Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1934, Qupperneq 5

Bjarmi - 01.03.1934, Qupperneq 5
BJARMI 35 opinberast«, hann sem er »höfundur og fullkomnari trúarinnar«. Þeir, sem afneita þessari kenningu, hafa venjulega þá röksemd fyrir skoðun sinni að kenningin: »sé gjörsamlega ósam- boðin guðshugmynd vorri«. Eg þekki ekki guðshugmynd þessara manna svo það get- ur vel verið rétt, að hún samrýmist ekki þessu, en hitt ber að athuga, að kenning þessi er sprottin upp í jarðvegi kristin- dómsins og þar ber að leita skýringarinnar á kenningum kristindómsins en ekki í guðs- hugmynd hinna og þessara nútíma manna, þeirri guðshugmynd, sem er eins marg- vísleg og hinir einstöku menn sem hug- myndirnar hafa eru margir. Það er eitt atriði í kenningum kristin- dómsins sem þessir menn virðast ganga fram hjá er þeir ræða um þessi mál. Það er kenningin um hin tvö öfl er berjast um mannssálina. Kristur sjálfur talar um höfðingja þessa heims (Satan) sem þann er eyðileggi það verk, er mannssonurinn vinnur (sbr. dæmisögu Krists í Matt. 13, 24. -30. og útskýring hans við sömu dæmisögu í v. 36—43). Ennfremur má geta þess sem Kristur segir í Jóh. 8, 44. að djöfullinn sé mann- drápari frá upphafi, og faðir lýginnar. Einnig að sá vondi ræni því góða orði sem sáð er í hjarta ýmsra manna. (Matt. 13, 19). Hver maður sem tekur þetta til greina, hlýtur að sjá að kristindómurinn kennir um tvö algerlega andstæð öfl sem berjist. Það er svo mannsins sem í baráttunni lend- ir að velja á milli »höfðingja heimsins« sem: ekkert á í Kristi (Jóh. 14, 30) eða Krists, sem er sannleikans konungur. Krist- ur sjálfur hefir kennt um val. Það sjáum við á frásögunni í Lúk. 10, 42. er hann seg- h' við Mörtu: María hefir valið góða hlutann °g hann mun ekki verða frá henni tek- *nn. Hún valdi en um hvað var valið? Vai' bað einungis smávgegilegt formsatriði sem ' raun og veru skiftir litlu máli? Einungis kannske því að maðurinn þurfi að vera nokkurn tíma lengur á trafalasömu til- verustigi? Finnst mönnum sennilegt að Guðssonurinn hafi fórnfært sér einungis fyrir það? Nei, maður sem hefur hugsað og viðurkennt Krist sem frelsara sinn get- ur eþki viðurkennt það. Annaðhvort að við- urkenna Krist sem frelsara eða þá ein ungis sem hvern annan speking sem engin sannindi flytur fram fyrir aðra, og hefur mjög skjátlast minnsta kosti í mörgum til- fellum viðvíkjandi eilífa lífinu, ef það er eins og hinar »spírititsku« kenningar segja að það sé. Sé svo að kenningar Krists fái ekki fullkomlega staðist, erum vér aumk- unarverðastir allra manna, ónýt trú vor og von og þá stöndum vér uppi hjálpar- vana og vonlausir í heimi þessum. En andi Guðis vitnar með vorum anda að Jesús Kristur hafi: »endurleyst mig glataðan og fyrirdæmdan manninn« hvern fyrir sig persónulega. Það er hinn mikli fagnaðar- boðskapur kristninnar. Sæll er sá maður, sem á þessa reynslu persónulega því hann hefur öðlast hana eftir rétta umhugsun fyrir leiðsögn Guðs heilaga anda. Og hvað þá um hina? Hvað verður um þá sem ekki velja það rétta? Getur kær- leiksríkur Guð afneitað þeim? Nei, það er ekki hann sem afneitar þeim. Jesús elskar syndarann. Kærleikur hans nær til þeirra eftir að þeir hafa hafnað honum. Ljqsasta dæmið um það er Júdas. Jesús kallar hann »glötunar-soninn«, og segir að honum hefði verið betra að hann hefði aldrei fæðst. Var það einungis vegna þess. að hann framseldi Krist? Var það ekki eins vegna þess, sem Kristur vissi að beið hans? »Vinur, hví ertu hér kominn? Júdas svíkur þú mannsoninn með kossi?« Þetta eru þau orð sem meistarinn segir við þann lærisvein, sem átti sama náðartilboð og' hinir, en gekk frá meistara sínum út í myrkrið, svifti sig sjálfur því lífi sem hon- um hafði verið gefið, alveg það sama og afneitarar gera með sitt andlega líf. Þeir hafna lífinu, og ganga þeim á hönd sem

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.