Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1924, Page 12

Bjarmi - 01.12.1924, Page 12
200 B J A R M I öll ófarin æfiár — og ura eilífð«. — Pað er sameiginleg bæn allra, sem þekkja hann, Prestskosningin í Rvík var miklu betur sótt en margur halði búist við. þar sem ekki var nema einn umsækjandi. Sra Friðrik Hallgrímsson fjekk 2178 atkvæði, 50 seðlar voru auðir og 11 ógildir. En þar sem 7646 kjósendur voru á kjörskrá, var fundurinn ekki lögmætur. Sra Frið- rik er kanadiskur borgari, og verður því ekki veitt embættið fyr en Alþingi heíir veitt honum islenskan borgaraijett í vet- ur, en búist er við að hann verði settur þangað til, ef hann kemur fyr að vestan. Frí kir kj usöfn u ð u r i n n í Reykjavik 25 ára. — Misjafnar voru sþár manna um hann fyrir 25 árum og litlar þakkir fjekk sra Lárus Halldórsson fyrir fríkirkjustarfið, — en nú kemur flestum saman um að það hafi verið gott og blessað, að söfn- uðurinn var stofnaður, og kannast við að kirkja safnaðarins hafi komið i góðar þarflr hjer í bænum. — Pað er ekki senni- legt að landssjóður hefði bygt hjer aðra kirkju, enda þólt dómkirkjan sje fyrir iöngu orðin oflitil fyrir söfnuð sinn — og fátítt mun það að þjóðkirkjusöfnuður byggi sjer nýja kirkju til viðbótar eldri kirkju sinni, — en að því verður þó að stefna, nema bráðlega myndist hjer ann- ar fríkirkjusöfnuður og komi sjer uþþ kirkju. Peir hafa sýnt það fríkirkjumenn að það er Viðráðanlegt, og eru nú í ann- að sinn að stækka kirkju sína. 12. október var kirkia vigð hjá islenska söfnuðinum í Selkirk vestan hafs. Forseti kirkjufjelagsins, sra Kristinn Ólafsson, framkvæmdi vígsluna og sama daginn voru tvær aðrar guðsþjónustur fluttar í kirkjunni. Söfnuðurinn isl. í Selkirk telur um 400 manns og misti .kirkju sína í þrumuveðri fyrir 5 árum, en á nú þessa kirkju skuldlausa, um 10 þús. dollara virði, Á undan vígsluathöfninni voru kirkjunni áfhentar minningargjafir frá ýmsu safn- aðarfólki. Pannig gáfu tvær ekkjur, önn- ur altarið en hin prjedikunarstólinn, til minningar um menn sína. — Kemur víst öllum saman um að sú minning sje feg- urri og betri en legsteina-minningin. Pað er engin nýung, sem eðlilegt er, að ræður guðfræðisstúdenta hreppi að- finningar kennaranna, og fer enginn óvið- komandi að skifta sjer af því. En fari stúdentinn að birta trúmálaræðu í blöð- unum, er öðru máli að gegna. Pá skipar hann sjer sjálfur í flokk trúmálaleiðtoga og má búast við aðfinningum ýmsra les- enda. Blaðið Hænir á Seyðisfirði flulti í haust ræðu eftir guðfræðisstúdent, sem mjer er vel til, en ræðan er þannig að jeg vona, að höf. óski bráðlega að hún hefði aldrei verið prentuð, — og þess vegna vill Bjarmi ekki verða við þeirri áskorun »að tæta hana sundur«. Samt neyðist jeg til að benda á, að önnur eins staðhæfing og þessi: »Þegar Kristur hjekk á krossinum, misti hann trúna og hróp- aði: Guð mir.n, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig« —■ er fyrst og fremst alveg ókristileg — og auk þess hrein og bein hugsunarvilla. — Jafnvel þótt höf. kunni að halda, eins og ræðan virðist sýna, að Kristur hafi ekki verið annað en framúr- skarandi maður, þá er það bersýnilega rangt að segja um nokkurn: »Hann misti trúna og var að ákalla Drottin«. — Ætli nokkrum gætnum manni mundi koma í hug að segja t. d. um skáldið M. J. Hann misti trúna og kvað: »Guð minn Guð, jeg hrópa gegn um myrkrið svarta«. — Pað er gott og bleasað að blöðin flytji trúmálaræður, en gagnið af þvi verður nokkuð lítið, ef þær eru ekki vandaðar. S. Á. Gislason. Vinir Bjarma eru vinsamlega beðnir að muna eftir því að hægast er að útvega nýja áskrifendur við áramót. Sýnisblöð veiða send ókeypis hverjum, sem mælist til þess, og kaupbætir, — Brúðargjöfin eða sfðasti árgangur, gefinn hverjurn Dýj- um kaupanda um leið og hann borgar árg. 1925. — Þeir, sem sent hafa blaðinu ræður og ritgerðir eru beðnir að sýna þolinmæði, þótt ekki birtist það þegar i stað. Bjarmi er litill en efnið mikið, 2 ræður, 4 ritgerðir, og þrenn Ijóð, —Minn- ingarljóð um frú Valg. Briem, og af- mælisljóð til kristniboðsfjelagsins —o. fl. bíða nú. Misprentun. Á bls. 160 (október-blaði) stendur: John Hetcher en á að vera John Fletcher. Útgefandi Sigrnrbjtirn Á GÍHlaaon. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.