Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.04.1932, Qupperneq 8

Bjarmi - 15.04.1932, Qupperneq 8
64 B JARMI kristilega fundi í sumar. Landar vorir haí'a sjaldan tíma og ta’kifæri til að sækja þá. Vega- lengd, kostnaður og áhugaleysi eru þar sanitaka. Hægra t. d. fyrir itani að sækja fund í Hóm en fyrir íslendinga að sækja fund í Danmörku. Þó er sárt þeim, sem |>ekkja andlegu endur- nýjunina er fylgir samvistum við erlendá áhuga- menn, aö sjá boðað ti! margra »nordiske« eða Norðurlandafunda, og eiga ])ess litla von að nokkrir Islendingar sæki þá, og varla við þeim búist af fundarboðendum Jeg gleymi því aldrei, er jeg heyrði fyrir 4 áium kunnan prófessor flytja erindi um ýir.s trúmál Norðurlanda á slíku þingi, og tala sífelt um »4 Norðurlönd«, Danmörk, Noreg, Finn- land og Svíþjðð, — en sleppa algjörlega að nefna Island, eins og það væri ekki til. Kkki er það sarnt óhugsandi að einhver ís- lendingur, sem ann kristindómi, þurfi >hvert sem er« að fara utan I sumar, og því segir hjer frá þremur þingum sem mörg hundruð Norðurlandabúar munu sækja. Sunnudagaskólaþing Norðurlanda verður í Stokkholm 3.—7. ágúst I sumar. Ræðumenn frá »4 Norðurlöndum«, auðsjáanlega engin von á Jslending. - Erindi og umræðuefni meðal ann- ars: Börnin og guðsríki, börnin og óholl rit, mentun s. d. kennara, kristniboð og sunnudaga- skólinn, friðarmál og sdsk. o. fl. o. fl. K. F. U. lí. hefir »Norðurlandaþing« á »Nyborg- Strönd« á Fjóni 20. -24. júlí. Götsche Víborgar- biskup hefir þar »biblíustund« á hverjum morgni, en öll erindin flytja ýmsar konur Norðurlanda og auk þeirra forstöðukona al])jóðasambands K. F. U. K., ungfr. van Asch van Wyck frá Hol- landi. — Tilkynning um fundarsókn á að koma fyrir 15. júní til frk. K. W. Damgaard, Sönder- gade 9, Aarhus. K. F. U. K. á íslandi hefir verið hoðiö sjerstaklega að senda fulltrúa, en hver getur farið? Sariiaðaiiiindui' Norðiirlaiida (Nordisk Menig- hedsmöde) verður 31. júll 13. ágúst I Lise- lund á Sjálandi. Fundarboðendur eru Niels Dael, formaður safnaðarskólans I Liselund, Morten Larsen, fríkirkjuprestur 1 Holstebro, Ostenfeld Hafnarbiskup og V. Ammundsen, biskup Suður- Jóta, Manfr. Björkqvist, forstjóri Sigtúna I Svl- þjóð og Berggrav, biskup I Tromsö. En eng- inn Finni nje Islendingur. Þeir mælast og til, að söfnuýir I Norður- og Suður-Ameríku, frá Noröurlöndum, sendi full- trúa til íundarins. I fundarboðinu stendur: »Einingartilraunir eru margar á vorum dögum. Þeim væri góður stuðn- ingur, ef söfnuðir Norðurlanda ættu því láni að fagna að hittast. I raun rjettri eru þcir allir einn söfnuður og meðlimirnir bræður, hver með sjerkennum sínum. Frændsemi og frelsi hafa þróast vor á rneðal og er gjöf Guðs I vorn garð. En ábyrgð vor er að hagnýta þessa gjöf gagnvart söfnuðum annara þjóða. Pvl er mikil- vægt, að finnast og styrkja bræðrabandið. Islendingar, sem utan fara I sumar hvort sem er, ættu að snúa sjer til Nieis Dael og biðja um frekari upplýsingar um fundinn. Ræðumenn eru ekki nefndir I fundarboðinu, cn sagt, að þeir veröi frá öllum þessum norð- lægai löndum. S.ialdgæft lieiinhoð I xheiðnu landi. Djang Kai Shek, þáverandi forseti Kínaveldis, bauð til sín I vetur ýmsum kunnum kristniboðum, frá ýmsum kristniboðsfjelögum, »til að ræða um hap ríkisins fyrir augliti Drottins«. Kristniboðarnir komu 2. desember, 24 evangeliskir og 4 kaþólsk- ir. Kl. 5 síðdegis komu gestirnir, og þegar þeir höfðu heilsað þjóðhöfðingjanum, hjeldu þeir sam- bænafund i höllinni með honum. Þá var þeim veitt kvöldverður; á eftir flutti forsetinn ræðu og skýrði frá tilefni heimboðsins. Kína er á vega- mótum, sagði hann, annaðhvort sigrar Bolsevikka- slefna eða Kína endurrís, sem ein heild, studd af kristnum grundvallarreglum. Kristin trú flytur frið og mentun og rjettlæti. Hann vonaði að kristniboðið hjálpaði ríkinu þessa alvarlegu úr- slitatlma. Hann mintist og á ófriöinn við Japana, og bað kristniboðana að neyta áhrifa sinna til aö efla frið. Margir kristniboðar tóku til máli á eftir og tóku vel I málaleitun forsetans. Engan dreynidi um slíkan fund í Kína fyrir 32 árum, þegar stjórnin skipaði, aö drepa alla kristna menn I Kínaveldi. Ueiúr.iottllig. Niðurlagsorö greinarinnar »Sann- íeikur og villa« I síðasta tbl. áttu að byrja þannig: »Framanskráð ummæli 7 trúarflokka um 7 meginatriði krislindómsins, samanborin við orð Guðs ....« úr heimildaVritaskránni hefir þetta fallið: líiissclllsiui: : Millennial Dawnism«, Haldeman. »Millennial Dawn«, Mac Donald. Á. Jóh. JJtgefandi: S. Á. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.