Alþýðublaðið - 19.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1923, Blaðsíða 2
2 A L E> Y Ð U B LA ÐIÐ AukadýrtíðarDppbðt haisda starfsmöunnm ríkisins. Þingmenn Reykvíkinga flytja svo hljóðandi frumvarp til laga um aukauppbót vegna sérstakrar dýrtíðar. »i. gr. Auk launabótar þeirrar, sem talin er í 33. gr. laga nr. 71 frá 23. nóv. 11519, skulu allir þeir, sem eiga rétt til launa- bótar samkvæmt þeirri grein og eru til heimilis í Reykjavík, fá aukaupppót vegna sérstakrar dýr- tíðar þar á staðnum, er nemi 25 °/0 af launaupphæðinni, þó eigi að hærri upphæð en 4500 krónum. Uppbót þessa skal greiða frá X. jan. 1923 og þar til öðruvísi verður ákveðið með lögum. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.< Greinargerð hljóðar svo: >Samband starfsmanna ríkisins hefir farið fram á, að veitt yrði aukadýrtíðaruppbótþeim embætt- ismönnum og starfsmönnum lands- ins, sem búsettir eru á þeim stöðum, þar sem dýrtíðin er meiri en annars staðar á landinu yfirleitt. Kemur þetta einkum til greina um Reykjavík. Færir sambandið þá ástæðu sérstak- lega fyrir því að bera málið fram nú, að lækkun launabótaritinar niður í 60 % af launaupphæð- inni um síðustu áramót sé miklu meiri en verðlækkun á nauð- synjum í Reykjavik á sama tima, og sé þeim því ókleift að fram- fleyta sér og fjölskyldum sfnum á laununum nú, þar sem þetta hafi staðið hið tæpasta áður. Þótt flutningsmenn hafi ekki tekið sams konar aukauppbót fyrir aðra staði en Reykjavík upp í frv„ viðurkenna þeir, að ástæður muni vera fyrir hendi til þess að veita nokkra launauppbót, lík- lega eitthvað lægri en í Reykja- vík, fyrir nokkra aðra kaupstaði landsins, og vænta, að það at- riði verði tekið til íhugunar í nefnd.< Nætarlæknír í nótt Gunn- laugur Einarsson Ingólfsstræti 9. Sími 693. Frá bæjarstlórnarfundi 15. marz. „Tísvitandi rögur og lygi.“ Út af fundargerð vatnsnefndar spurðist Héðinn Valdiroarsson fyrir um, hversu miklu dýrara yrði efni til vatnsveitunnar nýju nú en ef hún hefði verið Iögð í jjfóðviðrinu í-haust, eins og Al- þýðuflokksfuIltrúarnirviIdu.Færð- ist borgarstjóri undan að svara því, en er minst vár á, að vatns- veitulagningin hefði verið dregin óforsvaranlega til þess áð atvinnu- rekendur ættu vegna atvinnu- leysis liægra með að þvinga fram kauplækkanir, reiddist, hann og sagði, að þeir, sem í grandaleysi höfðu á þetta drepið, Héðinn og Ólafur, færu með ósvífni eg vís- vitándi róg. Heimtaði hann at- hugasemd bókaða um það, er Héðinn kvaðst ekki þurfa að segja, að borgarstjóri væri vís- vitandi lygari, sem allir vissu. Lét hann og bóka ástæðuna til þeirra ummæla sinna. Ólafur Friðriksson lét og bóka athuga- semd út af ummælum borgar- stjóra. í umræðunum kom fram af hálfu horgarstjóra, að alls óvíst væri, hvort unt yrði að fá keypt efni til vatnsveitunnar, svo áð atvinna af því í sumar má bregðast til beggja vona. líafmagnsveitan. Rafmagnsstjóri háfði í hug- leiðingum um rafmagn handa Reykjavík til frambúðar komist áð þeirri niðurstöðu, að rafmagns- veitan þyrlti að fá fullan um- ráðarétt yfir jörðunum Elliðá- vatni og Vatnsenda. Borgarstjóri hafði áður fest kaup fyrir bæjar- ins hönd á ]/8 hluta úr Elliða- vatna fyrir kr. 12288,72 og fjár- hagsnefnd og fasteignanefnd mæltu með því að ganga að þeim kaupum, og lagði nú raf- magnsstjórn til, að jarðarpartur- inn væri keyptur handa raf- magnsveitunni. Var það samþykt. Hafnargarðuriim. Fyrir háfnarnefnd hafði legið skýrsla frá hafnarstjóra með til- lögum um yiðgerð á norðurgárði og kostnaðaráætlun, er nemur 105 þús. kr. Auk þess þarf garð- urinn viðgerða íyrir 20 þús. kr. vegua smáskemda. Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11 —12 f. h. Þriðjudaga ... — g—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e- - Laugardaga . . — 3—4 e. — Pastenrs-liitun mjólkur. Mjólkurfélag Reykjavíkur hafði í erindi til bæjarstjórnar farið fram á, að bannað yrði að selja pisteurshitun á aðfluttri mjólk. Hatði þessu erindi verið vísað til nefndar til athugunar. Nefndin hafði klofnað. Vildi minni hlut- iun, Óiafur Friðriksson, láta pasteurshita alla mjólk, sem seld væri í bænum, eða að öðrum kosti alla aðflutta mjólk og breyta mjólkuríölu-reglugerðinni í þá átt Meiri hlutiun, borgarstjóri og Pétur Magnússon, taldi sig ekki mótfallinn að styrkja pasteurs- hitunarstöð Mjólkurfélagsins, þótt hann sæi sér ekki fært að leggja til fyrirskipun um pasteurshitun. Var aðaltillaga Ólafs samþykt með þeirri breyting trá G. CI., að barnamjólk væri undanskilin pásteurshituu en borgarstjóri neit- aði að eiga þátt í að semja breytingar á reglugerðinni; var þá kosin sérstök nelnd til þess, Ólafur Friðriksson, Þorvarður Þorvarðsson og Gunnl. Claessen, að viðhafðri hlutfallskosninugu. Brunabætur. Brunabótafélag hinna dönsku kaupstaða hafði sent bæjarstjórn erindi/ þar sem sagt er upp tryggingu á húsum í Reykjávík frá 1. apríl næsta ár. Kosnir voru í nefnd til að athuga það mál: Borgarstjóri, Héðinn Valdi- œaisson og Jón Ólafsson eftir hlutkesti milli hans og Þórðar Sveinssonar. í minni klnfa. Það kom fyrir tvisvar á þess- ura fundi, að borgarstjóri beið lægra hlut í kappsmálum, bæði i veggjalúsar- og mjólkur-málinu. Mátti sjá, að honum mislíkaði, sem von var, því að það er hálf-mæðulegt að eiga að hafa yfirgnælandi atkvæðavald, en

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.