Bjarmi - 15.07.1931, Síða 3
BJARMI
107
una á höfuð honum og sagói: Þetta er Guós
bók, henni verður þú að hlýóa. Svo skírði
hann manninn.
Orðrómurinn um Harris barst víðar og
víðar um Fílabeinsströndina. Hvar sem
hann fór, streymdi fólkiö til hans. Menn
ferðuðust jafnvel margar dagleiðir til að
geta hlustað á hann. Vald hans yfir fólk-
inu var fádæma mikið. Fólk trúði jafnvel
að hann gæti gjört kraftaverk. Og vald
hans yfir fólkinu fór sívaxandi. Aldagömul
trúarbrögð urðu aó víkja. Þúsundum sam-
an gjörðust menn kristnir og köstuóu burtu
eða brendu verndargripum sínum eða
goóamyndum.
Harris brýndi fyrir þeim, sem Ijetu
skírast, að snúa aldrei aftur til trúar á
hjáguði og verndargripi. Þeir skyldu
byggja kirkjur, halda sunnudaginn heilag-
an og bíóa svo þolinmóðir þangað til Guð
sendi þeim hvítan mann, sem gæti verið
kennari þeirra og hirðir.
Áður en hann fór úr þorpi, áleiðis til
þess næsta, valdi hann eóa ráðlagði þorps-
búum að velja sjer 12 »postula«. Þeir áttu
að hafa yfirumsjón meó kirkjumálum í
þorpinu. Auk þess útnefndi hann í hverju
þorpi einn prjedikara. Hann skyldi stjórna
guðspjónustum.
Eftir því sem söfnuóunum fjölgaði og
orórómurinn um Harris flaug víóar, reynd-
ist honum erfiðara og erfiðara að komast
yfir aðkallandi störf, og loks ómögulegt.
Hann fjekk fleiri og fleiri beiðnir um að
koma og prjedika. Prjedikunarbeiðnunum
rigndi yfir hann úr öllum áttum. Lengst
innan úr landi komu sendimenn með beiðn-
ir til hans um aó koma. Hann tók þá það
ráð að velja menn til þess að fara í sinn
staó þangaö, sem hann gat ekki sjálfur
kornist. Þessir menn hlutu, manna á milli,
nafnið »litlu spámennirnir«. Enginn þeirra
átti jafnan eldmóó og andlegan kraft og
Harris. Þeim varð þó mikið ágengt. Ljóm-
inn frá Harris fjell á þá og ruddi boðskap
þeirra braut að hjörtum manna. Á möi'g-
um stöðum, sem Harris kom aldrei til, risu
upp söfnuðir.
Árið 1914 hjelt Harris inn í eitt hjerað
Gullstrandarinnar. Þar endurtók sig hió
sama og skeó hafói á Fílabeinsströndinni.
Fyrir eldleg orð hans snerust þúsundir til
trúar á lifandi Guð, En hreyfingin varð
þar aldrei nándarnærri eins umfangsmikil
og á Fílabeinsströndinni, enda dvaldi
Harris þar aðeins skamma stund. Hann fór
fljótlega aftur til Fílabeinsstrandarinnar.
En þeir, sem snerust til kristni á Gull-
ströndinni, fyrir boðskap hans, sendu
sendiboóa til methodistatrúboða þar í land*
og báðu um kennara. Þá barst fyrsta
fregnin um Harris til evangeliskra kristni-
boða frá Evrópu; en aðeins þó um hið ör-
litla brot af starfi hans, sem var unnið á
Gullströndinni.
Árið 1915 lauk starfi Harris á Fílabeins-
ströndinni fyrir fult og alt. — Franska
nýlendustjórnin hafði lengi haft auga með
Harris. Hún var hrædd við ólguna, sem
hann orsakaói meðal þjóðarinnar, sam-
komurnar með jafnvel þúsundum þáttak-
enda og hio geysilega vald, sem "hann hafði
yfir fólkinu. Hún óttaóist uppi'eisn. Hún
vissi, að ekki þurfti nema eitt orð frá hon-
um, til að koma öllu í bál og brand. Hún
hafði reyndar rannsakað í hvaða átt starf
hans og áhrif á fólkió stefndi. Hún hafði
kallaó hann fyrir sig. Og hún hafði komist
að þeirri niðurstöðú,, eins og rjett var, að
hreyfingin, sem hann vakti, væri ekki
stjórnmálaleg og starfsemi hans saklaus,
og þess vegna lofaö honum að starfa áfram.
En samt var stjórnin ekki alveg óhrædd
vió Ilarris og þá hreyfingu, sem hann hafði
vakið. Og svo kom heimsstyrjöldin. Þá óx
ótti nýlendustjórnarinnar um allan helm-
ing. Og sífelt óx vald Harris yfir fólkinu,
og sífelt stækkaói hópur hinna skíróu. —
Loks afrjeð nýlendustjórnin að grípa fram
í. 1 apríl 1915 ákvaó hún,, að Harris skyldi
tekinn fastur, fluttur út fyrir landamær-