Bjarmi - 01.03.1934, Síða 3
BJARMI
33
En hins veg'ar er ekki einu orði minnst
á það í heilagri ritningu, að vjer skulum
óttast djöfulinn, heldur standa stöðug't
kegn honum í trúnni á Jesúm. Og' það er
víst. að guðslambið, sem bar synd heims-
ms, skelfii- engan.
Hvað er nú þetta óttalega, sem getur
°i‘ðið til þess, að Jesú verði til falls og ei-
b'frar glötunar?
Til er ein synd, sem allur þorri manna er
°smeykari við en margt annað illt og synd-
samlegt.
Enginn, nema heilagur andi einn getur
aHijúpað þessa synd fyrir oss, svo að vér
sjáum þá glötun, sem hún getur leitt oss
i og — titrum af ótta.
Þessi synd er vantrúin.
En eins og ég' hefi sagt, þá eru jafnvel
H'úaðir menn oft ekkert hræddir við að
heyra hana nefnda á nafn. Því miður. Oss
verður ekkert bilt við að heyra hana og
sJa, jafnvel ekki hjá þeim, sem oss eru nán-
astir.
En öðruvísi er því varið með lieilagan
Huð ~ hann hefir hana stöðug't fyrir aug-
um sér og' sér að hún er meginorsök mann-
Slotunarinnar, móðir allrar mannlegrar ó-
8'æfu.
Það er ekki erfðasyndin, né syndsamleg
oreytni vor þar á ofan, sem er hið versta
°8' bræðilegasta fyrir mannlífið, heldur það
vjer í vantrú höfnum Kristi, sem freís-
ara, af því, að hann er lífið og — enginn
kemur til föðursins nema fyrir hann.
Xjer verðum eigi hólpnir fyrir ráðvendni
v°ra og guðrækni, og' eigi glötumst vjer
heldur af því, að vjer erum syndarar.
Hlið himins og hlið heljar sveiflast á
bessum tveimur hjörum: trú ogvantru. Trú
bú a Di'ottin Jesúm Krist, syndari, þá
verður þú hólpinn fyrir trúna á Jesúm,
hinn eina frelsara frá synd. En hins veg-
ar festist hinn guöræknasti farísei og sjálf-
1 ettlætismaður í snörunni og- hrasar og
verður veiddur.
Náttúrlegur maður, fullur efa og van-
trúar, getur alls eigi skilið persónu Jesú
Krists, honum finnst það allt fjarstæða,
sem hann seg'ir. Því er Jesús, eins og Síme-
on sagði: »Það tákn, sem móti verður
mælt«.
Og það er einmitt þá, er vér komum
í námunda við Krist, að þetta óttalega, van-
trúin, kemur upp úr kafinu og sést og
verður öllum kunnug.
Fei' ekki ávalt svo, er fagnaðarerindi
Krists er boðað afdráttarlaust um synd og
náð og hjálpræði og glötun? En glötunarson
vill enginn láta telja sig, enginn láta segja
við sig: Þú ert djöfull, eins og Jesús sagði
um Júdas: glötunarson og djöfull.
En þó var Júdas hvorttveg'gja. Og hann
er ekkert einsdæmi. Faríseahátturinn á
hérvistardögum Jesú er ljóslifandi dæmi
um það, að það kemur upp, sem inni býr
hjá mönnunum. Illvilji Faríseanna kom þá
fyrstí Ijós, er þeim lenti saman við Jesú:
þá sýndu þeir honum opinbera mótstöðu,
andmæltu honum, hötuðu hann og höfðu
í hyggju að ráða hann af dögum.
Og hið sama á sér stað enn á dögum.
Kristur er settur til að prófa hjörtu
mannanna. Hann á að vera ljós til að lýsa
upp hvern afkyma, svo að menn geti tekið
ákveðna afstöðu orðið trúaðir eða van-
trúaðir með fullri vitund.
Vér þekkjum vandaða menn og trú-
hneigða bæði í orði og verki. En svo kem-
ur andlegur vitjunartími frá Drottni yfir
fólkið; reynir þá margur það persónulega,
að Jesús einn getur fi-elsað frá syndum.
Þeir fara þá að biðja og vitna, gagnteknir
af hinu nýja lífi. Þá verða okkar vænu
og vönduðu menn, allir aðrir en þeir höfðu
áður verið í garð kristindómsins. Þá kem-
ur það í ljós hjá þeim, sem engum hafði
dottið í hug að mundi búa í þeirn. Þeir
hneykslast á svo mörgu, og kveða upp sína
dóma um þetta og hallast venjulega á sveif
með þeim, sem á móti mæla.
Sama prédikun eða vakningarræðan,
sem verður mörgum til viðreisnar verður