Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.03.1930, Qupperneq 7

Bjarmi - 15.03.1930, Qupperneq 7
47 B J A K MI aðist 10. desember í vetur, 75 ára að aldri. — Einar og kona hans, Björg Þor- varðardóttir, byrjuðu búskap á Dúnk í IJörðudalshreppi árið 1885, en flutt- ust að Blönduhlíð í sömu sveit 4 ár- um síðar og bjuggu þar síðan síð- ustu árin með tveim sonum sínum. -— Þau hjónin eignuðust 10 börn, og komust 8 þeirra til fullorðins ára. Fyrir nokkrum árum fór ritstjóri Bjarma ríðandi frá Breiðabólsstað á Skógarströnd í Búðardal með ein- um syni sínum. Sjera Jón Jóhannes- sen lagði til hestana og fór sjálfur með inn að Blönduhlíð, en þar tók Einar við og lánaði bestu reiðhest- ana á bænum að Búðardal. — Suð- land lá þar á höfninni, og var för- inni heitið með því að Króksfjarð- arnesi. Einhver farþega hafði flutt l»á fregn í land að erfitt væri að fá keypt fæði um borð, — sem raunar reyndist mjer alveg tilhæfulaust. — En í svipinn var því trúað í landi, og því dregið að fara um borð fram á nótt, en sest að heitum silung og Öðru góðgæti langt eftir miðnætti að heimili hjeraðslæknisins í Búðar- dal. — Þá mun hafa gengið fram af samferðamanninum; jeg man hann sagði: „Þetta er nú í 13. sinn, sem okkur eru bornar veitingar í dag“ — og var rjett talið þegar kaffið og súkkulaðið, sem sumsstaðar fylgdist að, var reiknað tvennar veitingar. Má af þessu sjá, að við höfðum víða notið gestrisni þennan dag. En best hafði mjer þótt koman að Blönduhlíð, af því að þar heyrði jeg talað um trúmál af mestum áhuga. Bjarmi flytur ekki líkræður að jafnaði, en í þetta sinn er undan- tekning gjörð, og hjer birtur megin kafli líkræðu ] >eirrar, sem sjera Ól- afur Ólafsson á Kvennabrekku flutti við jarðarför Einars heitins, 20. des. Ritstjóranum er kunnugt um að þar er ekkert ofmælt. S. Á. Gíslason. II. „Nó lætur þú, herra, þjóu þinii í friði fara, eins og þú hefir heitið mjer, því að augu mín liafa sjeð hjálpræði þitt, sem þú hefir fyrirbúið í augsýn allra lýða.‘ ‘ (Lúk. 2,29—30). Það er óvenjumikill friður, jafn- vægi og trúnaðartraust, er lýsir sjer í þessum orðum hins guðrækna manns, Símeons. Það er friðarand- varp hins lífsreynda manns, er að lokum hefir fengið sinni innstu þrá fullnægt, sína heitustu þrá uppfylta. Hann hefir, án efa, verið tíður gest- ur í helgidóminum í Jerúsalem og oft beint huganum í lotningarfullri til- beiðslu til Guðs í bæn um hið þráða hjálpræði, hinn fyrirheitna Messías ]>jóðar sinnar .í hinni helgu sögu segir, að hann hafi verið maður rjettlátur og guðrækinn, er vænti huggunar Israels, og að heilagur andi hafi verið yfir honum. „Og hon- um hafði verið birt það af heilög- um anda, að hann skyldi ekki dauö- ann sjá, fyr en hann hefði sjeð drottins Smurða“, segir ennfremur í frásögninni um þennan guðsvin. Og hann kom „að tillaðan andans“, í helgidóminn, og sjá! Þar rann upp hin þráða stund. Hann fjekk þar að líta hið nýfædda sveinbarn, er eng- ill drottins hafði flutt fjárhirðunum á Betlehemsvöllum boðskapinn um, og verða átti frelsari mannkynsins. Og hann tók barnið í fang sjer og lofaði Guð og sagði: „Nú lætur ]>ú, herra, þjón þinn í friði fara, eins og ]>ú hefir heitið mjer, því augu mín hafa sjeð hjálpræði þitt, sem |)ú hefir fyrirbúið í augsýn allra lýða“. Þessi hugðnæma frásaga, er fer á eftir jólaboðskapnum, lýsir

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.