Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.07.1931, Page 7

Bjarmi - 15.07.1931, Page 7
BJARMI 111 Sameiginleg bænastund. Kona, á fámennu sveitaheimili, sem sjaldan kemst að heiman og nær ekki til útvarps, skrifar Bjarma og vill láta rit- stjórann gangast fyrir aó lærisveinar Krists um land alt velji sjer sameiginlega stund til bæna daglega eða vikulega. Er þaó íhugunarvert ,og eðlilegast að morgun- stund væri til þess valin, en þá rekst það líklega á misjafnar klukkur og ólíka fóta- ferð. — Ef útvarpið fengist til að útvarpa kvöldhugvekju eða kvöldsálmi, þá væru væntanlega næstu mínútur á eftir hentug- ar í þessu tillitj, þótt rekast kunni á kvöld- fundi. Annars fer hjer á eftir meginefnið úr brjefi konunnar og fleiri brjefum, er um svipað ræða, en dregið hjer saman í eina heild. — Svörin, sem koma kunna, verða sömuleiðis birt að einhverju leyti. Ritsti. Hvernig eigum við, sem unnum starf- andi kristindómi að sameina krafta vora? Við erum svo dreifð, þekkjumst ekki nema fá, vitum varla stundum um luærjir eru systur vorar og bræður í þessu tilliti í næstu sveitum. Fljótt á litið er þar ef til vill enginn lærisveinn Krists, varla vott- ur þess að nokkurn mann langi til þess að vera lærisveinn hans, en við náin kynní og góða eftirtekt kemur alt annað í ljós. Við margbreytt kjör og misjafnar umbúð- ir býr eilífðarþrá, bænarandi, traust á Kristi, viðleitni til að hlýða Guði. Ait veikt, — víðar en hjá mjer, og ofurlítil trúar- gleði, en þó í rjetta átt. — Þegar óþolin- mæðin hjá mjer eða öðrum gjörir lítið úr því öllu, og telur það veika »dauttc< og óframfærna »sofandi«, hugsa jeg i kyrþey: »Guði sje lof að óþolinmæðin hefir ekk- ert lyklavald að himnaríki, og að jeg á ekki að telja hvað margir sjeu lærisveinar Krists hjer í grend eóa annarstaðar«. Hitt er annað alt, að við„ sem þráum að vaxa, verða betri lærisveinar, finnum oft sárt til einangrunar og vildum óska þess að geta stuðst við samfjelag trúaðra. Sífeld einangrun veldur óframfærni, feimni og ýmsri sjervisku. Þess eru dæmi, að trú- rækin kona kemur til Reykjavíkur eða annars kaupstaðar, þar sem hún hafði heyrt að trúaðar konur hafi fjelagsskap með bæn og söng. Ilana langar til að kynn- ast því, eiga sambænastund með systrum sínum, en hún þekkir þær ekki, og hefir ekki þrek til að leita til þeirra að f,yrra bragði, — eða fer að vísu og hittir ein- hvern »leiðtogann«, sem einmitt þá stund- ina á annríkt og gefur sjer ekki tíma til aó spyrja gestinn um andleg mál og kon- an aðkomna hefir ekki einurð til að brjóta upp á því, ■ og fer svo hrygg heimleiðis. -- Ma vera að svipað komi fyrir fleiri en kjarklitlar konur. Þeir, eða þær, sem kunnir eru að trúaráhuga, mega aldrei eiga svo annríkt, er óframfærnir gestir koma, að þeir reyni ekki til að svipast þar eftir gróðurbletti fyrir sáðkorn guðsríkis. Og við smælingjarnir, sem minna er heimt- aó af, gætum margoft hjálpað hvort öðru betur í andlegum efnum en við gjörum. En hvað má gjöra til bóta í fámenni og dreifingu, svo að samfjelag trúaðra styrk- ist? — Væri ekki reynandi að menn tækju sig saman um að helga Guði sömu mínúturn- ar daglega eóa vikulega til bæna, svo að allir þeir hraustir eða veikir, sem aleinir fara daglega í trúmálum, geti á þenna veg stuðst við annað biðjandi fólk langt i burtu? Bersýnilegt er að blessun mundi af því leiða, meðal annars fyrir marga þreytta og þjáða, að geta fulltreyst því, að nú, samhliða honum, væru margir í bæn, og bæðu allir hverjir fyrir öðrum og þá fyrir honum einnig'. En hver er hentug bænastund, að sem flestir geti tekið þátt og- helgað Guði sömu 10 mínúturnar. — Hvað segja lesendurnir um það og um mál- ið alt? »<Z>^

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.