Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1924, Page 2

Bjarmi - 01.12.1924, Page 2
190 B J ARMI dimt. Þá sá jeg alt í einu óvænt ljós fram undan mjer. Það bar hærra en ljósin á bæjunum umhverfis, og jeg átti þar því engra ljósa von. En er jeg var skamt kominn áleið- is, þá sje jeg að ljósið er á gröf — einu gröfinni, — í nýjum heimilis- grafreit, þar sem einkasonur elskandi foreldra hafði verið lagður niður þá um vorið áður. — Jeg hugsaði til foreldranna, sem áttu þessa einu ein- ustu jarðnesku jólagleði, að horfa út um gluggann á jólaljósið sitt — yfir gröf allra sinna jarðnesku vona. f*á um vorið, einmitt þegar vorsins auð- uga lífsafn og frjómagn var að vakna til lífs og starfs, var einkasonurinn og vonin borin til grafar. Dimm var þá gröfin, þegar lífið og ljósið ljóm- aði umhverfis. — En nú þegar vet- urinn og næturdimman rikti alstaðar annarsstaðar, þá ljómaði Ijós á þess- ari hinni sömu gröf. Ljós, sem bar birtu út í myrkrið og nóttina. Sýnir þetta oss ekki einmitt lífið sjálft? — Hvernig hinir sólglæstustu dagar mannsæfinnar eru þó ekki ó- hultir fyrir vonbrigðum, dauða og sorg. Og hvernig jafnvel sárust sorgin getur eygt ljós. Getur eygt ljós sem ber birtu út í myrkrið og nóltina, jafnvel myrkur grafar og dauða! Trúin eygir í sorginni ljós yfir kaldri gröf. Og hvaðan er oss mönn- unum komið það ljós? Mannkynið hefir eignast það frá jólaljósinu fyrsta. Alt frá því er engilbirtan Ijómaði hina fyrstu jólanótt og fram til þessarar stundar hefir Jesús Kristur flutt syrgj- endunum Ijós — jólaljós gfir ástvina- grö/um. í sjerhverri bygð landsins er ást- vinargröf. í hverri bygð eru heimili, sem hafa flutt þangað dýrmætustu eignina sina. Og þangað horfir marg- ur sem eftir lifir, döggvuðum augum, einnig um þessi jól. Má þá þjóð þín missa þetta ljós? — Má heimili þitt missa það? — Mátt þú sjálfur glata því úr sálu þinni? Mörg eru þau talin ljósin í heiminum: mentaljós, gleðiljós, gáfnaljós og ótal fleiri Ijós. En ekkert Ijós ber hærra og ekkert er oss nauðsynlegra en Ijósið frá Betlehem. Ekkert í veröld- inni. Aldir eru liðnar síðan það Ijómaði fyrst. Margt hefir breyst síðan. Kyn- slóð fram af kynslóð hefir komið fram, háð sina baráttu og hntgið til moldar. Þjóðir hafa fæðst og þjóðir hafa dáið út. Heimsborgir hafa fall- ið í rústir og aðrar risið aftur. Hin- ir hæstu veldisstólar hafa hrunið og heimsveldi horfið úr sögunni. Land vort hefir skolfið og fólk vort hefir barist við eldgos og umbyltingar. — Siðir og hættir hafa breyst. En þetla hefir ekki bregst. Þetta hefir ekki bif- ast þótt fjöllin hafi skolfið og brunn- ið. Sjerhver jól hafa verið himneskur sendiboði mannkyninu til huggtinar i margvíslegum byltingum þess og stríði. Sjerhver jól hafa flutt mönn- unum bergmál engla lofsöngsins. Og sjerhver jól hafa lokið upp fyrir þeim nýrri veröld auðlegðarinnar að ofan. Himininn hefir opnast yfir jöröinni, í þessum síunga boðskap: Yður er frelsari fæddur! Lausnarinn er ljósið sem lýsir alt. Hvað sem ber að höndum, þá Ijómar ljós yfir því öllu, ef við höfum öðl- ast vissuna um nálægð hans. Sú vissa lýsir út í myrkrið og nóttina. Eignist þessa vissu og þið munuð reyna, að ykkur verður ekkert um megn. Þið munuð þá komast að raun um hve dag satt það er, sem postuli Drottins ritaði forðum, að þeim, sem Guð elska, verður alt til góðs. Og jeg veit það nú, að við þurfum ekkert annað, hvað sem á vegi okk-

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.