Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1937, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.02.1937, Blaðsíða 4
4 B J A R M I „STÓR EYRU EN LÍTILL MUNNUR — “ Framh. af 2. síðu. hann hélt í Kaupmannahöfn, sagði liann meðal annars: — Við erum ef til vill fús á að fara á samkomur. Og við I þökkum ræðumanninum á efl- \ ir fyrir hans góða boðskap, en svo förum við heim, drekkum tvo holla af kaffi og förum síð- an að hátta. Meira skeður ekki fyr en á næstu samkomu. Eg segi, það eru of margir kaffi- kristnir, sem ekki eru með í starfinu fyrir útbreiðslu fagn- aðarerindisins. Hinar mörgu, lokuðu varir, eru merki um sjúkar sálir .... Við höfum misst trúna á Biblíuna og kraft lieilags Anda. Þess vegna skul- um við biðja um trú og um styrk Andans, til að geta stöðv- að þær miljónir sálna, sem æða út í eilifa glötun. Við slculum biðja um vakningu fyrir okk- ur sjálf og landið okkar, vakn- ingu, sem getur svift burtu allri dej'fð okkar og vakið okk- ur til vilundar og ábyrgðar á hinum ófrelsuðu sálum. Hrað er hinumegin? í amerísku blaði var fyrir noklmi eftirfarandi frásögn: Mjög veikur maður sneri sér að Iækni sínum, trúuðum lækni, um leið og hann var að fara, og sagði við hann: „Eg vildi gjarnan spyrja yður að einu, læknir.“ „Gjörið svo vel“, svaraði læknir- inn. „Mun mér batna? Farið nii ekki með mig eins og barn; eg hefi rétt til að vita það. Segið mér það nú.“ „Já, eg skal segja yður það“, sagði læknirinn. „Eg hefi enga áslæðu til að efast um að yður muni batna.“ „Jæja“, sagði sjúklingurinn, „eg þarf að spyrja yður að einu enn. Fæ eg annað kast síðar?“ „Já“, sagði læknirinn, „það fáið þér.“ „Og þá?“ „Já, þá getur verið að yður batni aftur. En annað eða þriðja kast mun vafalaust færa yður dauðann“. Maðurinn þreif í yfirhöfn læknis- ins og sagði við hann: „Læknir, eg er hræddur við að deyja. Eg verð að segja yður hrein- skilnislega að eg er hræddur ,við að deyja. Segið mér, hvað er hinumeg- in?“ Læknirinn svaraði rólega: „Það veit eg ekki“. „Vitið þér það ekki? Þér eruð kristinn og vitið ekki hvað er hinu- megin?“ Læknirinn svaraði í fyrstu engu, en gekk út að dyrunum og opnaði þær; fyrir utan hafði heyrst krafs og ýlfur. Þegar nú dyrunum var lok- ið upp, stökk hundur læknisins inn í herbergið og lioppaði upp um hann með gleðilátum. Lækhirinn sneri sér að sjúklingn- um: „Tókuð þér eflir hundinum? Hann hefur aldrei komið inn í þetta herbergi. Hann vissi ekkert um hvernig umhorfs var hér. Hann vissi ekkert,hreint ekkert,nema þetta eitt: hann vissi að húsbóndi hans var hinumegin við dyrnar. Og um leið og ég opnaði stökk hann inn. — Eg veit aðeins lítið um hvað er hinu- megin við dauðann, en eitt veit eg: búsbóndi minn og meistari er ]>ar, og það er nóg; svo þegar dyrnar opnast, geng eg inn um þær án ótta, aðeins með gleði.“ — í kirkju nokkurri í Glogau i Schlesíu er gömul tafla úr steini, sem á er höggin mynd af seglskipi fyrir fullum seglum, og með áletr- uninni: Surgit surgentibus undis, þ. e. hún (kirkjan) ris með hækkandi bylgjum. Heimsfræyur íþróttamaður. Jesse Ovvens heitir negri frá Bandaríkjunum, er vakti athygli alls heimsins i suniar, sem leið, fyrir svo frábær afrek á Olympíuleikjun- um í Berlín, að slíks var varla dæmi. Einig vakti hann athygli þeirra, er kynntust honum fyrir það, live prúð framkoma hans var, og með hve mikilli gleði hann gekkst undir all- an þann aga, sem með þurfti til að ná sem beztum árangri. En stórblöð- in létu sér ekki eins annt um það, að láta þess getið, að þessi afburða glæsilegi íþróttamaður var 1 i f- andi kristinn, eins og að flytja fréttir af sigrum hans. Hann er af fátæku fólki kominn, en hefir samt verið settur til mennta og tekur virk- an þátt í kristilegu starfi meðal stú- denta. Einnig er hann leiðtogi æsku- lýðsstarfs metodistalcirkjunnar í bæ sínum. Þú gefur Jesú - sál þína — og vinnur hana. Malt. 10, 39. tíma þinn — og vinnur hann. I. Tím. 4, 8. jarðneska hamingju þína — og vinnur hana. I. Tím. 6, 6. peninga þína — og vinnur þá. Lúk. 18, 22. vini þína — og vinnur þá. Post. 16, 31. allt, sem þú átt — og vinnur það. Lúk. 18, 29 nn. syndir þínar — og missir þær. Lúk. 7, 41. áhyggjur þínar — og missir þær. I. Pét. 5, 7. eigingirni þína — og missir hana. Gal. 2, 20. ótta þinn við dauðann — og miss- ir hann. Róm. 8, 38 nn. 15 hún vera eins og þjófur, sem væri i þann veg- inn að brjótast inn til aS stela. „Svei.