Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1924, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1924, Blaðsíða 5
BJARMl 193 Jeg annan þekki ei en þig, — sem endurleysir, — frelsar mig frá synd og dauða’ og sálarneyð, — er saklaus þoldir smán og deyð. Jeg krýp i auðmýkt knje mín á og krossinn pinn jeg fæ að sjá, pað kærleikstákn jeg tek í hönd svo titri’ ei sál nje skeliist önd. Jeg kem í friðar faðminn pinn, pú frjálsan gerir anda minn, svo lifað geti í ljósi pví, sem leiðir himin-sælu í. Valdímar Össurarson. r=.... ...... Heimilið. Deild þessa annast Guðrún LÉirusdóttir, Matthilda Wrede „Vinur fanganna". (Frh.). Skilnaðarstundin þokaðist nær og nær og veslings föngunum varð æ þyngra í skapi. Það var erfitt að þurfa að kveðja alt sem manni var kær- ast, föðurlandið, ættingja og vini og því nær óbærilegt að horfa á fram- tiðina í útlegð kaldrar Siberíu. Matthilda tók innilegan þátt í harmi þeirra. Járnbrautarlestin, sem ákveðið var að þeir færu með, átti að leggja á stað árla morguns. Matt- hilda kvaddi þá kvöldinu áður. Einn fanginn hafði sagt við haua: wÞað yrði yður erfitt að horfa á sorg okkar, þegar við kveðjum i siðasta sinn alt, sem við elskum hjer á jörð, og þar að auki verður ekki sjón að sjá okkur alla saman, með nauðrökuð höfuð og í þessum hræði- legu sloppum. Og þetta verður sein- asta stundin okkar heima« I Og vesal- ingurinn grjet eins og barn. l?egar Matthilda gekk burt frá fang- elsinu þetta kveld, og var búin að kveðja þá alla, stóðu þeir innan við gluggana og teygðu handleggina á eftir henni gegn um járngrindurnar, sem voru lyrir gluggunum. Matthilda var mjög harmþrungin! Aldrei hafði hún tekið jafn innilegan þátt i köldum kjörum fanganna eins og þessa stund, aldrei haft dýpri og heitari meðaumkvun með þeim! Fangi hrópaði hágrátandi á eftir henni: »Vertu sæl, elskaða dóttir Finnlands! Vor eini sanni vinur á meðal manna!« Forsberg, sem að líkindum var hryggastur þeirra allra, reyndi til að dylja tilfinningar sínar og bera sig vel, en tárin hrundu hvert af öðru eftir kinnum hans. Matlhilda sjálf hugsaði: »Á meðan Guð gefur mjer líf, vil jeg fórna alúð minni og öllum kröft- um veslings fjötruðu vinunum mín- uin«. Bænir hennar og hjartanleg sam- úð fylgdi þeim í útlegðina. Næsta ár heimsókti hún fangelsi víðsvegar á Finnlandi. Hún komst að raun um, að öllu erfiðara var að hafa áhrif á þá fanga, sem dæmdir voru til stultrar fanga- vistar, heldur en hina sem sætt höfðu þyngri dómi fyrir hina svonefndu stórglæpi. Peir voru jafnaðarlega svift- ir allri von um frjálsræði, og fundu meiri nauðsyn á því að leita athvarfs í trúnni. Hinir hugguðu sjálfa sig með þvi, að framtíðarhorfurnar breyttust til batnaðar innan skamms, þá fengju þeir aftur að njóta lífsins með glaum þess og glaðværð. Fyrirkomulag fangelsanna var í mörgu næsta ábótavant, og var Matt- hildu stöðugt umhugsunarefni. Sjer- staklega voru gæsluvarðhöldin í mesta

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.