Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1935, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1935, Blaðsíða 4
68 BJARMI ur tóku barnið að sjer eins og getið var um í síðasta blaði. Ríkir ættingjar Helenu litlu í Ameríku hafa falið ræðismönnum og sendiherra Bandaríkja í Kína að reyna að fákcitneskju um nafn Kínverjans sem gekk í dauðann fyrir barnið. Tilætlunin er að láta ættingja hans, ef jiokkrir eru njóta göfuglyndis hans. — Tvö síðustu brjef Stam kristniboða kom- ust til skila er þau hjónin voru dáin. Fyrra brjefið til aðalstöðva fjelags hans frá 6. des^ er svo: »Konan mín, litla barnið okkar og jeg ^jálfur er í dag í höndum kommúnista í bænum Tsingteh. Þeir heimta 20. þús. dollara lausnargjald fyrir okkur. Allt það sem við eigum og áttum að sjá um er í höndum þeirra. En við lof- um Guð fyrir frið í hjörtum vorum og fyi ir kvöldverð í kvöld. Guð gefi ykkur visku, festu, hugrekki og hjartafrið. Hann er þess máttugur. Hann er dásamlegur vinur aðra eins daga og nú. Það bar allt svo brátt að í dag, þeir voru komnir inn i borgina áður en við vissum, svo enginn tími var til undankomu. Drottinn blessi yður og leiðbeini viðvíkj- andi okkur. Verði það allt Guði til dýrðar hvort sem um líf eða dauða er að tala I Honum John C. Stann. Seinna brjefið var skrifað daginn eftir (7. des.) á heimili póstmeistarans í Miao Chiao meðan Rauðliðar voru að ræna bæinn — það er á þessa leið: Við erum i höndum kommúnista, vor- um handtekin í gær, er þeir fóru um Tsíng- teh. Jeg reyndi til að fá þá til, að leyfa konu minni og barni að snúa við til Tsing- teh með brjef til yðar, en það var ófáan- legt og svo urðum við bæði að verða þeim samferða. Konan mín fjekk þó að ríða nokkuð af leiðinni. Þeir heimta 20 þús. doll- ara fyrir að sleppa okkur, en jeg hefi sagt þeim að það jnuni ekki verða greitt. Fjeó sem oss var trúað fyrir til að bæta úr neyð bágstaddra Kínverja og það, sem við áttum sjálf er allt 4. höndum þeirra. Guð gefi ykkur visku til að gjöra hið rjetta og okkur náð og sálarþrótt. Hann getur. Yðar í Honum John C. Sta-m«. Ékkert átti hann í burðarg'jald undii' br.jefið, og póstur fer þaðan á 5 daga fresti, svo aö brjefið varð samferða líkum písl- arvottanna. Þessi hræðilegi atbuiður vakti bina mestu athygii og samúð fjær og nær. Stór- blöðin í Kína fluttu langar greinar um kristniboðana og án>æltu mjög djöfulæði ræningjanna; en jafnframt bentu þau á, hve mjög heí'ði breytst aðstaða almennings gagnvart slíkum hryðjuverkum frá því sem áður var. Árið 1893 voru t. d. drernir 2 sænskir kristniboðar nálægt Hankow með svipuðum hrottaskap, og með almennu samþykki fjölmenns áhorfendahóps. En í þetta sinn voru bæjarbúar almennt, flestir heiðnir, fúsir til að sýna píslarvott- unum aíla vinsemd sem þeir gátu, og hjálpuðu til að gjöra útför þeirra sem virðulegasta. UpplandatrúboðifV í Klna hefir nú 74 nöfn á »písl- arvottasl<rá« sinni, og ennfr. nöfn 30 barna, er drepin hafa verið með foreldrum sínum. Lang- flestir voru drepnir síðustu 36 árin. Bæna- og yfirbótndagnr. Blaðið »Kirken og Hjemmet« (amerískt) skýrir svo frá i febrúar s. h, að nýi borgarstjórinn í Vancouver hafi Byrj- að árið með því að birta áskorun til borgarbúa um að gjöra fyrsta sunnudag ársins að bæna- og yfirbóta-degi. Allir biðjandi menn voru hvatt- ir til alvarlegra bæna og iðrunar bæði við al- menanr guðsþjónustur og heima hjá sjer, »svo að neyðarástand þjóðar og bæjar dvíni, og aftur ljetti til.« Hann skipaði svo fyrir að allir starfsmenn baij- arfjelagsins skyldu ganga 1 kirkju þenna dag. Og' sjálfur fór hann og öll bæjarstjórnin með honum í »Kristskirkjuna«. Þar steig hann sjálfur í stól- inn 27. jan. og prjedikaði fyrir 1500 áheyrendum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.