Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1930, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1930, Blaðsíða 3
BJARMI 163 [ifl.ö sem sagt er. En þaó er svo margt, sem ósagt er. Á hin helstu atriói, sem mjer finst vanta í þessa bók, ætla jeg aó minn- ast. Þaó, sem vantar fyrst og fremst, eru »Fræði Lúters hin minni«. Hin evangeliska lúterska þjóókirkja Is- lands, má ekki sleppa sjálfu eining- arbandi lútersku kirknanna. Hinar sígildu skýringar trúarhetjunnar miklu, um mikilvægustu atriói krist- indómsins, má ekki vanta í bók handa fermingarbörnum. Ferming- arbörn eiga aó kunna orórjett Fræði Lúters hin minni. Einkum vegna þess aó Fræóin vanta, sakna jeg svo mjög, aó þaó, sem nú skal minst á, skuli vanta í nefnda bók. Þaó er hvergi minst á trú á þrí- einan Guó. í öll þau ár, er jeg hafi fermt börn, hefi jeg spurt á kirkju- gólfi þessarar spurningar: »Á hvern trúum við?« Og jeg hefi kent börn- unum aó svara: »Á Guó föóur, son og heilagan anda«. Þetta hefói höf- undur átt aó minnast á á bls. 10, er hann talar um hinn eina sanna Guó. Ef jeg kenni þann kafla, mun jeg kenna hann þannig: Guó e r einn, en h inn e ini G u ó er: faóirinn, sonurinn og heilagur andi. Og í kaflanum um skírnina er al- veg gengió fram hjá því, að skýra frá hvaóa gildi þaó hafi, aó vera skíróur til nafns heilagrar þrenning- Ur. Og jafnvel gengió svo langt, aó þegar vitnaó er til skírnarsálma í salmabókinni er gengió fram hjá feg- Ursta sálminum, nr. 572: »Guó faóir sje vörður«. Ennfremur er í þessari bók geng- ^ fram hjá því, aó Jesús dó í vorn staó. Þaó er aó vísu skýrt frá því, að •Jesús dó fyrir mennina, og aó dauói hans hafi verió »kærleiks fórn« — en þaó vantar að dauóa hans var »staógöngufórn kærleikans«. Og hún er ekki tekin meó ritningargreinin fagra úr Jes. 53.: »Vegna vorra mis- gerða var hann særóur«, o. s. frv. Fyrir mjer er þetta samt aóalat- riói kristindómsins, og þess vegna get jeg ekki játaó trú mína á Jesúm meó oróum, sem betur lýsa trú minni, en hinum gömlu oróum Lúters, í skýringu hans vió 2. gr. trúarjátn- ingarinnar. En þá skýringu, þá perlu krisnu bókmentanna vantar í þessa bók. Geta prestar gengió fram hjá því, aó kenna börnunum, aó Jesús Kristur hafi friókeypt og frelsaó þau, glötuó og fyrirdœmd meó sínu heilaga dýrmæta blóói, og með sinni saklausu pínu og dauóa? Kirkjan má ekki, vió fermingar- undirbúning, ganga algerlega fram hjá hinni »objectivu frióþægingu«. Það er aó vísu rjett aö leggja mikla áherslu á hina »subjectivu frióþæg- ingu«, eins og höf. hefir gert, en meó því er þó ekki sagóur nema hálfur sannleikur. Á eftir kaflanum um dauóa Krists, tekur höfundur þetta gullfagra vers Hallgríms Pjetursonar: »Gegnum Jesú helgast hjarta«, en hann heföi líka átt aó taka nokkur vers úr 23. sálmi Passíusálmanna, einkum vers- ið: »Sástu þá, Jesú sæli, Sár mín óbærileg Til lausnar þínum þræli Því ljestu binda þig, Gekkst, svo undir þá grimdarkvöl, Aó jeg kvittur yrói, Vió eilíft hrygðarböl«. Ennfremur minnist höf. ekkert á »náóarverh heilags anda«. Á bls. 86 og 87 er talaö um afturhvarf, en alls ekki á þaó minst, aó heiagur andi hjálpi oss til afturhvarfs og endur- fæóingar. Endurfæöingin er eitt af grundvallaratrióum kristindómsins.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.