Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.1933, Side 5

Bjarmi - 01.06.1933, Side 5
BJARMI 85 Ráðstöfunum og úrskurðum barnaverndarnefnda samkvæmt 6. og' 8. gr. má skjóta til fullnaðar- úrskurðar barnaverndarráðs. öll barnaverndarlög- gjöra ráð fyrir, að stundum verði að taka börn frá heimilum þeirra þvert ofan í vilja foreldranna, og reynslan er sú, að það komi helst til fram- kvæmda gag'nvart þeim heimilum, sent börnum eru allra óhollust; blindni og þver- úð gagnvart öllum hollum ráðum haldast þar oft í hendur. — En eins og lögin bera með sjer, má þó ekki gjöra þetta, nema mikill meiri hluti nefndarmanna sje því samþykkur. Það eru engin líkindi til, að svo mik- ill meiri hluti nefndarinnar verði sam- mála um að gjöra þá ráðstöfun, fyr en leiðbeiningar og aðvaranir hafa reynst árangurslausar og velferð barnsins sú hætta búin, að rang’t væri að fresta fram- kvæmdum. Komið hefir fyrir hjerlendis, að for- eldri hefir sótt barn sitt aftur, þvert of- an í ráðstöfun ráðuneytis og fátækra- stjórnar og borið fyrir sig, að slíkt væri hvergi beinlínis bannað í íslenskum lög- um. Þá langar mig til að vekja eftirtekt á 11. gr. laganna: Pegar nefndinni er kunnugt um, að heimilis- maður, þar sem börn eru, spillir heimilinu með ofdrykkju eða öðru ósæmilegu athæfi, er henni skylt að vanda alvarlega um við manninn, en beri Itrékaðar umvandanir engan árangur, ber nefndinni að fela viðkomandi valdsmanni að rannsaka framferði mannsins á heimilinu og hver áhrif það hafi á hagi barnannaL Verði það ljóst, að þeim sje háski búinn af framferði mannsins, en þeim gæti annars liðið vel á heim- ilinu, er valdsmanni skylt, í samráði við barna- verndarnefnd, að gera ráðstöfun til þess að tvyggja hag barnanna, og er honum þá heimilt að vlkja manninum burt af heimilinu um stund- arsakir, eða um lengri tima, bæti hann ekki ráð sltU Þess eru dæmi, að heimilisfaðir var svo mikill óreglumaður og svo illur við vín, að fátækranefndin tók börnin brott af heimili hans, en móðir þeirra sat eftir með söknuðinn, og drykkjuskap mannsins. En nú þarf ekki lengur að grípa til þeirra óyndisúrræða. Væri óskandi, að nefndir og lögreglustjórar notuðu vel aðhaldið, sem greinin veitir gagnvart þeim óreglu- mönnum, sem kvelja heimilisfólk sitt á ýmsa lund. Stundum kemur fyrir, að erfitt er að fá sannaða illa meðferð barna. Kunnugir skrafa um hana í sinn hóp, en »vilja ekki láta bera sig fyrir neinu«, og svo geta vandalausir ekki komið barninu til hjálp- ar, þótt þeir vildu. — En samkv. lögum liggur sekt við, að tilkynna ekki barna- verndarnefnd illa meðferð á barni tafar- laust. Síðasta Alþing bætti aftan við 14. gr. laganna, að tilhlutun barnaverndarráðs, 11. og 12. liður 6. gr. er og frá því kom- inn. Sú viðbót er á þessa leið: Heimilt er bæjarstjðrn eða sveitarstjórn að veita, samkvæmt tillögum varnaverndarnefndar eða skólanefndai’, fátækum barnaheimilum styrk, sem eigi telst þurfamannastyrkur, enda sjái nefndin um það, að styrknum sje varið börn- unum til hjálpar. Er þetta mikilsverð rjettarbót, sem ætti að koma mörgu fátæku barnaheimili að góðu liði. Formaður skólanefndar norður í Húna- vatnssýslu kvartaði við barnaverndarráð- ið út af barnaheimili, sem ekki vildi þiggja fátækrastyrk, þótt börnin liðu kulda við það, —* og það varð fyrsta or- sök að þessari r.jettarbót. - Get jeg þess lijer, til að benda á, hvað mikilsvert er að fá umsagnir um hvað vanta kann í lögin. Að sjálfsögðu er barnaverndarráð Is- lands fúst til að veita barnav.nefndum og skólanefndum allan þann stuðning og leið- beiningar, sem það getur og óskað kann að verða eftir, og mun reyna að efla við-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.