Bjarmi - 01.09.1932, Blaðsíða 11
BJARMI
133
Holdsveikir menn.
lofa frelsarann með súlmum og söngvum.
Lofsöngvar ortir af indverskum manni
Hkþráum.
Á Indlandi er fjöldi holdsveikra manna
og er æfi þeirra hin hörmulegasta. Þeir
eru útskúfaðir frá öllum, eins og hjá Gyð-
ingum forðum, og reika þar í hópum um
skógana og hafast við undir trjánum.
Nú hefir kristniboð verið rekið meðai
þeirra og orð guðlegrar náðar fest djúp-
ar rætur .hjá þeim. Hæli hafa verið reist
handa þeim og þar hafa þeir notið þess
ástríkis og hjúkrunar, sem farið hefir
fram úr þeirra djörfustu vonum.
Hjer skal nú sagt frá einum óbreyttum
bóndamanni, Mashidam að nafni:;:), er
varð holdsveikur og rekinn úr mannlegu
fjelagi, er hún magnaðist. 1 þessari sáru
neyð líkama, sálar og anda komst nann
loks á eitt holdsveikrahæli kristniboðanna
í Purúlia í Bihar. Þar veittist honum miklu
meiri bót við böli sínu, en hann hafði dirfst
að vona. Þar öðlaðist hann það, sem var
öllu öðru dýrmætara: Þá trú, sem lyfti
honum upp á klett úr gröf eða leðju ör-
vinglunarinnar, sem hann var sokkinn í
og trúarbrögð feðra hans gátu eigi dregið
hann upp úr (sbr. Sálm. 40, 3: Hann dró
mig upp úr glötunargröfinni, upp úr hinni
botnlausu leðju, og veitti mjer fótfestu á
kletti, gjörði mig styrkan í gangi).
Mashidam er nú búinn að vaða »móöu
dauðans«, þá er hann vitnar til í þriðja
lofsöngnum sínum, af þeim, sem snúið hef-
ir verið á ensku. En annars hefir hann ort
fjölda annai-a lofssöngva og alla á tungu
Bengala (Bengali). Allir eru þeir lofsöngv-
ar fullir af fagnaðarfulh'i og þakklátri
tilbeiðslu, Kristi til handa, eins og lækur
líðandi um engi til að' frjóvga það. Lof-
söngvar þessir ganga þar mann frá manni,
þótt þeir sjeu óheflaðir og kveðandinn ó-
*) Það vai- skíinarnafn hans.
fullkominn; í þeim öllum er fólgin sönn
l.vfting og sungnir eru þeir engu að síð-
ur, þrátt fyrir alla ytri galla, því að ein-
lægnin í þeim er öllum augljós og veitir
þeim ævarandi gild.i, þó að þeir sjeu ekk-
ert listaverk frá bókmentalegu sjónar-
miði. Og eigi komast sálmar þessir í neinn
samanjöfnuð við sálma Hallgn'ms Pjeturs-
sonar, sem mestur er allra sálmaskálda
á íslandi, og eigi heldur við sálma þýska
skáldsins holdsveika, sem uppi var fyrir
eitthvað sjö öldum. Það er sagt frá hon-
um, að allir hafi hrokkið undan, er þeir
sáu hann á ferðinni í grau kápunni sinni,
svo stóð þeim mikill ótti af útliti hans;
en sálmai'nir hans kváðu við um allt hjer-
aðið.
Sálmar Masidhams sýna það ótvírætt,
að Jesús getur gefið hinum allra aumustu
mönnum nýtt andlegt líf og nýja von, get-
ur leitt sálma og' anídleg ljóð fram á var-
ir þeirra, sem áður höfðu eigi annað á
vörum en andvörp og kveinstafi út af von-
brigðum sínum og algjörðum ósigri í bar-
áttu lífsins.
Þremur sáhnum Masidhams hefir verið
lauslega snúið á ensku; er þar lögð áhersla
á, að sýna sem fyllilegast, hvað fyrir
skáldinu hefir vakað.
Masidham er engin undantekning meðal
þeirra holdsveiku manna, sem kristna trú
hafa tekið á hælunum. Þeir ei-u þar marg-
ir, sem eigi lita sjer lynda, að aðrir segi
frá reynslu þeirra í andlegum efnum, held-
ur láta hana brjótast fram í ljóðum, sem
þeir hafa sjálfir ort. Vesalingar þessir,
svo illa sem þeir eru útleiknir líkamlega,
lýsa tilbeiðslu sinni og þákklæti í lofsöngv-
um til hans, sem er hinn eini frelsari
þeii'ra, eins og sjái má af þessu stefi:
»Þótt oss sjeu valin hæöileg' orð,
af því að vjer erum líkþráir, lemstraðir, óhreinir,
þá erum vjer allir syngjandi samfjelag,
því að Kristur er fæddur í hjörtum vorum,
og' vjer erum orðnir borgarar í ósjeðu tandi,
þar sem allir eru eitt syngjandi samfjelag.«