Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.1934, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.04.1934, Qupperneq 8
54 BJARMI vorbirtan dró sig í hlje. En einnig þá sigr- aði vorbirtan í sál hennar. Með einl.ögu trúartrausti leitaði hún sjer skjóls í náð- arörmum Drottins, og gat tekið undir oid skáldsins okkai' góða — »Verði D: ott- ins vilji! Hann veit, hann veit, hann veit, þótt jeg ei skilji«. Og með því hugarfari er gott að ganga til hvíldar að loknu dagsverki, og sofna hinnsta blundinn, í glaðri von um eilíft vor, sem afmáir öll dauðans spor. Pað var ætíð bjart og hlýtt í nálægð frú Ingibjargar á meðan hún dvaldi í stund- arheimi, hlýjar eru einnig og bjartar end- urminningarnar, sem vinir hennar, nær og fjær, eiga um hana, þótt þær fegurstu geymist að sjálfsögðu í hjörtum barnanna, sem mist hafa hina ástríkustu og bestu móður. Línum þessum vil jeg Ijúka með erindum úr indislegu jólaljóði, sem dótt ir hennar, frú Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti, oi'kti eitt sinn til móður sinn- ar. Pau sýna svo vel auðlegð þeirra endur- minninga, sem tengdar eru ástkærri móður. »Innst frá hjartans innstu rátum, eru ljóðin gerð til j>ín, innst frá sálar innsta djúpi, elskulega mamma mín. Alla daga og allar nœtur, endurminning hlý um þig, líður eins og ljúfur draumur ljósvakans í kringum mig. — Jeg hefi engin orð að sinni aðeins heilög bæn og þökk fyrir alla æskudaga er jeg jafnan minnist klökk. Þegar eitthvað lundu lamar, leita jeg í gömul skjöl; — ætíð því jeg held i huga, hátíðleg hjá mömmu jól.« — Reykjavík í mars 1934. Guðrún Lárusdóttir. Ritstjóri: S. Á. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Frii Ragnkiöiir íorirMoltir TliarirásoB. Grund Akranes. fædd 31. janúar 1844, dáin 16. maí 1933. Um hljóða nóttu mjer heilög skín, frá hásölum stjarnan skæra. Hvort ber hún ei frá j>jer boð til mín, og býður mjer hörpu’ að hræra? Jú, mjer væri skylt að minnast ]>ín, ef mætti jeg strengi brera. Þú höföingskonan, með blíða brá, hið bjarta og hvelfda enni. f göfgum og tignum svip jeg sá sem sólu, er geislum renni. Þjer dæturnar bestu. sem ísland á jeg óska þjer líkist henni. í brúðaskara j>ú barst af J>eim. sem báru þó skrautið fleira. Þú gafst svo lítið um gull og seim, en gull þ i t t - var æðra og meira Þú elskaðir vorsins unaðshreim; þú elskaðir Guð að heyra. Þú lifðir við allt og alla í sátt. Um örlög þín varst ekki’ að kvarta. Þú bentir þeim fáfróðu’ í æðri átt, til eilífa ljóssins bjarta. Það rúmaði alla, sem áttu bágt, Þitt ástríka, stóra hjayta. Og þungbær j>jer ekki ellin var, þó oft væri þungt í spori. Þinn sí ungur andi’ af öðrum bar, svo auðgur af styrk og þori. Og gleðin og trúin geymdust þar, sem glóandi blóm á vori. En þó að þú okkur flyttist fjær og fljót væru tár að vakna, þá lifir þín minning mörgum kær, j>vl að margt er að þakka og — sakna. Við óskum að komast Irjer aftur nær, þá af okkur böndin rakna. Nú standa þjer opin himins hlið og hjálpin, sem brást þjer eigi. Þig engla og vina leiðir lið • á ljómandi dýrðarvegi. — Sem fuglar í búri bíðum við, uns birtir af æðra degi. S. H. J

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.