Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1936, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.03.1936, Blaðsíða 4
24 B J A R M I Frá starflnn meðal Kristilegt starf meðal stúd- enta hefir aukizt mjög undan- j farin ár, á Norðurlöndum. Eink- j um er mikið líf og kraftur í j starfinu meðal stúdenta í Nor- egi, enda hafa þar verið áhrifa- j rniklir menn, sem hafa haft for- ystuna á hend,i, svo sem pró- j íessor 0. Haljesby, Hans Höep; rektor, Vilh. Beck málaflutn- ingsm. og Ernst Hallen prestur, ásamt ýmsum fleiri. I 47, tölubl. norska blaðsins Dagen« birtist.samtal við Ernst j Hallen um starfið meðal stúd- j enta. Hann var þá nýkominn heim úr mánaðarför til Svíþjóð- ar, og þar hafði hann haldið fyr- irlestra við ýmsa æðri skóla. 1 samtalinu fórust prestinum með- al annars þannig orð. »Mikill hluti sænskra stúdenta og menntaskólanemenda er al- gerlega ókunnur hinu einfalda fagnaðarerindi' kristindómsins. Það er næstum nýjung fyrir þá j að heyra það. Ef maður spyr þá j hvers vegna, svara flestir |>eirra að kristinfræðiskennslan við ! hina æðri skóila, hafi f jarlægt þá frá kristindóminum. Margir þeirra koma frá trúuðum heimil- um, en hin frjálslynda kristin- fræðiskennsla hefir rænt þá j trúnni á gildi kristinnar trúar. Þegar þeir, við það að kynnast starfinu meðal stúdenta á bibl- iulegum grundvelli, heyra boð- J skapinn um fagnaðarerindi krossins eru þeir ótrúlega opnir og móttækilegir fyrir það. Víða hafa myndazt smáflokkar meðal stúdenta. Á móti norskra stúd- enta, sem haldið var í Viken í fyrra, voru 23 þátttakendur frá Jönköping. Þeir unnust allir fyrir Krist og .hófu strax starf, þegar þeir komu heim. Á ferð minni voru stofnaðar 5 deildir eða biblíujestrarflokkar meðal stúdenta, og menntaskólanem- enda. I Stokkhólmi hefur ver- ið félagsdeild í mörg ár. Hefur hún aukizt mjög, ekki hvað sízt eftir alþjóðamót það, sem haldið var í Stokkhólmi síðastliðið haust, undir stjórn Bernadotte Svíaprins.« Margt fleira athyglisvert nefnir presturinn í grein sinni. Þannig getur hann þess að dr. Hylander, stjórnandi sænska Rauða.kross leiðangursins í Abesiniu, hafi í mörg ár verið einn af leiðtogum hins kristilega starfs á biblíulegum grundvelli 'meðal stúdenta í Svíþjóð. I bókasafni óðalseignarinnar Hof- steinborg á Suður-Jótlandi nefir fund- izt Bibiía með áritunum eftir Lither. Melanchthon og aðra af mikilmennum siðabótarinnar, svo sem Bugenhagen og Justus Jonas. Menn álíta, að ein hver af forfeðrum ættarinnar hafi flutt Biblíuna, sem er prentuð í Wittenberg árið 1543, með sér ti: Jótiands. Biblían, sem auðvitað er j afar verðmæt, er nú til sýnis í ; Kaupmannahöfn. ★ Talið er að I Abessiniu séu um 13 j milljónir kristinna manna, ‘2 millj- j ónir Múhameðstrúar og 3 milljónir frumstæðrar heiðinnar trúar. ★ Úr ýmsum áttum. Vér viijuin liér með vekja atbjgli lesenda »Bjarma« og annara þeirra, sem senda blaðinn efni til birtingnr, ú því, að framvcgis inunum vér ekkl birta nafnlausar greinar eða sálma í blaðinu nema nð ritst.iórnlnnl sé kunnugt um hverjir séu hiifundar. Sömuleiðis viljiun vér taka það fram, að vegna takmarkaðs ráins í blnðinu sjáum vér oss ekki fært að birtn nijögr langa sálma. Sáliuurinn eða kvieðið »Sá yðar sem sjndlaus