Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1932, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.05.1932, Qupperneq 2
66 BJAEMI Með fráfalli sjera Sigurðar má telja, að skarð sje fyrir skildi í Lundarreykjr- dal, og vinir hans kveðja tryggan vin og góðan dreng. Ekki fór hann varhluta af mótblæstri lífsins, fremur en flestir, en bar hann með því þreki og stillingu, er honum var lagið.« ---—ccst----- Gamlar minningar. Það var vorið 1901. Ungur, íslenskur guðfræðingur, er dvalið hafði árlangt í Danmörku, til að kynnast kirkjumálum Dana, fór þaðan til Noregs í sömu erind- um. Hann þekti engan mann í Noregi, en hafði meðferðis hlýleg meðmælabrjef frá 3 merkum kennimönnum dönskum til sr. Halls stiftsprófasts í Osló. Var sá klerk- ur formaður landssambands Kristilegra æskulýðsfjelaga norskra, og það var fyr- ir dyrum alsherjar fundur þeirra í Björg'- vin. Islendingurinn fór þangað beina leið frá Höfn, um Friðrikshöfn og Kristianssand. Hann hitti Hall stiftsprófast á strand- ferðaskipinu norður með Noregi og fjekk honum meðmælabrjefin. Stiftsprófastur- inn las þau með mikilli gaumgæfni og mælti svo: »Þjer eruð heppinn að hafa svona góð meðmæli.« Islenuingurinn var óvanur ferðalögum í framandi löndum, og' hafði því hugsað) að þessi brjef væru eiginlega óþarfi, og svaraði: »Yður líst þá ekki meira en svo á manninn.« »Jeg segi ekkert urn það,« svaraði hinn, »en landar yðar hafa verið hjer á fei'ð undan- farið og komið svo fram, að þaö hefir vak- io tortryggni gagnvart öllum Islending- um.« Seinna heyrði ferðamaðurinn margt nánar um það og hitti marga, sem flæk- ingur íslenskur hafði heimsótt og »lánað« hjá. En það kemur ekki þessari sögu við. Það var öðru nær, en að íslendingur- inn væri látinn gjalda þjóðernis síns á æskulýðsfundinum í Björgvin. Flest sem hann sagði á fundinum, kom í dagblööun- um og mörg fjekk hann heimboðin. En þegar hann spurðist fyrir um, hvern- ig hann gæti á hagkvæmastan hátt kynst safnaðai'málum »vestan fjalls« í Noregi á skömmum tíma, var honum ráðlagt að finna »prestinn Grimnes«. »Ef hann gefur yður meðmæli, þá eru yður all'ai- dyr opnar hjá áhugamönnum trúmála í a. m. k. hálf- um Noregi.« Þegar við segjum »sjera« og Danir o. fl. segja »pastor«, sögðu Björgvinjarbúar »presten«. Þessi sr. Grimnes var prestur í Björg- vin og formaður heimatrúboðsins norska »vestan fjalls«; fámæltur og fastmæltur var hann fyrst í stað, en tók þó íslend- ingnum vel, og taldi það rjett, að ungir guðfræðingar kyntu sjer ýmiskonar kristi- lega starfsemi annara þjóða. Að loknu samtali', sem nú er að mestu gleymt, skrif- aði hann nokkrar línur handa gestinum og mælti að skilnaði: »Þegar þjer komið til Álasunds, þá heimsækjið Solem, bæjar- verkfræðing,« (hann varð seinna borgar- stjóri) »og ef hann skrifar »samþykkur« á þetta blað mitt, verður ferðin yður bæði ódýr og lærdó.msrík.« Fór það ,svo; gestrisni og góðvild í garð ferðamannsins voru í besta lagi. Má nefna t. d., að er hann bað um reikning, eftir 6 daga dvöl í góðu gistihúsi í Kristjáns- sundi, þá svaraði húsráðandi: »Islending- ur, sem er að kynna sjer kirkjumál vor og sjálfur vill starfa fyrir Krist, fær eng- an reikning frá mjer. Það er nóg, að þjer borgið 10 krónur.« Ferðamaðurinn hafði búist við 60 króna reikningi. Meðmælin frá sr. Grimnes, sem Solern, borgarstjóri, tjáði sig »samþykkan«, eru glötuð, því miður, og aldrei varð tækifæri að þakka þau síðar. Grimnes prestur var fluttur upp í sveit, er Islendingurinn kom 5 árum síðar til Björgvin.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.