Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1932, Síða 5

Bjarmi - 15.04.1932, Síða 5
BJARMI 61 þó ekki þyki ráðlegt að konur og börn sjeu þar búsett. Fjórar aðrar aðalstöövar í Hupeh-hjeraði hafa kristniboðarnir orð- ið að yfirgefa áðui-, eins og sagt hefir ver- ið frá í þessum brjefum. Síðan í fvrra vor hefir stjórnin ekki tréyst sjer til að fást við kommúnistaherinn í Hupeh, og gerast þeir nú uppvöðslusamir, ekki síð- ur en ræningjaflokkarnir. Fjölskyldur kristniboðanna búsetja sig líklega fyrst um sinn annaðhvort á Kúling eða í hafn- arbænum Tsingtao. I ráði er, að hafið verði nýtt trúboðsstarf norður í Norður- Mansjúríu. Nokkrir trúboðar verða send- ir þangað í næsta mánuði. Þessi nýja við- leitni er mjög eftirtektarverð. I Norður- Mansjúríu eru 30 miljónir íbúa, en þar eru sárfáir kristniboðar. Jeg hefi langa grein í smíðum um Norður-Mansjúríu, og vona, að hún veki eftirtekt og glæði kristnibóðs- áhuga ekki aðeins í fjelögunum, heldur út um alt land. Þegar þetta er skrifað, er verið að halda námskeið á fjórum stöðum hjer í kallinu, en jafnframt vinna 5 trúboðai- að út- breiðslustarfi á útstöðinni í Yendji. Með kærri kveðju. 15./3. ’32. Ólafur ólafsson. Vakninsavlkn í Vrstinannacyjuin. Samkvæmt tilmælum sóknaTprestsins í Vestmannaeyjum fóru 2 guðfræðisstúdentar og Jóhannes Sigurðs- son til Vestmannaeyja í febrúar, til að halda vakningarsamkomur í vikutíma. Mun það vera í fyrsta sinn, sem slík för er farin af guðfræð- isstúdentum að beiðni sóknarprests, en vonandi að margar komi síðar. Sigurður Pálsson og Valgeir Skagfjörð, guð- fræðisstúdentar, tóku góðan þátt í vakningar- samkomunum hjer í Rvík og Hafnarfirði, fyrir jólin. Fór sá fyrri og Porsteinn Jónsson, stúd- ent, I þessa Vestmannaeyjaför. Voru samkomurnar prýðilega sóttar, áheyrn ágæt, og bæöi gestir og heimamenn ánægðir með förina. Hvaðanæva. Kosning í kii'k.iuráú. Samkvæmt lögum frá síðasta þingi, hafa sóknarprestar landsins og guðfræðideild Háskölans kosið tvo menn í kirkju- ráð. Ails voru sendir út 103 kjörseðlar, en 86 höfðu greitt atkvæði. Kosningu hlutu: Sr. Por- s.teinn Briern á Akranesi, með 27 atkv., og Sig- urður P. Sívertsen, pröfessor, með 24 atkv. Næstir voru Sr. Friðrik Rafnar, með 23 atkv., sr. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestui-, með 22 atkv., og sr. Sigurgeir Sigurðsson, isafirði, með 10 atkv. Önnur greidd atkvæði dreifðust á 14 menn, en 3 seðlar voru ógildir. Kosning þessi sýnir, að furðumargir prestar hafa vanrækt alveg að kjósa og hinir verið næsta ósamtaka, eins og við mátti búast, þar sem undirbúningur var enginn. Alþingi breytti að ýmsu leyti., og síst til bóta, frumvarpi kirkjumálanefndar um kirkjuráð. Var m. a. felt úa því að kjósa varamenn, svo að nú er enginn til að fylla autt sæti, er verða kann á B árum. Sömul. fjellu brott ákvæðin um, hvern- ig haga skyldi kosningu fulltrúa, á hjeraðsfund- um. Ætlaöist nefndin til, að atkvæðaseðlar allir væru sendir yfirkjörstjórn, sem teldi atkvroðin og teldi þá kosna, sem flest fengju atkvæði á öllu landinu, alveg eins venja er um aðrar sam- bærilegar kosningar. Mentamálanefnd neðri deildar, sem feldi þessi úkvæði brott úr sjáifum lögunum, segir berum orðum í greinargerð sinni, að hún ætlist til að þau verði tekin upp í reglugerð, sem kirkju- málaráðuneytiö setur um kosninguna (sbr. Al- þingistíðindi 1930 A-deild bls. 675), en það hefir ekki verið gert, en hins vegar er ráðgert, að yfirkjörstjörn telji aðeins saman hverjir hafi liloiið kosiiiiigii flestrii li.icraðsfunda. Segjum t. d., að á einhverjum hjeraðsfundi sjeu 15 kjós- endur. Atkvæði þeirra dreifast, 1 fær 5 atkv., 3 fá 4 en aðrir færri. Pá verður að varpa hlut- kesti um þessa 3 með jöfnu atkvæðin, og sá, sem þar vinnur, er úrskurðaður kosinn af þess- um fundi með þeim, sem fjekk 5 atkvæði. Hafa þeir báðir 1 atkvæði hjá yfirkjörstjórn, en at- kvæði hinna koma ekki til greina. Ef svipað fer víðar og lítil verða samtökin, getur hend- ing ráðið hverjir komast að. Engin dæmi |>ekkja menn til þess, að kjós- endafundir fái þannig eitt atkvæði hver, þegar um marga er að kjósa. Noröiirlamlul'iiiidir. Utn þessar mundir flytja erlend kristileg blöð fjölmörg fundaboð um

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.