Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1935, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.05.1935, Blaðsíða 3
BJARMI 67 hans er dagsett 30. nóv. s. 1. og endhr svo: »We pray often for you in your work and ask your frequent prayers for us in ours. Your friend in Christ'*') Charles Ernest Scott. Annars voru með þessu brjefi ýms prént- uð smárit, sumpart .frásagnir um start' ð og- sumpart og ekki síst um dóttur hans, sem verið liafði við háskólanám í Bandr- ríkjum, gifst þar ungum lækni, syni besta vini fjölskyldunnar, og var nú nýkomin til Kína með manni sínum til þess að halda áfram starfi foreldra sinna. Þá var þar og með ágæt ritgjörð er þcssi dóttir hans hafði skrifað um, hvers vegna hún yrði kristniboði, og ennfremur góðlátleg og spaugsöm frásögn um »hana litlu Helem;« Bai- það allt saman vott um fögnuð rcsk- inpa foreldra yfir því, að efnileg dótt- ir þeirra hafði eignast s'imu fórnfúsu trúna og þau sjálf og eignast mann, er var sama sinnis í þeim efnum. Pá skyggði ekkert ský á sól. En jafnhliða komu tvær aðrar tilkynningar frá herra Scott. Sú fyrri var dagsett 11. desember s. 1. Hafði honum kvölclið áður borist fyrsta skeytið frá höfuðstöðvum »Upplandatrú- boðsins í Kína«, þar sem sagt er, að óljós- ar fregnir hafi borist um að kommúnist- ar hafi hertekið Stam kristniboða og frú hans. »Biðjið fyrir þeim, ef þau eru lifandi,« segir sra Scott, og minnir svo á þessi ritn- ingarorð: Sálm. 62, 8.; 41, 1-2; V. Mós. 33, 27.; Jes. 26, 3.; I. Pjet. 5, 7. Nokkrum dögum'siícar (þ. 16. des. s. 1.). þegar allar fregnir voru komnar, var fjöl- menn minningarguðsþjónusta haldin í kirkju sra Scotts. Stóðu kristnir Kínverj- ar að henni. *) »Vjer biðjum oft fyrir yður 1 yðar starfi °g biðjum um iðulegar bænir vðar fyrir oss í voru (starfi). Vinur yðar 1 Kristi.« En 18. des. var flutt »sigurguðsþjónusta« að Heimili hans, »til að þakka Guði fyrir hina göfugu p'slarvotta og vitnisburðinn frá dauða þeirra.« Þar voru bæði kristni- boðar, kínverskir embættismenn og ýms- ir fleiri, sem ensku skildu. — Sra R. A. Torrey, hinn yngri, sonur vakningaprje- dikarans fræga, er býr í sönru borg og dr. Scott, var þar aðalræðumaður. »Ann- an eins lofsöng í sárum söknuði, aðra eins sigurgleði, annan eins kærleika og annan eins fúsleika í þátttöku písla Krists hefi jeg varja fyr heyrt,« skrifar einn þátttak- andinn. Samkvæmt síðai-i fregnum þykir full- víst að frú Stam hafi ekki verið misþvrmt síðustu nóttina, sem hún lifði. En jafn- framt hefir og sannast að ræningjarnir rauðu ætluðu að drepa barn þeirra hjóna. Ástæðan til að ekki varð af því var þessi: Pað er föst venja þessara ræningja- flokka að þeir hleypa öllum föngum úr fangelsum í borgum, sem þeir taka, og íá þar venjulega liðstyrk. Svo fór og er þeir tóku borgina þar sem kristniboðarnir voru. Einn þeirra fanga, sem nú var kominn í ræningjaflokkinn, andmælti þeim úrskurði foringjans að barnið skyldi drepið á eftir píslardauða foreldranna. »Þótt foreldrar þeirra kunni að hafa verið dauðasek.« sagði hann, þá nær það ekki til fárra mánaða gamals barns þeirra. Pað er alveg saklaust.« Foringinn tók þessi andmæli illa upp og spurði, hvort hann dirfðist að rísa gegn flokknum. Ilinn kvaðst vilja sýna fulla hollnustu, en sjer virtist þetta vera óþörf grimd. Varð ræningjaforinginn þá svo reiður að hann sagði, að hann skyldi þá koma í stað barnsins og ljet skjóta hann tafarlaust, en barnið ljetu þeir svo hlut- laust, sögðu að kuldinn og aðhlynningar- leysið mundi sjá fyrir lífi barnsins. Jafn- hliða barst Rauðliðum sú fregn að her- sveit ^stjórnarinnar væri í nánd og hröð- uðu þeir sjer þá brott, en kínverskar kon-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.