Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1930, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.03.1930, Blaðsíða 1
XXIV. arg. 6. tbl. Yígsluræða Sæbóls- kirkju. Niðurl. Nú sný jeg aftur máli mínu til þín, kæri söfnuður, og frá hinu um- liðna til hins komanda. — Þetta nýja Drottins hús lykur nú arma sína um þig og munt þú nú finna þig sjerstaklega í faðmi Guðs bless- unar, er sanni þjer orð textans: ,,Sælir eru þeir, sem búa í húsi þínu“. En hann bæti;r við: ,,Þeir munu framvegis lofa þig“. Hver dýrmæt gjöf leggur manni alvarlegar skyldur á herðar. Því meira sem er lánað, því meira verð- ur að heimta. Látið þetta eigi hryggja yður, því að skyldurnar geta líka verið ljúfar og ljettar, jafn- vel indælar og friðandi, þegar þeim er rjett gengt af verðugum huga. Fyrsta skyldan er jafnan sú að breyta við gjöfina eftir ósk gefand- ans, og fara með hana eftir tilgang- inum og þetta er ljúft og ljett þeim, sem elskar gefandann að maklegleik- um. Nú tala jeg um kirkjuna ])ína nýju sem gjöf frá Guði. Gjöfin end- urtekur sí og æ framhalds málsgrein- arinnar, sem jeg vitnaði til: „Þeir niunu framvegis lofa þig“. Skyldan er lofgerð Guðs í framtíðinni á þessum stað. Minnist þess nú og æ, að hús þettai er ekki gefið af Guði aðeins til þess að vera ytra tákn dýrkunar hans, því síður til þess að hrósa sjer, hve snoturt og vel- sæmandi hús geymist hjer á svo afskektum og fátæklegum stað, — nei, það er fyrst og fremst til þess, að söfnuðurinn hjer og hver, sem hingað kemur, lofi Guð, og eigi að- eins með orði og tungu, heldur í anda og sannleika, sem aftur leiðir af sjer verk í Guði gerð. Krossinn lyftir sjer yfir þessu húsi og getur dregið að sjer athygli bæði af landi ofan og hafi utan og hringurinn í gegnum hann minnir á sameiningu hjartnanna gegn um kross Jesú Krists. Þetta er fögur, hugvekjandi ásýnd, en hjartað í brjósti hennar er það, að undir þessum krossi, undir þessu þaki, mætast í einingu andans, börn Guðs, sem gera Guði föður hjartans þakkir fyrir drottin vorn Jesú Krist -og alla blessun veitta með honum. Það sje unun yðar, kæru vinir mínir, að safnast hingað að vegsama Guð, svo oft sem tækifæri ge'fst að hafa hjer sameiginlega guðsþjónustu. Þakkið Guði, meðal annars, fyrir hvern þann helgidag, sem þetta hús þarf eklci að standa autt og1 hljómvana af lof- gerð Guðs. Það sje viðhöfn yðar og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.