Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1924, Síða 4

Bjarmi - 01.12.1924, Síða 4
192 B JA R M I Nei, auðvitað er ekki aðalhjálpin þar, hún er bæði fjær þjer og nær, eftir þvf sem á er litið. Hugsaðu samt um það, e/ það væri satt að vjer sjeum þessa jóladaga að minnast komu Guðs sonar til jarðai^ — e/ það væri satt að bann, sem þú söngst einu sinni um jólasálma, sje fulltrúi og frelsari allra lærisveina sinna, og jafnframt konungur þeirra og Drottinn, — ekki væri þá leiðin löng fyrir hann að koma til þín. — Já, þótt efinn segi; »£/ það væri satt«, þá er harla líklegt að þú heyrir aðra rödd í brjósti þjer sem and- varpar: »Jeg vildi það væri satt«. Er þá ekki reynandi að tala við hann um alt sem amar að — og hlusta svo. Peir eru fleiri en jeg get talið, sem hafa reynt það á undan þjer, og urðu þess varir, að þá var sem þeir opnuða dyr fyrir gleði og sálarþreki, sem áður var þeim ókunn- ugt. — Ekki getur verið nein áhætta að reyna það. Óhugsandi er að erfið- leikar þfnir vaxi við það þótt þú farir með hálfgleymd jólavers og bænir, sem þú lærðir fyrir löngu. Bersýni- legt er að þjer yrði það ljettir og raunabót, ef þú yrðir jafn sannfærð- ur um að Drottinn hefði tekið þig alveg að sjer, eins og þú ert nú sann- færður um raunir þinar. Jeg get ekki fylgt þjer öllu lengra. því að jeg veit ekki hverju þú svarar nú. En hann er hjá þjer, þótt þú sjáir hann ekki, sem leiðbeinir þjer og styður, ef þú rjettir honum bæn- arhönd. Vertu viss um það að í kyrð- inni heyrist betur til hans en við háværar skemtanir. Láttu þjer ekki koma á óvart, er þú ferð að tjá hon- um raunir þínar, þótt þjer virðist fyrst i stað að þeim fjölgi en fækki ekki, og þig fari að gruna að sú raun- in sje mest og hættulegust, að hafa ekki opnað honum dyr fyrir löngu.. Sú hugsun sannar einmitt að jóla- ljósið sje að byrja að skína inn í hjarta þjer. í því Ijósi einu sjest það að þyngsta syndin og mesta ógæfan er að lifa fjarri Kristi. í raun og veru eru þeir mestu mæðumennirnir, sem sjá það ekki. Reyndu því að snúa þeirri raun í þakkargerð og bæn: Úr djúpinu kalla jeg Drottinn til þín, jeg var svo blindur að jeg hjelt að jarðnesku meinin væru þyngsta bölið. þökk fyrir það, Drottinn, að þú sýnir mjer að mesta ógæfan er að vera fjarri þjer. Ó, lof sje þjer fyrir það að nú finnjeg að sál mfn þráir samfjelag við þig. Þú hefir sagt: »Jeg mun engan frá mjer reka, sem til mfn kemur«. Því rjetti jeg þjer tóma hönd og óhreina. F.itt skil jeg, en það finn jeg að án þín get jeg hvorki lifað nje dáið öruggur. Gefðu mjer öruggleikann, gefðu mjer hjarta- frið, gefðu mjer jólagleðina sönnu. Þvo mig svo verði jeg hvitur sem mjöll. Guð vertu mjer syndugum liknsamur. — Pegar eDga hjálp er hjer að fá, hjálparlausra líknin vert mjer hjá. Sálmur. Lag: Ó, Guð, þjer hrós og heiður her. Jeg tilbiö þig í trú og von og treysti pjer Guðs kæri son, þú komst aö frelsa f'allna menn, og frelsunar þeim leitar enn. Pú heyröir röddu ræningjans, en ræddir ei um syndir hans. Eins heimtar þú mig heim til þín, og hugsar ei um brotin mín. »Kom þú til mín, sem þreyttur er og þigöu hæga hvlld hjá mjer«, þú eflaust segja við mig vilt, það vil jeg lika taka gilt.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.