Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.1934, Qupperneq 1

Bjarmi - 01.04.1934, Qupperneq 1
Til Jerúsalem. Árið 1901 kyntist jeg- kristniboða dönsk- um, sra Einari Prip, er verið hafði nokknr ár í Gyðingalandi og Sýrlandi. Jeg hafð': engum kynnst áður, er mjer virtist eiga jafn öruggt traust um bænheyrslu í stóru og smáu, og 'engan áður hitt, sem gat lýst »landinu helga« og íbúum þess af sjón og reynd, eins og það var þá. Síðar hefir mig oft dreymt um að jeg kæmist einhvern tíma til Jerúsalem. Á- nægjulegast væri að geta orðið samferða ferðamannahópunum, sem þangað fara rjett fyrir páskana. Þeir koma að aust- an og vestan og norðan, sumir alla leið frá Noregi og Danmörku. Gangast kristileg blöð fyrir því áxlega að greiða götu trú- málastarfsmanna, sem ætla til Jórsala, og niunu ferðasögur þeirra hafa vakið hjá fleirum en mjer fararþrá. Það má vera að vjer lifum það ekki, sem nú erum uppi, að íslenskir trúaráhuga- menn geti farið í hóp til Jórsala, en hver veit nema það takist síðar? »En þótt fótur vor sje fastur,« getum vjer farið í anda austur til Jórsala og reynt að dvelja þar við helgar minningar íyrir augliti Guðs. Sktrdagskvold förum vjer til Getsemane-garðsins. Vjer staðnæmumst utan garðs við »Postulaklöpp- ina«, þar sem postularnir sváfu foi'ðum. Það eru komnir þangað pílagrímar á undan oss. Þeir tala, ef til vill tungumál, sem vjer skil.jum ekki, — og þó skiljum vjer þá vel, er vjer sjáum þá krjúpa þar til bæna og tárin hrynja, er þeir raula píslar sálma- lög. Vjer. megum minnast þess engu síður en þeir, »að oft var sofið er átti að vaka«. — Og’ vakni ekki þær hugsanir, — þá eigum vjer lítið erindi inn í Getsemane- garð. Gömlu, þúsund ára, trjen í garðinum eru sennilega af sömu rót og trjen, sem frelsarinn kraup hjá forðum. — »Sem blóðdropar fjellu þá á jörðu«, síðan hafa hrunið þar iðrunar- og þakkartár ótal píla- gríma nítján alda og flestra þjóða. Ef vjer fáum þar næðisstund í kvöld- kyrrðinni, þá væri ekki óeðlilegt, að hún yrði nærgöng'ul við oss gamla spurningin: »Þetta gjörði jeg fyrir þig. Hvað gjörir þú fyrir mig?« — Efasemdahugleiðingar eiga ekkert friðland í Getsemane, — en umhverfið allt knýr oss til reikningsskila og helgra áforma. — En brátt dvínar þögnin. Kristnir Jerú- salemsbúar fara í hópum fram hjá garð- inum. Förinni er heitið upp í hlíð Olíu-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.