Bjarmi - 01.11.1924, Page 1
BJARMI
= KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ =
XVIII. árg. Reykjavíb, 1. nóv. 1924. 23. tbl.
Ljúflyndi yðar verði kunnugt ölluni mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil. 4. 5.)
Æfisaga Krists
í kínverskum annálum
Nafnkunnasti kristniboði í Iíína frá
Norðurlöndum, sem nú er uppi, heitir
K. L. Reichelt. Hann er Norðmaður og
starfaði mörg ár meðal almennings i Kína
líkt og aðrir kristniboðar.
Komst hann þá í kynni við fáeina lærða
klausturhaldara kínverska, er fylgdu ýms-
um alkínverskum trúarbrögðum; báru
þeir að vísu lotningu fyrir kristindóms-
fræðum, en sneyddu sig alveg hjá al-
menningi þeim, er oftast koma til kristni-
boða. Reichelt einsetti sjer því að verja
ölium starfskröftum sínum til að hjáipa
þessum lærðu mönnum til kristinnat trú-
ar. Fjekk hann stuðning ýmsra trúboðs-
vina um öll Norðurlönd til þess, og jafn-
framt gengu eitthvað 2 eða 3 liálærðir
og velefnaðir kínverskir múnkar, er kristn-
ir voru orðnir, í lið með honum. §ettu
þeir á stofn kristið klaustur í Nanking
með alkinversku sniði. Kemur þangað
fjöldi trúrækinna munka í sannleiksleit,
og jafnfram't er Reichelt boðinn og vel-
kominn að tala um kristin fræði í mörg-
um kínverskum klaustrum heiðnum, sem
áður voru lokuð kristnihoðum, og býst
hann við miklum árangri af þessu ný-
byrjaða starfi.
Norska tímaritið »Kirke og Kultur«,
flytur ýmsar ritgerðir eftir Reichelt, og
liðið vor flutti það rilgerð þá, sem lijer
fer á eftir. Vekur hún væntanlega eftir-
tekt einnig meðal lesanda »Bjarma«. Skrif-
aði Reichelt þá grein liðinn vetur, og
vilji einliver íslenskur fræðimaður skrifa
honum og fá hjá honum fregnir um klaust-
urliald í Kína, þá er áritun hans: Rev.
K. L. Reichelt, Ching Fong Shan, Nan-
king, China.
Meginatriði fyrnefndar greinar eru á
þessa leið:
»Við trúabragðasögu rannsóknir
vorar hjer í Nanking rákumst vjer
liðið haust á gamalt ritsafn taóistiskt
frá dögum Kangshi keisara.
Ritsafn þetta er í 22 bindum og
myndahefti að auk. Taóista-munkur1),
Chu Ju-Chi að nafni vann 3 ár að
því að safna efninu og lauk því árið
1701. Seinna kom það út hjá aðal-
stöðvum Taóista í Kiangsi, og er nú
víða til í bókasöfnum klaustranna.
Pað heitir á kinversku Shen hsien
Kang-Yeen (»helgramanna-annálar«)
og er að vissu leyti kínversk trúar-
bragðasaga. — Segir þar frá guðum
þeim, »búddum« og helgum mönn-
um, sem rjetl þótti að dýrka á þeim
tímum. Margir munkar Búddista hafa
skrifað formála að þessu safni. Það
hefir alt til þessa ekkert verið eftir
því tekiö, að í þessari gömlu kín-
versku fræðibók er kafli um frelsara
vorn, Jesúm Krist, og Mariu móður
hans.
í myndaheftinu eiu einnig fáeinar
eftirtektarverðar myndir af frelsaran-
um og móður hans. — Á myndinui
(sem fylgir norska tímaritinu) situr
Kristur og krossleggur fætur sínar,
eins og lítt er þegar spekingar Aust-
urlanda eru í hugleiðingum, haun
leggur aðra höndina á höfuð læri-
sveins, sem væri hann að blessa hann.
Frásagan um Krist hljóðar svo:
wÞegar farið er í vestur (frá Kína)
1) Taóistar fylgja stefnu lieimspekings-
ins Laotse er uppi var á 6. öld f. Krist,