Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1935, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1935, Blaðsíða 5
BJARMI 3 asta vopnið í höndum niðurrifsmannanna í baráttu þeirra gegn Biblíunni og játn- ingum kirkjunnar. Og það er ]>ung ákæra á hendur íslerisku prestastjettinni, að til skuli vera allmargir trúaðir menn, sem biðja Guð þess af öllu hjarta, ef þeir vita af einhverjum ungum, trúuðum manni, aö hann verði ekki prestur, því að þá telja þeir vonlaust um það, að hann boði orð krossins óskert. Átakanlegri mynd'af neyð- arástandi íslensku kirkjunnar get jeg ekki hugsað mjer. Þessari reynslusönnun er eðlilega mjög haldið á lofti af leikmönnum, því að hjer er um staðreynd að ræða, sem ekki verð- ur um þokað, þótt öll heimsins fræðikerfi kæmu til. En þó ei' það nú svo, að þetta er engan- veginn nægilegt, til þéss að sanna rjett- mæti eða órjettmæti guðfræðinnar. Það sannar aðeins ]>að, að guðfræðina má nota til ills, en það er nú fátt gott, sem ekki er með því markinu brent. Það er mjög algeng röksemd trúaðra manna gegn guðl'ræðinni, að Biblían hafi alla þá speki að geyma, sem mennirnir þurfi nauðsynlegast á að halda, og henn- ar orð sjeu svo skýr, að þar þurfi jafnvel ekki fáráðlingurinn að fara villu vegar, eins og hún segir sjálf. , Þetta er nú auðvitað hverju orði sann- ara svo langt sem það ncer. Boðskapur Biblíunnar uro hjálpræði Guðs handa synd- ugum mönnum, vegna krossdauða og upp- risu Frelsarans, er svo skýr, að hann geta allir syndarar skilið, fyrir aðstoð Heilags Anda, hvort sem þeir eru lærðir eða ólærð- ir, vitrir eða fávísir. Til þess að rata veg hjálpræðisins, þarf maðurinn ekki annað en að vera syndari með iðrandi hjarta og koma til Krists með syndir sínar. »Hún skal kallast brautin helga; enginn, sem hana fer, mun villast, jafnvel ekki fáráðl- ingar«. En það er nú engan veginn nóg fyrir trúaða leikmenn, að skírskota til Biblíunn- ar til dóms yfir allri guðfræði. Því að ein- mitt þetta, að þeir geta sjálfir lesið Bibl- íwna, eiga þeir guðfrœðinni að þakka. Það eru guðfræðingarnir, sem hafa þýtt Biblíuna úr fjarskyldum og erfiðum tungu- máluro, á vort eigið tungumál. Það.hefðu líklega fæstir mikil not af gatslitnum og nær ólæsilegum hebreskum og grískum handritum, með óteljandi villum og úr- fellingum, sem þarf að lesa í málið. Það má auðvitað segja sem svo, að til þessa starfs þurfi aðeins málfræðinga, en ekki guðfræðinga. Það er alveg satt, að þeir, sero við þetta fást, þurfa engu síður að vera málfræðingar, en það er þó augljóst mál, að guðfræðingurinn hefir margfalt meiri möguleika til að skilja það efni, sem hjer um ræðir, og því færari um að láta efpið koma skýrt fram í sinni upphaflegu mynd, og það er auðvitað aðalatriðið. Fyr- ir nú utan það, að svo framarlega sem guð- fræðingurinn ber nafn sitt með rjettu, þá má yfirleitt gera ráð fyrir því, að kærleik- ur hans til þessarar helgu bókar, sem flyt- ur boðskapinn um hjálpræði hans, sje hon- um mjög sterk hvöt til að vanda verk sitt af fremsta megni. En það er ekki aðeins biblíuþýðingin, sem vjer eigum g'uðfræðinni að þakka. Guð- fræðin hefir verið eitt hið helsta vekfærið í hendi Guðs til að varðveita fagnaðarer- indið frá því að hverfa inn í allar þær háskalegu villutrúarkenningar, sem reynt hafa að sigra kristindóminn. Þetta skilja þó þeir einir til fulls, sem reynt hafa. að kynna sjer sögu kristindómsins frá upp- hafi. Það er að vísu satt, að villukennend- urnir hafa oft eða jafnvel oftast verið guð- íræðingar, og hitt er líka satt, að bestu og mestu guðfræðingum kristninnar hefir oft skeikað í varnarákafa sínum fyrir liinni réttu biblíulegu trú. En eigi að síður er það þó söguleg staðreynd, að þegar mest reið á vakti Guð upp einhvern guðfræðing, sem hafði þann lærdóm og þá þekkingu á Guðs orði og þá fyllingu Andans, sem til

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.