Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1934, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.1934, Blaðsíða 10
184 BJARMI Bækur. »JóIabæluii,nai,« koma út I stórhópum um þess- ar mundir hjá frændþjóðum vorum, sem vjer sækjum oft bækur til. Sumar þeirra eiga ekk- ert skylt við boðskap kristinna jóla, en margar fara þó I þá átt og má nefna nokkrar þeirra, sem Bjarma hafa borist: Menigliedsarbejde under Storstads kaar. heitir mjög fróðlegt rit og gott, sem »Det Köben- havnske Kirkefond« gaf út í haust sem leið: 25 góðkunnir starfsmenn kirkjunnar í K.höfn skrifa þar um ýmsa þætti safnaðarstarfsins, fáorðar en efnismiklar greinar með myndum á 56 bls. í stóru broti. Kostar ritið eina 25 aura, og á því meira en skilið að komast til allra kirkjuvina, sem frððleik unna og dönsku skilja. Til Knnip for Kil'ke og Skole, erindi eftir sr. Westergaard-Jaeobsen. Lohses Forlag. Liðið ár hafa verið harðar deilur í Danmörku út af krist- indómskennslu í barnaskólum og breytingum, sem urðu á eftirliti með þeirri kennslu; prestar hættu að vera sjálfkjörnir formenn skólanefnda og sambandi kirkju og skóla I K.höfn eiginlega slitið. — Ber rit þetta greinilega vott um, að enn er ósjeð um afleiðingar þeirrar baráttu. Sejrens Glædc, góð saga eftir S. E. Burrow, verð 1,35, Kirkeklokkens Forlag. Frá De Unges Forlag í Árósum: Oxford Bcvægelsen, eftir sr. Gunner Eng- berg, 164 bls., verð 3 kr. — Ingibjörg ólafsson varð fyrst til þess að skrifa um Oxfordhreyf- inguna 'i dönsk blöð, en sr. G. Engberg varð Dana fyrstur til að mæla öfluglega með henni. i þessari bók, sem er- prýðilega rituð, tekur hann til meðferðar galla hennar engu síður en kosti, og það svo, að aðalflutningsmenn stefn- unnar innan kirkju Dana hafa andmælt bókinni. Stefnan á marga vini meðal Dana. Ad Aslens ældgamlc Yeje, eftir Mildred Cable og Francezca French, verð 4,50. — Segir þar frá ferðalagi 3ja kvenna um þvera Asíu, 10000 km, langa leið. Er ferðasagan hin fróðlegasta, því að oft komast þær í mannraunir og margt sáu þær óvænt á leiðinni. Myndir og landabrjei fylgja sögunni. Og min Dag blev ny er skáldsaga frá Vest- falen, verð 4,50. Tldehverv I det fjeme Osten, eftir Basil Matthews, v. 3,50. Bókin segir frá ]>eim miklu breytingum, sem orðið hafa á stjórnarhattum og lífsskoðunum Kínverja og Japana síðustu ár- in. Er bókin ætluð lesflokkum meðal kristni- boðsvina og er prýðilega rituð. En iivelkoiiimen (v. 4,50 kr.) er sænsk saga eftir Nanny Johansson, þar sem segir frá gleði- snauðri æsku drykkjumannsdóttur. Frá bókaforlagi Evangeliska Fosterlands Stift- elsen í Stockholm: Svante ocli banien pá Knlholinen, eftir A. Berglund, 112 b'ls. v. 2 kj;. Det stiingda fönstrct, eftir L. A. Barter-Snow, 310 bls. v. 3,75 kr. En Pojfcer med lUiter, I„ eftir Gustaf Kihl- ström, 86 bls. 1 kr. Anders kommer ut första gúngen, eftir Alb. Jörgensen, bls. 140, v. 2,50 kr. Okcnliagrlng eller verkllghet, eftir A. ölander, 152 bls., v. 2,75 kr. Efterskörd eftir Rúnu bls. 110, v. 2 kr,. Landsgrevens (lotter, eftir Carlsen-Skjödt, 212 bls., v. 3,25 kr. Þessar 7 bækur eru kristilegar skáldsögur og ýmsar þeirra þýddar. Ilan scglar diirnte, 9 sjómannasögur eftir I. Henrikssen, 106 bls„ v. 2 kr. Fridcborg, folkkalender for 1935. Það er 68. árg. þessar bókar, sem flytur aðallega frásögur um trúmálastarf Svía. Varde ljns, svensk Missionskalender 1935 43. árg. þessa rits, sem helgað er kristniboðinu. Med viigröjare I Gallaland eftir M. Nordfeldt, 154 bls., margar rnyndir frá Afríku, v. 3 kr. Ett úr i tiilt, eftir Fride Hylander, 310 bls. í stóru broti, margar myndir, v. 4,75 kr. Svíar hafa rekið kristniboð í Abessíníu og hjá nágrönnum þess í Gallalandi síðan 1866 og eru kristniboðar þeirra svo vel sjeðir þar nú - þrátt fyrir margar ofsóknir og misskilning framan af að ríkisstjórinn í Abessíníu, Ras Taffari, er varð keisari árið 1930 og tók sjer þá nnfnið Hajla Sellase I. kom sjálfur til Svíþjóðar árið 1924, til að þakka kristniboðsvinum í Svíþjóð fyr- ir sendingu kristniboðanna. Þessar tvær bækur segja vel frá starfinu og háttum þjóðanna þar syðra.. Allflestir Islending- ar munu gjörsamlega ókunnugir »koþtiskri« kirkju Abesstníumanna. Þessar 2 bækur og ýmsar fleiri, sem Kristniboðsfjelag Svía gefur út ljúka því upp nýjum heimi fyrir fróðleiksfusu fólki- Kiirleken segrar, (200 bls., v. 3 kr.). Þessi bók flytur ýmsar gullfallegar frásögur og rauna- legar þó sumar frá konum Indlands. Höfund- urinn, Mary Warburton Booth hefir lengi starfað að kristniboði meðal indverskra kvenna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.