Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.04.1932, Page 2

Bjarmi - 15.04.1932, Page 2
58 BJARMI væri jafn gott. Út af því hömuðust Straumamenn hjer um árið, og út af því g'átu einhverjir sjerkreddumenn á Vifil- staðahæli æst meiri hluta sjúklinga til að afsegja hann og fengu auðvitað fljóta á- heyrn hjá stjórninni, og hæiið prestlaust síðan. Það var guðspekis- og andatrúar- »frjálslyndið«, sem þoldi ekki kristindóms- boðskap. Sárt fjell honum það ekki vegna buddunnar, eins og illgirnin ljet í veðri vaka heldur vegna sjúklinganna, sem hann langaði til að leiðbeina og hugga, en fann þó hins vegar. til, að hann hafði ekki haft tíma til að sinna, sem skyldi. Eigingjarn metnaður var honttm fjarri skapi. Skömmu fyrir jólin í vetur hitti jeg hann niðri í Landsbanka, svo óvenju- lega glaðan í bragði, að ólíkt var yfir- bragði margra annara, sem biðu milli von- ar og ótta um afdrif lána sinna. Jeg hafði orð á því við prófastinn og sagði hann þá, að það væri eðlilegt að hann væri glaður, því að hann væri ný- búinn að lifa »ánægjulegustu vikuna í öll- um sínum prestskap«. - Og þessi vika var »vakningar eða samkomuvika« í Hafn- arfirði. Ýmsir Reykvíkingar höfðu verið fengnii’ til að flytja ræður áhverju kvöldi í viku í húsi K. F. U. M. Aðsókn var mikil og þátttaka í sambæn líkt og þeg- ar vakning hefst. - - Prófasturinn tók þátt í þessum samkomum þegar annir leyfðu, en var ekkert kvöldið aðalræðumaður sjálfur. — Honum var það gleðiefni að sjá safnað- arfólk sitt leita athvarfs á Golgata, hitt var ekki aðalatriðið hver að því starfaði í hvert skifti. Pví var honum alt sjálfboðastarf í kristi- iegum æskulýðsfélögum og trúboðsfélögum mjög kært, enda þótt ha'nn kyntist því ekki fyr en á efri árum. - En sárt fann hann til þess eins og' fleiri jafnaldrar hans að þ.x.r hreyfingar skyldu ekki berast til þ.jóð- ar vorrar löngu áður en lotningarleysið fyrir öllu heilögu fór um land eftir alda- mótin í fylgd með efasýkinni. Sr. Árni var fæddur 1. ág. 1863. For- eldrar hans B.jörn Sigurðsson og Elín Jóns- dóttir b.juggu á Tjörn áNesjum í Ilúna- vatnssýslu. Björn andaðist 1868 og eftir I>að tók bróðir Björns, Árni bóndi í Höfn- um drenginn að sjer og kostaði hann til nárns. Tók Á. B. guðfræðispróf 1887, fjekk Reynistaðarklaustur um haustið. Bjó 6 ár á Fagranesi og fluttist svo til Sauðár- ki'óks. Kvongaðist 1894 ungfr. Líney Sig- urjó'nsdóttu r. Varð prófastur Skagfirð- inga 1908, fluttist að Görðum á Álftanesi 1913. Varð prófastur í Kjalarnesprófasts- dæmi 1916 og fluttist til Iíafnarfjarðar fyrir fá|Um árum. Stór var hópurinn og ástúðlegur um- hverfis prófastinn, 11 börn sem komust upp, og leituðu oft heim, þótt þau eignuð- ust ný heimili,, síðustu árin. »Jeg man þau lítil og man þau stór, en man þau að öllu góðu,« má margur segja, því oft var gest- kvæmt hjá sra Árna og vinir margir, bæði sóknarbörn og aðrir, og mátti þá margur dást1 að dugnaði húsmóðurinnar. Á. B. stundaði öll prests- og prófastsstörf með frábærri alúð og áhuga meðan mátti. Ekki kvartaði hann í jólaannríkinu í vetur. En þegar því lauk, voru kraftarn- ir þrotnir. 26. mars andaðist hann, eftir þunga legu. Jarðarför hans var svo fjölmenn, að ekki rnunu dæmi 'til í Hafnarfirði, en ein- hver sag'ði: »Vænna hefði honum þótt, að sjá slíka kirkjurækni fyrri,« en »það vita fáír hvað átt hafa, fyr en mist hafa.« Að tilhlutun Kristniboðsfjelags kvenna í Rvík, heíir undan farin ár verið leitað samskota til kristniboðs við guðsþjónustur í dómkirkjunni einn sunnudag á ári, og hefir því jafnan verið vel tekið. í þetta sinn voru sainskotin á pálma- sunnúdag í vetur, og- gáfu kirkjugestir 400 kr. Fjelagið hefir beðið Bjarma að flytja gefend- unum bestu þakkir.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.