Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.08.1923, Qupperneq 9

Bjarmi - 01.08.1923, Qupperneq 9
B J A R M I 149 --- ---- " Heimi I ið. Deild þessaannast Quðrún L&rusdóttlr. VS 'J Brúðargjöfin. Saga eftir Guðrúnu Lárusdóttur. (Frh.) Helga hvatti sporið eftir því sem kraftar hennar leyfðu. Stormurinn þreif óþyrmilega í þunna kjólinn, sem hún var í svo að segja einum fata, og flókaskórnir á fótum hennar áttu ekki sjerlega vel við forugar göturnar, en hún fann hvorki til kulda nje vætu. Dauðakyrð hvíldi yfir borginni, og það lá við sjálft að Helga væri hrædd við eigið fótatak sitt. Henni fanst það næsta ótrúlegt að hún færi frjáls sinna ferða og gat eins vel búist við því að för hennar yrði hindruð á ein- hvern hátt þá og þegar. Það lá við sjálft að hún viltist og var alllengi að átta sig á því hvert halda skyldi til þess að finna hús það, sem Soffía bjó í, samt sem áð- ur kannaðist hún bráðum við hvar hún var stödd og hraðaði sjer nú eins og hún gat, og nam loks staðar á áætlunarstaðnum. Soffía svaf i herbergi sem vissi út að götunni. Það var happ fyrir Helgu, að málari sem var að mála húsið daginn áður, hafði skilið við stigann reistan upp að húsinu rjett hjá glugg- anum. Þó hún væri því sem næst örmagna af þreytu, tókst henni að komast upp stigarimarnar, jafnhátt glugganum, og kallaði hún nú á Soffíu eins hátt og hún þorði, hálf- hrædd um að fleiri íbúar hússins kynnu að vakna. Soffíu var einmitt að dreyma Helgu. Hún þóttist sjá hana álengdar í ein- hverjum torfærum, en þegar hún ætl- aði að koma Helgu til hjálpar, hvarf hún henni óðar, en neyðarópin kváðu við í eyrum Soffíu svo að hún vakn- aði við. »Soffía! Soffia, trænka!« Var verið að kalla á hana? Eða dreymdi hana um það? Hún þóttist þó vera glað- vakandi. »Soffía, Soffía, ljúktu upp!« Þetta var röddin hennar Helgu. Soffia þaut á fætur og leit út um gluggann. »Hver er úti?« kallaði hún. »Opnaðu, i guðsbænum opnaðu fljótt, það er jeg — það er Helga, vertu ekki hrædd við mig, jeg — — —« En Helga hefði engu þurft við að bæta, því að Soffía heyrði ekki meira, hún þaut til dyra sem kólfi væri skotið og á næsta vetfangi hvildi Helga í opnum örmum vinkonu sinnar. — Mannsæfin á til augnablik, sem orð fá eigi lýst. Sannast þar orð skáldkonunnar: »Dýpsta sæla og sorg- in þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, — tárin eru beggja orð.« Og það voru hrein og heit tár, sem hrundu Helgu af augum, þegar hún tók drenginn sinn í fang sjer, í fyrsta skifti eftir hinn langa aðskilnað. Soffía ljet ekki bíða lengi að senda eftir honum. Dreng- urinn skildi síst í því, að mamma skyldi tárfefla á annari eins gleði- stund. Ýmist horfði hann á hana, eða hann hjúfraði sig upp að henni, hálf- feiminn en innilega glaður. Pvílíkum stundum verður eigi Iýst, en þú, móðir, sem hefir fundið aftur barnið þitt, sem þjer virtist týnt eða horfið, þú þekkir unaðssemdina, sem þá fyllir hjarta þitt. Og sjerhver sá, sem reynt hefir sársauka vinaskiln- aðarins, getur nærri um gleði Helgu þegar fundum hennar bar saman við vinkonu hennar, sem var henni jafn- kær og móðir. Margt bar á góma, enda var margs að minnast. Og bráðlega var Soffíu kunnugt alt það, sem hafði drifið á

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.