Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1923, Síða 6

Bjarmi - 01.08.1923, Síða 6
146 BJARMl með óskilmerkilegum eða leiðinleg- um og óandJegum skýringum, og fæli svo með því frá sjer fólkið og láti æskulýðinn fá þurkuð blóm í stað- inn fyrir hin »fögru og lífskröftugu« blóm biblíunnar. — Það er áreiðan- lega hægur vandi að ræða um gall- ana á guðsþjónustunni í kirkjum vor- um, og orðalagi og framsetningu krist- inna fræða við hvern þann, sem er við búinn, upplýstur af anda Guðs, að leggja augljósa vitnisburði heilagr- ar ritningar til grundvallar fyrir hugs- unum sínum og röksemdafærslu. Um- ræður í dagblöðunum, um andleg og kristileg sannindi, yrðu vafalaust til mikils gagns, væru þær bygðar á þeim grundvelli. Ef einhver kynni nú að svara þvi til, að það sje einmitt skilningurinn á orðum bibliunnar, sem ágreiningn- um veldur, þá verður það aldrei um of brýnt fyrir mönnum, að þar sem vjer allir sjáum og skiljum í molum, þá sje það eina leiðin til upplýsingar, að hugsandi menn og konur, sem rannsakað hafa biblíuna með bæn og þeirri lotningu, sem skylt er að menn sýni þvi, sem þeir trúa, að Guð hafi gefið þeim til leiðbeiningar, láti hugs- anir í ljós hvorir fyrir öðrum og það, sem þeim hefir áunnist með biblíu- rannsókn sinni. En nú virðist mjer, að sjerhver sá, sem lætur uppi hugleiðingar sínar um þessi efni, verði að fylgja sjer- stökum, almennum reglum. Jeg mætti, ef til vill, tilfæra hjer fáeinar slíkar reglur, þær er mjer virðast einkar mikilvægar. 1) Sá sem sjer galla á því, sem nú er og á skilningi annara og ræðst gegn því opinberlega, verður að hafa til taks, það sem koma skal í stað þess, sem á er ráðist eða rifið niður; annars missir samfjelagið fótfestuna, það, sem heldur því uppi; alt snýst þá í vantrú og efasemdir og með því er þjóðfjelaginu illur greiði gerður. Ef einhverjum t. d. finst skýring barnalærdómsins á þrenningunni, sam- bandi föður, sonar og heilags anda vera röng og villandi, þá verður hann jafnframt að sýna oss annað, sem er betra, annað, sem setur fram í ljós- ari og fyllri orðum það, sem biblían segir um opinberun Guðs. Á sama hátt verður sá, sem telur rangt að kalla Jesúm Guð, eða segir, að sag- an af syndafallinu sje rangt fram sett, eins og hún sje venjulega sett fram eftir frumsögunni í fyrstu bók Móse, að segja oss skýrt og skilmerki- lega, hvernig eigi að skilja þá sögu, ef hinn venjulegi skilningur þykir rangur; en frásögn biblíunnar má hann ekki auka nje skerða. Gjöri hann þetta ekki, fellir hann á sig þann dóm manna, að hann sje að rífa niður og af því leiði vantrú og andlegt tjón. Ef einhver heldur því fram, að hann byggi ekki á biblíunni, þá vita menn, hvar hann stendur, og búast ekki við kristilegri skýringu frá hon- um. En þar sem Jesús, samkvæmt vitnisburði guðspjallamannanna Matt- eusar og Markúsar, veitir Pjetri rjett til að kalla sig Messias, son hins lif- anda Guðs, eða fyrirgefa syndir að vitni sömu höfunda, eða segir, að hann sje kominn til að láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga, þá er hann annaðhvort Guð, eins og hann sagðist vera (og þá verður að lýsa sambandi hans við föðurinn með þrenningarhugsuninni eða þá öðru betra, verði hún eigi notuð) eða bann er svikari. Ef nú einhver segir oss, að hann trúi því ekki að Jesús sje Guð, eftir þessum augljósu orðum guðspjallanna, þá spyrjum vjer og eigum heimting á beinu svari: »Hald- ið þjer þá, að Jesús hafi verið svik-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.