Bjarmi - 01.03.1934, Síða 2
32
BJARMI
drambsemi manvsivs, hann vill ekkert af
Guði þig-gja.
Krjúptu maðkur á mold,
beygðu mikillátt hold,
öll þín stórmennska er stormhrakinn reykur!
Líttu undrandi önd
Drottins almættis hönd,
skil hve örlítill ert þú pg veikur.
Ö, að þessir frelsaralausu aðdáendur
Jesú Krists maéttu muna og' skilja þessi orð
postulans Páls til safnaðarins í Korintu-
borg: »Af náð eruð þér hólpnir orðnir, það
er ekki yður að þakka, heldur er það Guðs
gjöf.«
AUir eru syndarar og' enginn getur frels-
að frá syndum, nema Jesús einn.
Fyrst af öllu þarf hver einasti maður að
kannast við synd sína og þiggja fyrirgefn-
ingu fyrir Drottin Jesúm. Að því búnu get-
ur hann farið að breyta eftir Kristi fyrir
kraft heilags anda, g'efinn af Guði. Allt er
gjöf, allt er óverðskulduð náð.
Sjá, æfin hefir enga bið,
þó enn er tími að snúa við,
og flytja þakkir þeim, sem gaf,
ei það má gleymast hjeðan af.
l3að er, því miður, margur, sem verður
að játa, ef hann sér sjálfan sig eins og
hann er og hefir verið:
Sje nokkur hlutur sorgarsár,
sje nokkuð biturt til,
þá eru það horfin æfiár
ónýt í tímans hyl.
Ónýtt er líf hvers manns, ef hanh þjóhar
Guði eingöngu í von um laun fyrir þjón-
ustuna. Hefir ekki Jesús sjálfur sag't:
»Sömuleiðis skuluð einnig þjer, er þjet
hafið gjört allt, sem yður var boðið, segja:
Ónýtir þjónar er um vjer; vjer höfum gjört
það eitt, sem vjer vorum skyldir að gjöra.«
Jesús var og verður mörgum til viðreisn-
ar. -
Hverjum?
Peim einum, sem taka á móti honum,
sem frelsara frá syndum, og heilögum anda
hans sem lijálpara til trúar og helgunar
eins og þau Símeon og Anna Fanúelsdóttir
gjörðu. Hann frelsar ekki þá, sem rjettlátir
eru og' þykjast eigi þurfa hans við.
Og því er það, að ef jeg segi í nafni Drott-
ins: Jesús var sendur mörgum til falls, þá
rísa ekki aðeins guðleysingjar á móti, held-
ur og heill her af sjálfréttlátum mönnunt
sómamönnum, sem hafa á sér traust
og álit mannanna.
Jesús verður til fails. Pað þykir þeim
svo rnikil fjarstæða, svo ósamrýmanleg't
mannlegri hugsun. - -
En svona hljóða hin fornu, guðinnblásnu
spádómsorð, sem Símeon notaði, af því að
hann fyrir heilagan anda skildi þau.
Það var Jesaja spámaður, sem flutti
þennan boðskap um meyjarsoninn, hinum
vantrúaða Akasi, Júda konung'i. Og sá boð-
skapur er svo látandi:
»Og hann skal verða helgidómur og á-
steytingarsteinn og hrösunarhella fyrirbáð-
ar ættþjóðir ísraels, og snara og g'ildra fyr-
ir Jerúsalem-búa. Og margir af þeim munu
hrasa, falla og' meiðast, festast í snörunni
og verða veiddir. (Jes. 8, 14—15).
Og á öðrum stað segir sami spámaður:
»Þeir nntnu steypast aftur á bak, og
beinbrotna, festast í snörunni og verða
teknir.« Jes. 28. 13).
Hvað er þetta óljósa og hræðilega, sem
spámaðut'inn er hér að flytja hinum van-
trúaða konungi og allri þjóðinni?
Er það einhver botnlaus gryfja rétt við
brúnina á hjálpræðisveg'inum?
Hljóta ekki allir þeir að verða óttaslegn-
ir við þetta, sem eru á leið til himins?
Jú, postulinn segir:
»Framgangið í ótta yðar útlegðartíma«
(1. Pjet. 1, 17). Og annar postuli segir,
að Nói hafi gengið fram í »helgum ótta
fyrir Guði, og Davíð segir:
»Þjónið Drottni með ótta og' fag'nið með
lotningu« (Sálm. 2, 11).