Bjarmi - 15.10.1932, Blaðsíða 2
154
BJARMI
svo að orði, að hann fyndi til lítillar gleði
við heimkomuna til ættjarðarinnar, því
allar tilfinningar hans snerust um ógleði
sjóveikinnar. »En,« sagði hann, »jeg veit að
jeg er á| rjettri leið, úr því jeg er um borð
á þessu skipi. Þannig veit jeg einnig, að
jeg er á leið heim til Guðs, af því jeg hef
gefist frelsaranum Jesú. Þess vegna felst
mjer ekki .hugua’, þrátt fyrir erfiðleikana.«
»Þökk fyrir að þú komst hingað og
sagðir mjer þetta,« sagði Oftedal. »Mjer
er þetta allt nýtt. Þrátt fyrir veikindin og
baráttuna, líður mjer nú vel í faðrni hans,
sem ber mig yfir um.«
Ölafur Ölafsson, kristniboðn
Andsvar.
Eftir Valg. Skagfjörð, stud. tlieol.
Ásm. dócent Guðmundsson birtir »nokk-
urar athugasemdir« í síðasta tbl. »Bjarma«
við grein þá, er jeg birti í næsta bláði á
undan, um kensluna í trúarsögu Israels
við Háskólann.
Mjer er það kunnugt, að margir af les-
endurn Bjarma hafa beðið óþreyjufullir
eftir þessari grein dócentsins, því að mönn-
um hefir ekki verið ljúft að trúa því, að
svo ákveðin afneitun væri kend í Háskól-
anum, sem bók Hölschers heldur fram.
Bjug'gust því margir við, að dócentinn
gerði hreint fyrir sínum dyrum og and-
mælti afneitunum Hölschers. En þetta fór
nú allt öðru vísi en menn óskuðu og von-
uðu.
Dócentinn upplýsir það, að í þeim há-
skólabókasöfnum í Þýskalandi, sem hann
fjekk aðgöngui að, hafi hann enga kenslu-
bók fundið, sem ekki hafi gert sig seka
um sömu afneitunina og Hölscher. Má það
teljast dæmalaus óhepni, en annars er
ekkert við því að gera, og mun jeg ekki
gera það að umtalsefni í þessari grein.
En það er annað, sem dócentinn upplýs-
ir, og það er mjög alvarlegt atriði. Hann
lýsir því yfir, að endu þótt hann liefði
f undið slíka kenslubók, þá mundi hann alls
ekki hafa valið hana til kenslu hjer við
Háskólann, því að hún hefði flutt þann
boðskap, sem væri »ósamrýmanlegu>r þeirri
glöggu og góðu greind, sem'Gnð hefir gef-
ið þjóð vorrix
Þetta eru skýr orð og þess verð, að les-
endur »Bjarma« festi þau sjer í minni.
Árið 1932 erum við komnir svo djúpt nið-
ur á við, að háskólakennari í guðfræði
lýsir því yfir afdráttarlaust, að það sje
hin »glögga og góða greind,« sem eigi að
skera úr því, hvað megi teljast rjett og
satt í Ritningunni, því að þar megi ekk-
ert vera, sem ekki sje í »samræmi« við
þessa »glöggu og góðu greind.«
Eftir þessa yfirlýsingui herra dócents-
ins er víst enginn hissa á því, þótt hann
fyndi ekki heppilegri bók en Hölscliers.
Um einstök atriði greinarinnar vil jeg
svo taka þetta fram:
Að því er snertir .hina skáldlegu lýsingu
herra dócentsins á kenningu Hölschers um
Jahvetrúna, þá verð jeg að segja, að sú
lýsing mun koma flestum þeim kynlega
fyrir sjónir, sem lesið hafa bók Hölschers.
Annars verð jeg, því miður, að sleppa því
aö þessu sinni, að ræða það atriði nánar,
vegna rúmleysis í blaðinu, en margt mætti
um það segja.
Dócentinn kvartar undan því, að jeg
vitna ekki í blaðsíðutal í bók II. Jeg fæ
nú ekki sjeð, að það saki mikið, þar sem
dócentinum er auövitað fyllilega kunnugt,
hvað það er, sem Hölscher heldur fram.
Og að því er aðra lesendur »Bjarma« snert-
'ir, þá er það auðvitað alveg gagnslaust
fyrir þá, þótt getið .hefði verið um blað-
síðutöl í bók II., þar sem það eru einungis
10 20 manns á öllu landinu, sem eiga bók-
ina, og lang flestir lesendur »B.jarma« eiga
engan kost á að kynna sjer hana af eig’in
reynd. En annars væri mjer ljúft að gefa
dócentinum upp blaðsíðutilvitnanir, ef
hann óskaði þess.