Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1932, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.10.1932, Blaðsíða 4
156 BJARMI nauðsynleg- væru sem gag'ntækust kristi- leg' áhrif á æskuna og æskileg sem mest samvinna allra aðila í því efni. Nú var fundarhlje í hálfa klukkustund. I3ái var aftur tekið til starfa, og að sungn- um sálminum: ó, syng þínum Drottni, tekið fyrir annað málið á dagskrá: Hús- andakt og helgidagahaid. Flutti sr. Guðbrandur Björnsson fyrst stutt inngangserindi: Húsvitjanir og heimaguðrækni. Og strax á eftir flutti sr. Björn Stefánsson, prófastur, annað inn- gangserindi: Helgidagahald. Pá urðu umræður og tóku þessir til máls: Sr. Lárus Arnórsson, sr. Gunnai' Arna- son, Magnús Gíslason, Vöglum, sr. Hall- grímur Thorlacius, sr. Helgi Konráðsson, vígslubiskup sr, Hálfdán Guðjónsson. Sr. Þorsteinn Gíslason flu.tti að lokum bæn og á eftir var sungiö: Son Guðs ertu með sanni. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið. Hálfdcm Guðjónsson, Gunnar Árnason, frá Skútiistöðimi. íslenskar bækur. Ársrit nemenda-sambands Laugaskól- ans, 7. ár, ritstj. Arnór Sigurjónsson, 1932. Ársrit Laugaskóians eru að mörgu leyti eftirtektarverð. Það þarf áræði til að gefa út 10 arka bók, í stað lítillar skólaskýrslu, eins og flestir skólar vorir telja við sitt hæfi„ — og áhuga og gáfur, til að safna í bókina læsilegu efni átr eftir ár frá skóla- fólkinu. Því að það mega þeir og þær eiga, sem þar áttu, liðin ár, eða eiga nú rit- gjörðir og ljóð, að það er flest vel ritað. Hitt er annað mál, að allur áhug'inn snýst um veraldleg mál og sýnilega lítill skiln- ingur flestra á trúmálum, og enn minni trúarreynsla. Skólastjórinn, ritstjóri Ársritsins, skrif- ar þó hlýlega grein og góða, það sem hun nær, um Jesúm Krist. Fyrirsögn hennar: Maður, segir til hvar staðar nemur. Kon- ráð Erlendsson skrifar »Minningar frá Askov,« (frá 1906—1908), skemtilega grein og fróðlega. Er þar vel og sanngjarn- lega ritað, um alla kennarana á Askov. Jeg kyntist þeim vorið 1901. — En lítt kemur í ljós, að kristin trú hafi verið helgasta áhugamál þeirra, — oftar en við morgunbænir. —- Sakna jeg þess sjerstak- lega, þar sem talað er um prófessor Poul la Cour. — »Sem kennari var hann frá- bær, og svo vandaður í allri breytni, að slíks munu fá dæmi,« seg'ir K. E., og seg'- ir það satt. En vel hefði mátt bæta við: Vísindin vorui honum kær og þeir, sem eitt- hvað skildu í eðlisfræði og stærðfræði; dáðust að erindum hans um þau efni, en þó var auðheyrt, bæði þá og á kvöldfund- um á heimili hans, að trúartraust og bæn- rækni vorui .honum enn kærari, og þaðan kom honum kristin hógværð og frábært lag á að koma trúarorðum að í vísinda- legum erindum, orðum, sem mörgum urðu minnisstæð. - »Undir hvaða merki ætlið þið að berjast?« heitir eitt erindi Ársrits- ins. Þorgeir Sveinbjarnarson flutti það við skólauppsögn. Er þar marg't vel sagt um leikfimi og líkamsmenning, en svo mikill skilningsskortur gagnvart kristinni trú og fáviska um samtíð vora, að höfundurinn segir: »Krossinn, merki þjáningarinnar, er ekki lengur sigurtákn mannkynsins. Við trúum ekki á, að í öðru lífi fáum við um- bun fyrir vesalmensku okkar. Dýrðarlík- ami útvaldra bíður okkar ekki eftir dauð- ann, heldur stend.ur okkuj- til boða að í- klæðast honum þegar í þessu lífi. »Hin himneska Paradís« er hjer ái jörðu og' þangað skal stefnt. Heil og göfug skap- gerð, andleg og' líkamleg heilbrigði og ytri og innri fegurð. Undir því merki skul- um við berjast, við munum sigur vinna og verða guðum líkir.« (Bls. 49). Hvernig líst lesendum Bjarma á þessar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.