Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1924, Síða 8

Bjarmi - 01.11.1924, Síða 8
180 lí J A R M 1 mótmælenda-kirknanna verið fólginn í því, aö samsinna trúarlæi dómum krist- indómsins eins og þeir hafa verið fram- settir innan þessara kirkjudeilda«. Vjer getum alfs ekki fallist á að trú- málaástandið með mótmælendum hafi lengst af verið svo bágborið, og munum ekki að hafa lesið nje heyrt neina ræðu nje trúmálagrein, þar sem staðhæft hefir verið að sannur kristindómur væri ekki annað og meira en slík samsinning. Jafn- vel þótt kaldur og dauður, rangnefndur »rjetttrúnaður« hafi átt hlutaðmáli, hefir hann þó oftast eða alt af minst á, aögóð breytni ætti að fylgja »samsinningu« trú- arlærdómanna. Þótt það komi ekki þessu erindi bein- linis við, má þó um leið geta þess, að það er vítaverður misskilningur og fá- fræði, því vonandi er ekki vísvitandi far- ið með ósannindi, þegar einn nýguðfræð- inganna segir í Tímanum 13. seplember, að vakninga-trúboðar samtíma vors prje- diki: »Eftir skoðunum verðið þið dæmd- ir«, og að hjá þeim »komi skoðanaskifti í stað sinnaskifta«. Er auðheyrt að sá, sem hefir einurð á að fræða aðra um aðra eins fjarstæðu, hefir ekki hlustað á margar vakningaprjedikanir um dagana. — Það er einmitt sleik lilið allra góðra vakningatrúboða hvað þeir leggja mikla áherslu á, að einlæg iðrun og alvarleg sinnaskifti sjeu einkaskilyrðin frá vorri hálfu til að komast í samljelag Krists og geta sborið iðruninni samboðna ávexti«. — Textar þeirra eru: »Takið sinnaskifti því að Guðs ríki er nálægt«, — og: »Guð vertu mjer syndugum líknsamur«, — en ekki hitt: »Vjer þökkum þjer, Guð, að vjer erum ekki eins og aðrir menn — og þjóðir, sem þurfa trúarvakninga«. — Gott er erindi sra Porsteins, og ýmsar kynjasögur spíritista eru hjá H. N. pró- fessor — eins og vant er. ' Erindið um kirkjulíf á Englandi flytur tímabæra fræðslu. — Kemur nú vonandi aldrei framar fyrir að íslensk landafræði segi: að sflestir Englendingar sjeu Lút- erstrúar!® Margt hefir oss áður verið sagt um andatrúna þar í landi, en nú sjá menn að fleira er þar frásagnarvert. Auð- vitað fer höf. fljótt yfir sögu og sleppir mörgu, sem von er, í stuttu erindi. En vel væri, ef þessi fræðsla yrði til þess að prestar færu að lesa ensk trúmálablöð og einhver prestaefni færu til Englands og Skotlands að loknu prófi. Þar er raiklu margbreyttari fróðleik að fá en hjá öðr- um nágrönnum vorum. Niðurlag erindisins er ágætt. Er þar talað um »nauðsyn öflugrar safnaðarstarf- semi«, og minst á, að allar nágrannaþjóð- ir »hafa lært mikið af ensku kirkjulífi um starfsaðferðir og starfsskilyrði«. »Væri ekki meiri þörf á að lagra annað en þella. Því að enginn mun geta neitað þvi, að vjer stöndum lágt í kirkjulegum fjelagsskap og safnaðarstarfsemi«.‘) »Það hefir lengst af verið eitt af meslu meinum kirkju vorrar hve prestar vorir hafa staðið einir uppi í söfnuðum og og haft fáa samverkamenn. Petta þarf að breytast. Við þurfum að eignast meiri starfsemi innan safnaðanna. Fleiri leik- menn þurfa að starfa vor á meðal að kristilegu og kirkjulegu málunum en ver- ið hefir«. Þetta er hverju orði sannara og gieói- efni, að mega treysta því að prófessor Sívertsen biýni þessi sannindi fyrir presta efnum. — En þegar hann svo bætir við: »Hið eina, sem valdið getur breytingu í þá átt, er fjelagsskapur og samtök innan safnaðanna«, — þá er það ekki nema hálfur sannleikur. Pað er ekki til neins gagns að »organi- sera dauðann«, eða rjettara sagt: hópa saman áhugalausu fólki til kristilegrar starfsemi. — Fyrst þarf að koma trúar- vakning, þá er áhuginn kominn, fyrsta starfsskilyrðið, og þá en fyr ekki, má ætla mönnum ýmsar fjelagsbundnar kristileg- ar framkvæmdir. Trúarvakning er eina ráðið- Guð geíi að allir starfsmenn kirkjunnar gætu sjeð það, svo þeir að minsta kosti verði ekki til hindrunar, þegar hvítasunnan kemur, eins og prestastjett Noregs varð á dögum H. N. Hauge. Bjarmi verður næsta ár, ef Guð lofar, 27 tölublöð, og fleiri, ef vinir hans út- breiða hann, — og kostar þó ekki nema 5 kr., hjerlendis, hálfan annan dollar vestra. Gangið eltir sýnisblöðum hjá prestunum, er Jólakveðjan kemur, og segið frá að einn eldri árgangur eða Brúðargjölin verði sendur skilvísum nýjum kaupendum. 1) Höf. var, sem vonlegt er, ekki búinn að lesa kirkju-greinarnar i Timanum í sumar. Útgefandi Rignrbjörn Á. Gíslason. Prentsmifljan Rutenberg.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.