er« getur ]iví ekkl blr/.t, ])vf 23 vers er of laiiRt. ★ Blaðinu hafa bætzt á annað hundr- aö nýir kaupendur frá áramótum og til febrúarloka. Erum vér mjög á- j nægðir með j>á aukning, Jjví hún er | miklu meiri en vér höfðum vonaö að oss tækist að ná á svo skömmum tfma. En vér jiurfum að fá enn fleiri ef oss á að takast að gefa blaðið út hallalaust. Treystum vér Jrví vin- um blaðsins að halda áfram að styrkja blaðið með J)ví að útbreiða I>að meðal vina og kunningja. ★ Skýrslur norska sjómannatrúboðs- ins fyrir árið 1935 sýna hvílíkt líf og fjör er allsstaðar í hinu kristna starfi ]>ar sem hinn heilbrigði andi fær að rlkja. Sjómannatniboðið á nú 19 sjó- mannaheimili og 3 sjómannastofur. Sömuleiðis á ]>að tvö spítalaskip, sem fylgjast með flotanum til aðstoðar I>eim, sem veikjast eða slasast. f hvoru skipi fyrir sig er samkomu- salur. Par eru haldnar samkomur, bæði fyrir fiskimenn, og eins fyrir íbúa verstöðvanna. Arið sem leiö hafði sjómannatrú- boðið 116 starfsmenn í J)jónustu sinni. Af þeim voru 56 prédikarar og héldu þeir samtals 8599 samkomur á árinu. Trúboðiö gefur út eigið málgagn, er nefnist »Tidende for Den indre sjOmandsmisjon« og hefir Jjaö um 10200 kaupendur. Til byggingu nýs spítalaskips hafi. safnazt 27500 krónur J)egar síðast fi-éttist og auk þess hafði fengizt loforð fyrir 15 J>úsund króna styrk frá Stórþinginu. A árinu hafa verið stofnaðar 76 nýjar félagsdeildir. Hvað segja svo fslendingar, þegar það upplýsist, að allt þetta er hægt að gera þrátt fyrir fastheldni við »mið- alda myrkrið« og súreltar guðfræðis- skoðanir« eða »grænlenzka guðfræðic eins og einn fsl. presturinn nefr.di það nýlega? Eða þá þrátt fyrir »and- stöðu kristinnar kirkju við öll mann- úðar og menningarmál?« Peir eru undarlegir, mennirnir, þegar þeir dæma um kjarna, umbúðir og ávöxt kristinnar trúar. -¥■ Agústín segir á einum stað: »Jesús sagði ekki: Lærið af mér að skapn lieim, að gera kraftaverk, að vekja upp dauða; heldur sagði hann: Lærið af mér, þvf ég er hógvær og af hjarta lítillátur.« ★ A samkoniu einni átti ræðumaður- inn að taia um og gagnrýna bók, sem var skrifuð gegn kristindómin- um. Hann gerði það og tók mjög sterklega til orða. Pá kallaði and- stæðingur nokkur til hans: »Hafið j)ér lesið bókina?? »Já,« svaraði hann. »Alla bókina?« »Nei, aðeins eina síðu.« »Pá getið þér heldur ekki dæmt um bókina,« sagði andstæðingurinn. »Jú, víst get ég dæmt um hana, J)ó að ég hafi ekki lesið nema eina sfðu. Ef ég fer niður í kjallarann minn og geng að ámu, sem þar er og fylli eitt glas með innihaldi henn- ar, bragða á þvl og finn, að það er edik, þá þarf ég ekki gð drekka allt tdikið úr ámunni til þess að geta skorið úr um það, hvort edik sé í henni eða ekl<i!« ★ Pann tíma, sem þú notar til J>ess aö dæma aðra skaltu nota til l>ess aö dæma sjálfan þig. ★ Brezka og erlenda Biblíufélagið hefir gefið út Biblíuna með hlindra- letri, á 40 tungumálum. ★ f London er að jafnaði 1 kirkja eöa guðsþjónustuhús fyrir hverja 1810 íbúa. ★ Eitt sinn er Olf. Kicard átti að prédika var mikil J>röng í kirkjunni og fólk ruddist áfram meö olnboga- skotum og stympingum. Einhver í þyrpingunni blótaði, og þegar kirkju- vörðurinn heyrði það fór hann gram- ur til Ricard og sagði: »Það var einhver, sem bölvaði inni í kirkj- unni!