Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1935, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.01.1935, Blaðsíða 11
BJARMI 9 Árin liðu. Árni litli óx, upp ög' varð stór og sterkur, eftirlæti foreldra sinna. Átj- ánda afmælisdag sinn átti hann síðasta dag' seftembermánaðar, og var þá að lík- amsburðum og vexti, sem fulltíðamaður. Það haust var stormasamt og' slæm tíð, svo að elstu rnenn mundu varla annað eins. Fiskimennirnir í Ytri-Vík fengu að kenna á tíðinni eigi síður en aðrir. Á þriðju viku höfðu þeir eigi getað vitjað neta sinna vegna óveðursins. Loks, — það var á föstudegi í kringum miðjan október, að veðrið' virtist ætla að breytast til batn- aðar. 1 stað hins stöðuga álandsvindar var nú' kominn á suðaustan vindur, og þótt þun'gt væri i sjó og útlitið ekki sem best, afrjeðu þeir þó að ná netum sínum. Peir feðgarnir Eberg og Árni voru snemma á ferli þenna morgun. Ýmislegt þurfti að gera, áður en |>ci r gætu lagt af stað, dytta að bátnum o. fl. Loks var allt til og honum hrundið út. Þeir feðg- arnir tóku hraustlega til áranna, og bátur- inn skaust áfram, öðru hvoru niður í bylgjudölunum, og J)á alveg í hvarfi, en skaut svo upp aítur á bylgjutoppunum. Báturinn var lítill og tómur og því miðaði þeim óðfluga áfram, enda þótt sjórinn væri langt frá í sínum besta ham, eftir tveg'gja vikna látlaust óveður. Brátt komust þeir til netanna. Það var seinlegt verk að ná I)eim inn, enda snúin og flækt eftir óveðrið. Þegar þeir loks höfðu lokið því, var degi tekið nokkuð að halla. í norðaustri hafði hlaðist upp þykk- ur, svartur og illúðlegur skýjabakki. Jafn- framt ])ví vai' nú komið J)ví nær blæjalogn, en þó jukust sjóirnir. Eberg hjelt ])ó, að ])eim myndi óhætt að leggja út 5- (i bestu netunum aftur. Þeir voru þó rjett aðeins byrjaðir á því, þegar fyrstu snörpu vind- hviðurnar úr norð-vestanátt ljeku þeim söng sinn. Eberg vissi hvað í væhdum var, þessar vindhviður vcru fyrirboði norð- vestan ofsaroks. ■>Legðu inn árarnar og hjálpaðu mjer að í'eisa masti'ið; við fáum ofsarok rjett strax.« Og það voru orð að sönnu. Þeir höfðu rjett aðeins náð því að ganga frá mastr- inu og festa ráseglið, þegar óveðrið skall á með þjettri snjókomu. Báturinn hoppaði og skoppaði til og frá, vegna ])ess, hve þungt var í sjóinn, voru allar tilraunir til að sigla honum útilokaðar. Brotsjóirnir hjuggu hringinn í kring um bátinn og á hvaðá augnabliki sem var, gat einhver þeirra mölbrotið bátinn, yrði liann fyrir hinum sterka, vota hnefa þeirra. Feðgarnir reyndu að lensa með hjálp seglpjötlunnar undan vindi og kræktu eins og þeir gátu fyrir stærstu 'sjóina. Hinii' dugmiklu sjómenn hugðust gera sitt ýtrasta til að bjargast, en Guð rjeði úr- slitum. Vindurinn stóð á land, en vegna þess, hve þjett snjódrífan fjell, gátu þeir ekki eygt land, nje áttað sig á hinni hættu- legu innsiglingu. Stóreflis alda reis allt í einu aftan við bátinn; árangurslaust reyndu feðgarnii' að snúa bátnum, — hún var of breið og of nálægt þeim — blágræn steypti hún sjer yfir bátinn, sem kol-fyllti Og hvolfdi. Eberg hjekk í kaðli, sem hann hafði grip- ið í, þegar bátnum hvolfdi, og komst á kjöl, en Árni slengdist 3- 4 faðma burtu. Hann var sæmilega syndur og náði eftir nokkra erfiðismuni árinni, seim faðir hans rjetti honum, og með aðstoð hans komst hann einnig á kjöl. Þarna sátu þeir klof- vega andspænis hvor öðrum á bátskilin- um. En á svo litlum bát var l)að einum of margt að minnsta kosti. Tveimur gat hann ómögulega haldið uppi stundinni lengur í svo vitlausu hafróti. Það voru möguleikar fyrir einn til að komast af. Eberg var fljótur að taka ákvörðun sína. Með miklum erfiðismunum tókst hönum að í'ífa utan af sjer olíufötin og ná hnífi sínum, hárbeittum og sterkum. Hann hjó hnífnum af öllu afli í bátskjölinn og sagði Árna að halda sjer fast í hnífsskaftið.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.