Bjarmi - 15.07.1931, Síða 1
XXV. árg.
15. júlí 1931.
14. tbl.
Hjörtur Leó.
1875—1931.
»Þessum manni vildi jeg kynnast betur«.
Með þeirri hugsun kvaddi jeg sr.
Hjört Leó eftir stutta samveru árið 1918.
Ilann var ekki fljóttekinn, en bar bað meö
sjer, aó mikió var í manninn spunnið.
En jeg varó að hverfa frá Lundar, bar
sem fundum bar saman, austur um haf,
og nú er hann horfinn yfir eilífóarhaf, —
og erfitt að kynna hann þeim, sem aldrei
sáu hann, með stuttri blaðagrein.
Sr. Hjörtur var fæddur á Hofi á Skaga-
strönd 5. jan. 1875, fluttist átta ára gamall
til Canada með foreldrum sínum, Jónasi
Leó Hjálmarssyni og Sæunni Sigurðardólt-
ur. Þau fluttust að Gimli í Manitoba og
síöar aó Selkirk. Erfiðleikar frumbýlinga
uröu margir á leið þeirra, og lítiö tækifæri
fyrir unglinginn gáfaða að njóta hæfilcika
sinna. 5 mánaða tíma kvaóst hann hafa
notið kenslu í æsku, og fermingarundir-
búninginn annaðist únítaraprestur, Magn-
ús Skaftason. »Var jeg þá aó hálfu leyti
heióinn maður og fermdist út úr kirkj-
unni«, skrifaði hann löngu síðar.
Þótt kenslan væri lítil, varði hann öllum
tómstundum til náms og kendi í alþýðu-
Sjera Hjörtur Leó.
'skólum sjálfur í mörg ár. Um þrítugt hafði
hann safnað sjer námsfje og svo góðs und-
irbúnings, að hann gat tekið stúdentspróf
eftir tveggja ára skóladvöl og guðfræðis-
próf eftir önnur tvö ár, alt með besta
vitnisburði; því að lærdómur var honum
leikur, einkum stærðfræói og tungumál.
Árið 1909 tók hann prestvígslu, og var
upp frá því starfsmaöur lúterska kirkju-
fjelagsins íslenska vestan hafs, oftast