Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1924, Page 11

Bjarmi - 01.12.1924, Page 11
B JARMI 199 lionum fœra þakkargjöld — fyrir hjálp á förnum brautum, fulltingi við hlutverkið, fyrir sigursæld í prautum, sálargleði, hjartafrið. Guð vill frelsa alla, alla, öllum boða náð og frið. Heyr! Hann er i kvöld að kalla: »Komið mjer að veita lið!J Sýnið háir, sýnið smáir sanna ást i verki’ og raun. Stórt er verkið, verkmenn fáir, vinnið, spyrjið ei um laun! Konurnar í kyrþey vinna Kristi pægt og blessað starf: Heiðingjunum særðu sinna, sjá það fyrst er gera parf, ganga á undan, aðra hvetja, andi Guðs þeim vísar leið; engin sorg nje sár pær letja sitt að þreyta afmælt skeiö. Drottins náð og Drottins friður drjúpi á yðar kærleiksstarf. Drottinn leiðir, Drottinn styður, Drottinn veil, hvað gera þarf. Án hans náðar engir standa, Án hans brestur vit og mátt. Alt vjer megnum með hans anda, markið setti’ hann þvi svo hátt. B. J. Samsæti var sra Jóhanni Porkels- syni fyrv. dómkirkjupresti haldið í Iðn- aðarmannahúsinu 12. f. m. til minningar um að þá voru 35 ár liðin frá því að hann var kosinn prestur í Rvík. Var þar hvert sæti skipað og gestirnir úr allflestum »stefnum og stjettum« bæjarins, ósam- mála um æðimargt, en samtaka og sam- mála um að votta sra Jóhanni virðingu sina og þakklæti fyrir sannkristilega fram- komu hans fyr og síðar í söfnuðinum. — Töluverður hiti var i kosningarundirbún- ingnum hjer í bæ haustið 1889, 31 lausa- manni var synjað um kosningarjett, af því að þeir væru ekki »búsettir«. og við lá að eins færi um ýmsa, sem áttu ógreidd- an »ljóstoll«, — en varð ekki af, afþvi að »ljóstollurinn« var greiddur kosningar- daginn. Samt fjekk sra Jóhann þorra at- kvæða, — og var ánægjulegt að sjá í sam- sætinu þann mann, Björn Iiristjánsson alþingismann, sem mestu hafði ráðið á- samt með Porbjörgu Sveinsdóttur um skipulag kosningarundirbúningsins hjá fylgismönnum sra Jóhanns árið 1889. Sóknarnefndin annaðist um þelta sam- sæti og afhenti sra Jóhanni 3000 kr. heið- ursgjöf í útskornum kistli frá ýmsu safn- aðarfólki. — Ræður fluttu í samsætinu í þessari röð, auk heiðursgestsins: formað- ur sóknarnefndarinnar, S. Á. Gíslason, sra. Kristinn Daníelsson, sra Árni Björns- son prófastur, sra Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur, ungfrú Laufey Valdimars- dóttir, Sigmundur Sveinsson umsjónar- maður og frú Guðrún Lárusdóttir; — voru þær allar einkar hlýlegar í garð sra Jó- hanns. Prentuð Ijóð eftir sra Fr. Frið- riksson voru sungin yfir borðum. Og birtast þau hjer: Grandvar í lífl, geyminn Drottins orða, Gnótt á til varnar sjer og nægan forða, Parf hann ei jarðnesk vopn nje beittan Vinnur þó sigur. [vigur, Vopnlausan munu’ hann vættir allar flýja, Veit hann sjer óhætt stigu’ að kanna nýja, Hvort sem hann reikar einn á auðnum Eða með lýðum. [viðum Glaður og rór með gleðibros á vörum Gengur hann jafnt í neyð og sældarkjörum, Prúðmenskan jöfn i hreysum og í höllum, Hugljúfur öllum. Lausnarorð kröptugt kraptinií honum [veitir, Kjörorði því mót allri hættu’ hann beitir; Paðan er afl og óhultleikinn sprottinn, Orð það er: Drottinn! Iíirkjunni gefi Guð æ marga slíka Göfuga menn af trú og kærleik ríka, Grandvara’ í lifi, andans orku fyllta, Auðmjúka’ og stillta. Pannig vjer reyndum þig á löngum vegi, Pjónn Guðs hins æðsta, sem á heilladegi Kjörinn hjer varst og vannst hjer meðal Verkið þitt góða. [þjóða. Pjónustu góða þökkum vjer af hjarta. Pjer veiti Drottinn elli rika’ og bjarla, Lengi svo trú og bæn þin blessun færi, Bróðir vor kæri. »Drottinn blessi sra Jóhann Porkelsson

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.