Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1934, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.12.1934, Blaðsíða 2
176 BJARMI Það er boðskapurinn mikli, sem jarðar- búum er fluttur í dag á þúsund tungumál- um. — En það er hlutverk vort, mitt og þitt, að flytja hann til þeirra, sem enn sitja í myrkri. Látum ekki lofsönginn dvína. Lofið Drottin allar þjóðir, mikli og prísi hann allir lýðir. Gleðileg jól. Endurminningar um jólin. Jeg er fæddur árið 1865 í Víðinesi i Hjaltadal, Skagafjarðarsýslu. Þar ólst jeg upp þar til 1876. Það ár fluttu foreldrar mínir Guðmundur Jóhannesson og Sigríður Aradóttir til Canada. Jeg var því 10 ára er jeg fluttist frá fósturfoldinni. Endurminningar mínar frá þeim dögum eru nokkuð þokukendar. Jeg man samt vel eftir mörgu, sem fyrir mig bar, seinni partinn af þeim 10 árum sem jeg ólst upp í Víðinesi. Jeg man best eftir því, sem var eitthvað frábrugðið því hversdagslega. Það, sem hefir einna best fests í huga mínum eru hátíðahöld, sjerstaklega á jól- unum. Þegar lýst er einni jólanótt í Víði- nesi, þá á sú lýsing við flestar eða allar jólanætur þar, á þessu tímabili. Það er sagt nú á dögum að jólin séu hátið barnanna, en á þessum bernskuárum mín- um í Víðinesi, voru jólin gleðihátíð fyrir alla, eins þá eldri, sem hina yngri. Því allir ungir og gamlir tóku þátt í því, að halda jólin heilög, eins og þá var sagt. Endurminningar mínar um jólin eru bundnar við Víðines, því að jeg man ekki eftir því, að hafa, verið neinsstaðar annars- staðar en heima á jólanóttina. Jeg man ekki eftir því að farið væri neitt til kirkju, held helst það hafi verið siður að halda jólanóttina hátíðlega í heimahúsum. Jeg man vel eftir kirkjuferðum til Hólakirkju á jóladaginn, og eins á öðrum hátíðisdög- um ársins. Seinni part jólaföstu var farið að búa sig undir jólin, og kom það mest -niður á kvenfólkinu. Þá var farið að prjóna sokka og vetlinga og sauma ýmislegar spjarir sem átti að gefa hinum og þessum á heim- ilinu. I vikunni fyrir jól ^var farið að hreinsa og »skúra« allt í ^bænum. Faðir minn fór þá líka vanalega í kaupstaðinn, Hofsós eða Grafarós, til að kaupa það, sem þurfti til jólanna, og svo að kaupa ýmislegt í jólagjafir bæði fyrir sig og aðra á heimilinu, sem gátu veitt sjer það fyrir jólin. Það sem helst var keypt til heimilis- ins var kaffi, sykur, súkkulaði, tóbak, og svo í?á kútinn«. Ekki man jeg til þess að kúturinn væri neitt opnaður á jólanóttina. Það var látið bíða þangað til á jóladags kvöld, eða máske ekki fyr en á gamlaárs- kvöld. Það var haldið upp á það, með glað- værð, söng, kveðskap og spilamennsku, og þá kom kúturinn sjer vel. Þegar faðir minn kom aftur úr kaup- staðnum, þá varð að fara gætilega að öllu, því að allir vissu að þeir mundu fá eitt- hvað í jólagjöf, þó var ekki gott að vita fyrirfram hvað það mundi verða, því varö að fara pukurslega með þetta allt, svo ekk- ert kæmist upp fyr en á sínum tíma. Við börnin vorum miklu forvitnari á þessum tíma ársins en endranær, svo við reynd- um með öllu móti að hnýsast eftir öllu, sem var að gjörast. Það jók talsvert á forvitni okkar, þegar faðir minn kom með tvær troðfullar skjóður úr kaupstaðnum. Þær voru strax drifnar inn í skemmu, áður en við gátum svo mikið sem þukklað á þeim. Við gægðumst inn um skráargatið á hurð- inni, til að vita hvort við gætum ekki orðið neins vísari, en það gaf okkur engar upp- lýsingar. Við bara sáum báðar skjóðurnar standa á bekk, hvor við hliðina á annari eins og systur, beint á móti dyrunum. En það gaf okkur enga úrlausn, um það sem við vildum fá að vita.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.