« »Pað er ágætt,« svaraði Ric- ord, »þá hefir rétta fólkið komið i kirkjuna — það þarf að taka sinna- skiptum!« ★ Guð er eins og hann sjálfur segir í orði sfnu, en ekki eins og hinum lftilfjörlega huga þínum virðist að hann ætti helzt að vera. ★ Gjaíir aflicntar »Bjarma«. Til iilaösius í febrúar: S. S. 1 kr. N. N. 10 kr.; G. G. 13 kr.; G. R, 5 kr.; A. G. 3,30; K. N. 3 kr.; R. G. 2 kr.; ónefndur 135 kr. »úr spari- bauk« 7,46. Alls 179,76. Kærar ])akkir! ★ TIl krlstniboðs: Frá kvenfélaginu »Fjólu« í Miðdalahrepp 5 kr. Frá Miðskógi 5 kr. Peningarnir afhentir gjaldkera Kristniboðssambandsins. Hjartans þakkir! Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 17 Britta leit upp; hún var alvarleg á svip. »En ])ú veizt það ekki vel, þér þykir áreiðan- leg-a. ekki eins vænt um hann og þú lætur,« sagði hún. Það kom reióiglampi í augu Elsu. Það vai broddur af sannleika í orðum Brittu, sem hafði stungið hana, og til þess að verja sig, stakk hún aftur, án þess að skeyta um með hve miklum sársauka það hitti Brittu, »Hvers vegna ertu svona viðkvæm fyrir Hjálmari?« spurði hún. »Maður gæti næstum hajdið, að þú værir ástfangin af honum.« En. á næsta augnabliki iðraðist hún eftir að hafa sagt þetta, þegai' hún sá, hver áhrif þaö hafði. Britta hrökk við og leit niður, eins og hún hefði fengið högg framan í sig. Elsa var ekki harðbrjósta, hún vorkenndi litlu vinkonunni sinni og varð gagntekin af löngur. til þess að draga úr sársaukanum, sem hún hafði valdið henni, með þessari ónærgætnislegu at- hugasemd sinni. »Þú skalt ekki taka það nærri þér, að ég' hefi getið upp á þessu leymlarmáli þínu,« sagði hún í blíðum rómi. »Þú þar-ft ekki að blygðast þín fyrir að verða ástfangin af svona. duglegum og myndarlegum pilti eins og Hjálmari. Það lá við, að ég yrði það sjálf, skal ég segja þér, en ég vissi, að það var heimskulegt, af því að ég er miklu eldri en hann. En þú ert einmitt við hans 18 hæfi. En hvað þið verðið indæl saman sem hjón.« »Segðu. ekki þetta!« sagði Britta og varð jafn í’jóð og hún áður var föl. En Eilsa brosti og kyssti litlu vinkonuna sína þrátt fyrir mótspyrnu hennai’. »Þú skalt gæta þess að draga þig’ ekki of mik- ið í hlé, vina mín,« sagði Elsa með vingjarnle.gu gamni; hún ætlaði með því að gera gaman úr þessu öllu en jafnframt að gefa góð ráð. »Þú getur vel dreg'ið hann að þér, ef þú reynir til þess og g’erir það án þe,ss að mikið beri á. Þú veizt alls ekki, hversu auðvelt það er í raun og veru að veiða karlmennina.« En Britta þagði. Hún var of feimin að eðlis- fari til þess að reyna að draga nokkurn til sín. Hún var miklu líklegri til ]>ess að setja einskon- ar vegg milli sín og þess, sem hún elskaði, af eintómri hræðslu við það að virðast nærgöngul. I »Ég skal segja þér nokkuð,« hélt Elsa áfram með trúnaðarmálrómi, »nokkuð, sem þú mátt ekki segja nokkrum lifandi manni enn þá, og það er, að ég’ ætla að trúlofast honum Eiríki í | vor, ]>egar hann kemur heim.« »Ö, Elsa, þaðJief ég ekki haft neina hugmynd um!« sagði Britta undrandi og bætti ósjálfrátt við í sömu andránni: »Veit Hjálmar það?« »Nei, en hann fær að vita það, jafnskjótt og j Eiríkur kemur heim.«

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.