“ En samt var nú barnsleg forvitni hennar vöknuð. Gaman væri nú að sjá hver það gæti vérið, sem væri að skrifa Klöru — henni, sem kalla mætli vanskapaða. — Það voru meira að segja tárablettir á umslaginu. Hún settist varlega á bekkinn, dróg bréfið til hálfs út úr umslaginu og liitti svo á, að lnin gat lesið undirskriftina — Holger Yilsby. „Hver var hann, þessi Holger Vilsby “ Allt í einu skrjáfaði í trjárunni þar rétt hjá. Henni brá svo við, að henni varð ósjálfrátt á að reka upp lítið óp og spratt upp af hekknum. „Nú, þetta var þá ekki annað en fugl“. Hún settist aftur og leit varfarnislega í kring- n m sig. Nei, enginn virtist vera nálægur. Nú var hún ólm i að lesa bréfið. Hún tók það út úr umslaginu í flýti, braut það sundur og tók að hlaupa vfir það með þvi- líkri æsingu og ákafa, að blöðin titruðu i hönd- um hennar. Bréfið var fjórar þéttskrifaðar siður. Allt í einu var nafn hennar nefnt við hliðina á henni. Það hljómaði strangt og alvarlega i eyr- 16 um hennar og smaug ens og dómsorð í gegn- um liana. „Edel!“ Iiún lcit upp og stóð Klara þá frammi fyrir henni. Hana langaði að segja eitthvað, en hún kom engu orði upp. Henni fanst smánin leggjast hlýþung á höfuð sér og knýja það til jarðar. „Edel, hvernig gaztu fengið þig til að gera þetta?“ Nú var röddin mýkri, en þó ásakandi. En Edel sat hreyfingarlaus. Þetta kom svo óvænt og skyndilega yfir hana. Hún hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður. Klara settist hjá henni og hún fann arm henn- ar um hálsinn á sér. „Líttu á mig, Edél.“ Nú var röddin blíð og biðjandi. Edel leit upp mjög dræmt. Andlit hennar var hvítt eins og marmari. Klöru var þá litið í hrein, barnsleg og trú augu, sem horfðu á hana skelfd og biðjandi. Hugsanirnar tóku þá að fljúga í gegnum sálu hennar, liver um aðra þvera. Hvers vegna þurfti hún að gleyma bréfinu í þetta eina sinn? Hvers vegna skyldi Edel — einmitt liún finna það? Úr ýmsum áttum. Prófessor Hallesby notaði jólaleyfi sitt að þessu sinni, til að ferðast uni Danmörku og prédika. Þessi heimsókn hans hefir e. t. v. vakið meiri athygli en nokkur önnur heimsókn lians þangað. Fólk hefir streymt að svo þúsundum skiptir og hlustað á hann kveld cftir kveld, og blöðin flutt útdrátt úr ræðum hans og vinsamleg unnnæli. T. d. hlust- uðu eilt kveldið í Aarhus á hann um 1900 manns, og siðasta kveldið þar í borg um 2000, í Nr. Nissum 800, i Lemvig 1500 og í Tarm um 1700, og varð þar að nota gjallar- horn í f j ó r a sali samtímis. — Þetta er sigur G u ð s o r ð s, því prófessorinn reynir ekkert til að tala eins og eyrun klæja! * Biskupinn í Cambridge á einu sinni að hafa haldið ræðu fyrir flokki skólabarna um hina „kristnu“ málfræði. „Þið vitið vel,“ sagði hann, „að maður er vanur að kalla „ég“ fyrstu persónu, „þú“ aðra og „hann“ þriðju persónu. En þetta er rangt, já, svo vitlaust, að þvi verður alveg að snúa við, ef það á að verða rélt. Fyrir okkur, sem kristin eru, á „hann“ að vera fyrsta persóna, þvi það er Guð, sem við er átt. „Þú“ verður önnur persóna, það er náungi minn; „ég“ kem síðast. Ef þið munið þetta, mun- uð þið ekki hugsa svona mikið um ykkur sjál f.“ * Sjöunda febrúar kom saman guð- leysingjaþing i Moskva, sem mun vera stærzta guðleysingjamót, sem haldið hefir verið. Guðleysingjar, og svo nefndir frihyggjumenn, koma saman á þetta þing, og er búizt við 1600 fulltrúum frá 40 löndum. Aðaltil- gangur' þingsins verður, að þvi er norska blaðið „Kyrkor under Kor- set“ segir, að hrinda af stað al- heimsbaráttu gegn trúarbrögðum og stofna sjóð fyrir alheimsbaráttu trúleysingja. Hið eftirtektarverðasta við þetta þing er ekki það, að það er guð- leysingjaþing, eða hve margir full- trúar verða, heldur hitt, að það sýnir alþjóða samtök gegn trúar- brögðum. Þetta verður fyrsta öfl- uga þing þessarar tegundar, sem liáð hefir verið. Hreyfing þessi styðst að miklu Icyti við hina rússncsku guðleys- ingjahreyfingu, en hún hefir starf- að af miklum krafti i 18 ár. Nú er talið, að hún eigi um 6900 fé- lagshús, 146 guðleysingjaskóla, 102 uppeldisstofnanir, 80 trúleysissöfn og gefi út 1,2 milj. guðleysisrita í Moslcva árlega. * Sumum blöskrar ef til vill að lesa þetta. En aðrir lofa Guð fyrir það, að hann slcyldi opna augu þeirra og frelsa þá undan hinu liræðilega blindandi valdi, sem heitir sijnd. Það er gott, þegar slíkt sem þessi frétt er lesin, að hafa vitnisbuð Guðs Anda í lijarta sér og vissuna öruggu, „að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er siguraflið, sem hefir sigr- að heiminn.“ En hver er sá, sem sigrar heim- inn, nema „sá, sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs?“ I. Jóh. 5, 4—5. Átt þú þessa sigurríku trú?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.