsstöðum, sr. B. St. Auðkúlu 2 einl, B. S. Rúðardal, F. JI. Hesleyri, Fr. G. Súðavík 3, M. Þ. Hrafnadal 2, M. Eyford Blaine, sr. P. Ó. Vatnsfirði (25 kr.), K. E. og St. J. Church- bridge, S. Mýrdal Point Roberts, S. Ólafs- son Leslie, S. G. Bollastöðum (0 kr.), sr. S. St. Vigur 5 eint., S. V. Fjarðarhorni 3, sr. V. Br. 15—16. árg., Th. Laxdal og V. Viglússon Lögberg (10—17. árg.), G. Sn. Eyrarbakka 16—17. árg., 17. árg.: Betúel Görðum, sr. E. P. Reykholti, G. II. Víði- völlum, sr. H. Th. Glaumbæ (6 kr.), II. M. Skörðum 2, J. Guðm. Skarði 10 eint., K1 G. Bólstaðahlíð, M. G. Bjarnabæ C kr., Kr. Jackson Elfros, R. K. G. S. og Solía Sigbjörns og St. Anderson Leslie, Th. Marvin Churchbridge. Kirkjuþingið sænska, sem skeyti sendi kirkju vorri, var fjölsótt mjög, og mörg raerk mál tekin til meðferðar, þar á meðal afstaða lúterskrar kirkju gagn- vart tungutali og bænalækningum hvíta- sunnu-flokksins. Hefir þeim flokk aukist meir en lítið fylgi við að eitt af efnileg- ustu ljóðskáldum Svía er genginn í flokk- inn, og orðinn meðritstjóri blaðs hans. Um Breiöabólsstað á Skógarströnd sækja sra Jón N. Jóhannessen á Stað i Steingrímsfirði og sra Stanley Guðmunds- son á Barði í Fljótum. Leiðrjetting. Biskupinn í Iíristjánssandi heitir Stöylen, en ekki Stöglen, eins og misprentaðist í siðasta blaði. Útgefandi Signrbjörn Á. Gfslason, Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.