Bjarmi - 01.05.1932, Page 1
XXVI.
arg.
9. tbl.
t Sra. Siprðiir Jónsson, Linii.
1864- 1932.
Við hittumst í fyrsta skifti á förnum
vegi norður í Blönduhlíð vorið 1891( Jeg
var að koma að sunnan, frá inntökuprófi
í lærða skólann, en hann kom frá presta-
skólanum. Mjer fjell hann vel í geð,
hann ljet ekkert á [)ví bera, að stúdent
tæki niður fyrir sig með því að tala við
»busa«, eins og altítt var á þeim árum(i).
Síðasta skifti sem við sáumst, var líka
á »förnum vegi«. Hann fylgdi mjer niður
Lundareykjadal, og þar sem við skildum,
var lengi dvalið og talað um heilög mál.
Jeg býst við, að hann hafi notið sín
best í fámenni. I}að var ekki fljótlegt að
kynnast honum vel, en mjer fanst brjeíin
hans jafnan bera vott um trú og dreng-
skap.
Kirkjuræknin er lítil á þessari öld í
Borgarfirði, en þó með lakasta móti í
Lundarprestakalli. Veit ekki hvernig á
því stendur; ekki var fólkið frábitið trú-
málum, því að ein 15 heimili keyptu
Bjarma á meðan Sveinbjörn í Efstabæ
lifði. — En hitt vissi jeg, að »tóma kirkj-
an« lamaði sra Sigurð meira en flesta
grunaði.
Hann var fæddur á Ormsstöðum í Skóg-
um í Múlaþingi, 19. maí 1864, tók guð-
fræðispróf 1892, fjekk Þönglabakka árið
eftir, síðasti prestur þar í 9 ár, fluttist
að Lundi 1902, og andaðist þar 5. apríl
s. 1. Sra Einar Thorlacius, frá Saur-
bæ, prófastur hans og nágrannaprestur
um langt skeið, segir svo um hann í Vísi
21. apríl s. 1.:
»Sjera Sigurður var einn af þeim kyr-
látu í landinu, maður, sem mjög lítið ljet
á sjer bera, en vann störf sín með alúð
og skyldurækni, eftir því sem heilsa og
ástæður leyfðu. Talinn var hann góður
prestur og sjerstaklega var orð gert á,
hve tækifærisræður hans voru góðar.
Iiann var, vel skáldmæltur og hefir lítið
eitt birst á prenti, einkum erfiljóð og tæki-
færiskvæði, er alt þykir vera lipurt og
laglega ort.
Sjera Sigurður vaf kvæntur Guðrúnu
Mettu Sveinsdóttur, trjesmiðs í Reykja-
vík. Sveinn var bróðir Hallgríms biskups.
Frú Guðrún lifir mann sinn, ásamt 5 börn-
um þeirra, og nú syrgja þau ástkæran
eiginmann og föður. Þrátt fyrir mikið
heilsuleysi þeirra hjóna um langt skeið og
mikinn námskostnað sona þeirra, bjuggu
þau hjón ávalt miklu myndarbúi, með
sæmd og prýði, enda var sjera Sigurður
búhöldur hinn besti og hinn stiltasti og
prúðmannlegasti í allri framkomu,