Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.08.1923, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.08.1923, Qupperneq 3
BJARMI 143 stendur fremur á þeim, sem móðg- aði en hinum, sem fyrir móðguninni varð, svo er því eins farið hjer. Hjer er það hinn móðgaði, sjálfur hinn lifandi Guð, sem á frumkvæðið að sáttaumleitaninni, en mennirnir, sem með óhlýðni sinni hafa móðgað Guð, sýna aftur tregðu á að taka sáltar- boði hins móðgaða. Við þessu verða þjónar sáttargerðarinnar að vera bún- ir. Sem þjónar sáttargerðarinnar rek- um vjer oss einatt á, að starlið er ekki þakklátt, því að það heimtar af oss, að vjer nefnum syndina hennar rjetta nafni sem synd, sem óhlýðni við Guð og brot gegn heilögum vilja hans, enda liggur í hlutarins eðli, að eigi getur verið um neina sætt að ræða, þar sem ekki liggur fyrir ský- laus viðurkenning syndar og sektar. En hins vegar eigum vjer jafnframt þann boðskap að flytja, sem ekkert á himni og jörðu getur jafnast við, að hinn móðgaði, hinn lifandi Guð, vilji ekki á synd vora líta, heldur sje boðinn og búinn að fyrirgefa hana af einskærri náð, og meira að segja bíði eftir brotlega barninu með útbreiddan náðarfaðm sinn, til þess að þrýsta því að hjarta sjer og full- vissa það um að ait — alt sje fyrir- gefið vegna hins eina heilaga, al- hlýðna, syndlausa Guðs barns — Drottins Jesú. Jeg veit ekki hvað er háleilt og göfugt, ef ekki það hlut- verk að bera sáttarorð milli kærleik- ans Guðs og syndbeygðra sálna, sem þrá fyrirgefningu og friðl Og'það er ekki minsti náðarvotturinn frá Guði, að hann skuli vilja nota oss til að inna slíkt verk af hendi. En sú náð hans skuldbindur. f*jón- usta sáttargerðarinnar leggur oss mikla ábyrgð á herðar, sem vjer verðum að horfast í augu við og má aldrei gleymast oss, ef alvara á að verða í starfi voru og það að geta komiö að notum og náð tilgangi sínum. Hjer er þörf á bæninni: Drottinn, hjálpa þúl Því að án guðlegs fulltingis lendir alt í handaskolum fyrir oss. A því ríður mest, að sá sem á að inna af hendi þjónustu sáttargerðarinnar, að bera sáttarorð milli Guðs og manna, sje sjálfur kominn i sátt við Guð og hafi sjálfur öðlast fyrirgefning synd- anna, sje sjálfur orðinn vitandi hand- hafi Guðs óverðskulduðú náðar. Því að það er óttalegt tilhugsunar, að hafa prjedikað fyrir öðrum og verða svo sjálfur gerður rækur. Það liggur þá líka í hlutarins eðli, að sá einn getur borið sáttarorð milli Guðs og manna, sem sjálfur veit sig í sátt við Guð. Án þess verður þjónsstarfið kraftlaust og hitalaust og þá lika ávaxtarlaust. Guð hjálpi oss öllum til þess að vita oss með vissu trúar- innar í sátt við Guð, svo að það standi ekki í vegi og geri þjónustu- starf vort gagnslaust. En svo er hið annað, sem á riður, þegar ræða er um þjónustu sáttagarðarinnar; að sáttarorðið, vitnisburðurinn um Guðs framboðnu náð, sje afdráttarlaus og hljómsterkur. Vjer megum þar ekki láta fyrirberast einhversstaðar í út- jöðrum fagnaðarboðskaparins. Vjer megum til að hafa sifell augun á hinu mikla meginatriði, sem jafnfratnt er sú þungamiðja prjedikunarinnar, sem alt snýst um, biðjandi, þrýstandi laðandi, neyðandi: Látið sættast við Guð; Látið sættast við Guð! Látið sættast við þann kærleikans Guð, sern elskaði yður að fyrra bragði og sætti heiminn við sig í Kristi og ákvað að tilreikna ekki mönnunum yfirtroðslur þeirra, er þeir sneru sjer til hans í einlægri iðrun hjartans. Það er að vísu satt, að altaf útheimt- ist djörfung til þess að bera sáttar- orð milli Guðs og manna, og hana því meiri sem hinn hljómsterki, af-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.