Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1935, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.09.1935, Blaðsíða 2
138 B J ARMI Nú, — ykkur iþarf ekki að furða á þess- um spurningum mínum, á þann veg, að jeg sje sjálfur í vafa um svarið við þeim'. Einmitt þess vegna ber jeg þær fram í dag, að svo fjarstætt finnst mjer sjálf- um, að telja minnkandi gengi kristindóms- ins með þjóðinni gleðiefni, að mjer þykja engin tímanna tákn sorglegri en þetta frá- hvarf. En jeg hef enga ástæðu til að halda, að þið lítið öll þeim augum á mál- ið, hvað þá allir, sem. þjer umgangist og ræðið þetta við. Og því vil jeg fá að hug- leiða þetta efni. Og þó fæ jeg ekki tíma til þess í dag, að svara þessum spurning- um beinlínis. Pví að fyrst verð jeg aö greiða úr öðru, sem allt veltur á í þessu sambandi, sem sje spurningunni: Hvað er lcristindómurinn? Par er undirstaðan Fyrst er að vita hvað kristindómurinn er, síðan að meta gildi hans. Jeg' verð að láta yður ein um hið síðara að þessu sinni. Jeg ætla fyrst og fremst að reyna að gera hitt ljóst, hvað kristindómurinn er, eins og jeg tel því best svarað. En er það ekki óþarft, vita það einmitt ekki allir? Maður skyldi ætla það, því þetta er nú verið að reyna að kenna flest- um að minnsta kosti frá því að þeir eru börn og fram á fullorðins ár. En rnjer virðist það þó yfirleitt óljóst fyrir öllum Ix>rranum, hvað hjer er um að ræða. Jeg held nærri því að pólitíkin liti hjer gler- augun eins og endranær, meira og minna, og f'lokksblöðin líti því á þetta. nokkuð frá sínu sjónarmiði eins og annað, að kristin- dómurinn sje eitt fyrir. Alþýðublaðinu, ann- að fyrir Morgunblaðinu, þriðja fyrir Nýja Dagblaðinu o. s, frv. Og það má mikið vera, ef þjer hafið þetta ekki eitthvað á tilfinningunni líka. Hvað er kristindómurinn? Þið, sem eldri eruð, munið sennilega eft- ir gömlu, dönsku krónupeningunum, er hjer voru í umferð, Öðru megin á þeim var mynd af konunginum — stjórnaran- um, hinum megin var ax og fiskur. Tákn atvinnulífs þjóðarinnar. Pannig hefir krist- indómurinn einmitt tvær hliðar: Aðra, sem snýr að konunginum, - hina, sem snýr að lífinu, Með öðrum orðum: Kristindómurinn er í fyrsta lagi trú á Jesú Krist, og í cðru lagi eftirbreyt’m Jesú Krists í daglega lífinu. Nú skulum við gera okkur þetta tvennt nokkru ljósar hvort fyrir sig. Kristindómurinn er trú á Jesú Krist. Að trúa á Jesú Krist þýðir ekki. í þessu sambandi, að hafa meira eða minna ákveðna skoðun á að Jesús Kristur hafi einhverju. sinni verið uppi, að hann hafi jafnvel verið mestur þeirra, sem lifað hafa á jörð, og geta jafnvel fallist á, að hann kunni að lifa enn í himnunum. Nei, trú á Jesú Krist kemur fram í orð- um eins og þessum hjá Jóhannesi: »Eng- inn hefir nokkru- sinni sjeð Guð; sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti föðurins, hann hefir veitt oss þekking á honum« (Jóh. 1, 10.). Eða þegar Páll segir: »Þjer þekkið náð Drottins vors Jesú Krists, að hann þótt ríkur væri gjörðist yðar vegna fátækur, til þess að þjer auðguðust af fá- tækt hans« (II. Kor. 8, 9.). Eða þegar Páll skrifar úr fangelsinu í Rómaborg til safn- aðarins í Filippí: »Jeg á úr tvennu vöndu að ráða: Mig langar til að fara hjeðan (þ. e. deyja) og vera með Kristi, því að það væri miklu betra; en yðar vegna er það nauðsynlegra, að jeg haldi áfram að vera í líkamanum« (Fil. 1, 23.). Og enn segir hann í 1. Kor. 15, 57.: »Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn? — — Guði sjeu þakkir, sem gefur oss sig- urinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist.« Trú á Jesúm Krist kemur fram í skýr- ingu Lúthers á annari grein trúarjátning- arinnar, Hann segir eins og þið kunnið: »Jeg trúi, að Jesús Kristur, sannur Guð, af föðurnum fæddur frá eilífð, og sömu- leiðis sannur maður, fæddur af Maríu mey, sje minn Drottinn, sem mig glatað-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.