Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1924, Síða 6

Bjarmi - 01.12.1924, Síða 6
194 BJARMI ólagi og miklu betur fallin til þess að hvetja menn heldur en letja til óknytta. Þar var hrúgað saman alls- konar ólíkum föngum, stórspiltum gömlum glæpamönnum, og »viðvan- ingum« eða jafnvel sakborningum, sem ekkert sannaðist á. Oft voru þessir menn lokaðir inn i sömu klefum vikum saman; höfðu þá glæpamenn gott tóm til að spilla hinum. Matthildu var það ekki litið fagnaðarefni er því var breytt. Þá voru heldur engin lög i Finn- landi, er bættu kjör þeirra manna, er saklausir voru settir í gæsluvarð- hald alllengi. Matthildu þótti það með öllu óhæfilegt að þeim væri eigi bætt að fullu efna- og atvinnutjónið, sem af þvi leiddi. Þá bar hún ekki hvað síst fyrir brjósti þá fanga, sem látnir voru lausir að lokinni fangavist. Það var engan veginn auðráðin gáta, hvað taka ætti til bragðs svo að þeir vinasnauðu og ístöðulitlu lentu ekki á glapstigu á nýjan leik. Þann 14, dag marsmánaðar árið 1886, barst henni góð gjöf. Hún var þá stödd heima hjá fjölskyldu sinni á Kobberlugn, veður var fagurt, jörð- in hvít af snjó og sólin skein í heiði. Faðir hennar stakk upp á því við hana að ganga morgungöngu í góða veðrinu. Þau gengu 2 kílómetra með fram Kapumene-ánni, uns þau komu að mannlausu býli, sem faðir henn- ar átti og hafði hugsað sjer að lag- færa eftir þörfum og gefa Matthildu það handa föngunum hennar er þeir kæmu úr betrunarhúsinu. — Stjórn heimilis þessa átti bróðir hennar, sem hjet Hinrik, að hafa á hendi, »Guð gefi að það verði til varnar og viðreisnar, sem allra flestum veslings ógæfusömu vinunum þínum«, sagði hann um leið og hann afhenti dóttur sinni hina kærkomnu, höfð- inglegu gjöf. Og vissulega hefðl Matt- hilda ekki getað kosið aðra betri. Hún stóð þarna hjá húsinu sínu og sá í anda heimilið, sem átti að verða griðastaður hröktum og hrjáð- um mönnum, sem mannfjelagið vildi hafa sem minst mök við. Þar áttu þeir að eiga skjól og njóta frjáls- ræðisins i friði og glaðværð, og stað- festast í öllu góðu. Það var bjart umverfis Matthildu, jörðin fannhvít í sólskininn, hjer og hvar gægðust lítil strá upp undan snjónum, eins og ofurlitlir vorboðar, sem vildu minna á að veturinn væri þegar á förum. Og það var bjarl í huga Matthildu — hún sá eillhvað af fögrum draumuin sínum rætast, — draumum um betri daga handa þjáðum og þreyltum mönnunum. Feng hershöfðingi. »Feng-Yuh-Siang hershöfðingi hefir tekið Peking og rekið forsetann frá völdum án allra blóðsúthellinga. — Skorar hann nú á forgöngumenn innanlands ófriðarins í Kina, að koma á sáttafundum sem fyrst«. Eitthvað á þá leið voru fregnirnar, sem síminn flutti um viða veröld seint í október í haust. Og þótti kristniboðsvinum það stór tíðindi, því að þeir kannast flestir við mann- inn. Hefir margt verið um hann skrifað, og ber ekki sem stendur meira á neinum kristnum hershöfð- ingja í Asíu, og enda víðar, en honum, hvernig sem honum kann að takast að ráða fram úr innanlands- styrjöldinni. Er hann og kristnar hersveitar hans algerlega ólíkar öðrum kínverskum hersveitum í öllu siðgæði og menningu,

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.