Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1934, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.05.1934, Qupperneq 8
70 BJARMI Lof og dýrð. Lof og dýrð sje þjer, Drottinn minn, dásamleg eru störfin þln, jeg finn að alvís andinn þinn upplýsir hugarfylgsnin mín, Lof og dýrð sje þjer, Drottinn minn, dægrin og árin vitna um þig. Vakti jeg ávalt viljann þinn, vekja llfgeislar þlnir mig. Forsjónin þín er föðurleg, framkvæmdin þín er öllum best. Pú smælingjunum velur veg, þá vitringunum yfirsjest. Lof og dýrð sje þjer, Drottinn minn, þótt dimmu skýin hylji þig, jeg þrái föðurfaðminn þinn, þá freistingarnar erta mig. Lof og dýrð sje þjer, Drottinn minn, þótt deyi líkamsaugun mín, ljósríki barna leiðtoginn leiðir mig veginn heim til þín. -------------- Ljáðu mjer ljósahjálminn Mig langar til að læra lífernið, Jesú, þitt. Æfilangt skinið skæra skíni á dagfar mitt, svo glaumur heims ei grandi Guðs boði úr huga mjer. Pað mál er mestur vandi, mjer ber að læra af þjer. Þótt blindur leiði blindan, báðum er fallhætt þeim. Ljáðu mjer, faðir, lindann, sem liggur beinast heim. Ljáðu mjer ljósahjálminn, lýsigull meistarans, svo fótstirður og fálminn jeg feti sporin hans. Hjer er jeg útlendingur, afllaus og villugjarn, skugganna skjólstæðingur, skýjanna kjöltubarn. Gættu að mjer, gðði faðir, gleðst jeg við áhrif þín. Leiðtogans ljósaraðir lýsi hug-skýlin mín. Höfundur þessara ljóða er Friðrik Guðmunds- son, fyrrum bóndi á Syðsta-Lóni á Langanesi. Fór hann vestur um iiaf fyrir nál, 30 árum og er nú öldungur á áttræðisaldri vestur I Mozart, Sask. Cánada. Eins og mörgum er kunnugt, hef- ir hann um langa hrlð ritað æfiminningar sín- ar I blaðið Heimskringlu, og er fyrsta bindi þeirra sjerprentað fyrir nokkru. Hitt mun ekki eins kunnugt, að hann hefir ritað þær allar blindur, lærði að vjelrita 70 ára gamall, að miklu leiti hjálparlaust, og vjelritar nú »í myrkrinu«. I sambandi við framanskráð ljóð þykir rjett að birta það, sem hann sjálfur segir um reynslu- stundirnar, svo að það gæti orðið til fyrirmynd- ar einhverju raunabarni, sem virðist öll sund lokuð. Hefir Bjarma verið góðfúslega ieyft að birta þá umsögn hans úr nýkomnu einkabrjefi, — hún er hjer lítið eitt stytt: »Jeg er búinn að vera 9 ár blindur. 18. júní 1927 missti jeg konu mlna mjög sviplega. Felli- bylur skall á heimili mitt, um miðdegisverðar- tímann, þegar allt heimilisfóikið var inni. Kon- an mín var við eldavjelina. öll hús sópuðust brott, svo ekki stóð eftir skjól yfir eina hænu; allt fólkið skaðað meira og minna, svo sumt lá á sjúkrahúsi til hausts, og konan mln var ör- end, því að hún var I mestri hættu stödd. Sum- arið 1929 missti jeg fullorðinn son minn mjög átakanlega. Hann lenti I vjelbákni, sem hann vann við. Allt þetta samanlagt hafði skelfileg áhrif á hugarfar mitt. Andlitum vinanna og yndisleik náttúrunnar var eins og læst fyrir mjer .... Pað lá við um tlma að jeg kastaði fyrir borð allri trú og öllu trausti. En þetta tók að lok- um aðra stefnu........Fór svo, að jeg eignaðist smám saman lifandi trú og traust og hvíld og frið og huggun I bæninni. Petta vildi jeg að stefin mln bæru með sjer,« Endurminningar Fr. Guðmundssonar I. bindi er 320 bls. I stóru broti og kosta 5 kr. Skemmti- leg bók og fróðleg um sveitalíf norðanlands. Ritstjóri: S. Á. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.