Bjarmi - 15.08.1937, Page 2
2
B J A R M I
Mótbárum andmœlt.
Eftir Ólaf Ólafsson, kristniboða.
V.
Er nokkur hæfa fyrir því, að
kristniboðar séu yfirleitt ekki
þeim vanda vaxnir, að boða
fornmenningarþjóðum Austur-
landa lcristna trú?
..... KristniboSsmálið var ekki
fyrr komið á dagskrá hjá okk-
ur, en farið var að liræða menn
með því, að það koslaði offjár,
^en ]>æri illan eða engan árang-
ur, af því að „kristnihoðsstarfið
er svo mikið vandaverk, að
það er ekki á annara færi en
einstöku framúrskarandi
manna“. Smám saman var svo
farið að birta þýddar og frum-
samdar lygasögur (í Fjallkon-
unni, Þjóðviljanum, Sunnan-
fara og Bjarka), um kristni-
Þoðið og forgöngumenn þess,
með mögnuðum lýsingum af
kristniboðum, sem sköruðu
fram úr í þekkingarleysi, gor-
geir, fégræðgi og allskonar sið-
spillingu.
Síðan hefir kristniboðum
verið sagt margt til lmjóðs i
íslenzkum blöSum og ritum.
Fyrir ekki alls löngu var þeim
þannig lýst, að þeir slæðu á
meðal heiðingjanna með bibli-
una i annari hendi, en brenni-
vínsflösku í liinni. Oftast er þó
kveðið vægara að orði, sagt
sem svo, að „jafnvel beztu
kristniboðar geta eigi varnað
þvi, að jafnhliða kristniboðinu
smeygist inn hjá heiðnu þjóð-
unum allskonar lestir og sið-
spillirig hinna svonefndu
kristnu þjóða.“
Slikar móthárur eru álilca
sanngjarnar og sennilegar og
þegar talið er, að ölæði og ó-
levfileg vínsala standi i beinu
sambandi við starf bindindis-
frömuða og G.t.reglunnar.
Þó starf þeirra hafi ekki ver-
ið með öllu árangurslaust, eins
og kirkju- og kristniboðssagan
sannar munu kristniboðarnir
manna fúsastir til að kannast
við ófullkoinleik sinn. En þess
skal getið, þeim til afsökunar,
að frá fyrslu kallaði ekki Krist-
ur aðeins fullkomna menn og
framúrskarandi til þjónustu i
sínu ríki. Yal fvrstu kristni-
boðanna (postulanna) bendir
til þess og sú staðreynd, að
Kristur gaf alveg sérstakt fyr
irheit um að vera með þeim
alla daga, „þvi að án min get-
ið þér alls ekkert gjört.“ Jóli.
15, 5. í stað þess að gera sér
háar hugmyndir um sjálfs sín
yfirburði, skyldu þeir festa
traust sitt á Kristi og lúta hon-
um i öllu. — Svo að þrátt fyr-
ir okkar mikla ófullkomleik í
öllum efnum, efumst við ekki
um guðlega köllun okkar, en
segjum með fyrsta heiðingja-
trúboðanum, Páli: „En þennan
fjársjóð höfum vér í leirker-
um, til þess að ofurmagn kraft-
arins sé Guðs, en ekki frá oss.“
Þess vegna er það fremur
sjaldgæft, að kristniboðar láli
hugfallast, þrátt fyrir hættur
og erfiðleika og vanda starfs-
ins, að krafturinn er frá Guði
og allt er undir því komið.
Mér vitanlega er fullt tillit
tekið til þess af flestöllum
kristniboðsfélögum, að kristni-
boðar þurfa að vera menntað-
ir sem bezt og í öllu vel gefn-
ir. Þau eru vönd í vali. „I mörg
ár hefir kirkjufélag vorl kjör-
ið aðeins einn af liverjum tiu,
sem sótt hafa um að verða
kristniboðar,“ segir Stanley
Jones. „En séu ekki einu sinni
einn af tíu umsækjendum hæf-
ir til að verða kristniboðar, ])á
á kirkjufélagið sök á þvi, sem
ekki á völ á betri mönnum."
„Það eru misjafnir sauðir i
mörgu fé“, má sjálfsagt lieim-
færa upp á kristniboðana, enda
eru þeir nú yfir 20 þúsundir
og í þeim hóp finnast fulltrú-
ar allskonar sértrúarflokka.
En svo er um liverja aðra stélt
manna. Læknar, lögfæðingar
og prestar eru margir og mis-
jafnir; — er annars að vænta
af kristniboðum? Það hafa
kunnugir staðhæft ótal sinn-
um, að þeir efist um að nokk-
ur stétt hafi liltölulega hæfari
mönnum á að skipa, og að inn-
an fárra slétta finnist svo
margt afburðamanna.
Englendingar hafa sent mörg
hundruð sinna beztu sona til
Afriku, ræðismenn, landkönn-
uði, kaupmenn, kristniboða o.
s. frv. En s])yrjið ])á hvern
þeirra manna þeir telji hafa
verið beztan fulltrúa lands og
])jóðar, og þeir mundu svara
einum munni: Livingstone! —
Þeir Iiafa sent menn til Ind-
lands svo skiptir þúsundum,
landstjóra, embættismenn æðri
og lægri, rithöfunda o. s. frv.
Spyrjið þá hver ])eirra manna
Ixafi gert landi sinu mest gagn
og mestan sóma, og þeir
mundu svara einum rómi:
Carey.
Hvorki Livingstone og
Carey var þó sagt margt til
lofs (fremur en Morrison og
mörgum öðrum kristniboðum),
er þeir fyrst sneru sér til heið-
ingjanna. — „Guð hefir útval-
ið það, sem heimurinn telur
heimsku, til þess að gjöra hin-
um vitru kinnroða; og Guð
- • »•*. _—_.-1 ---—.—■—-í.-í« •- ^
Er sannara imailíf á Islanili?
Það hneykslaði marga, og
fvllti þá „réttlátri“ vandlæt-
ingar-gremju, þegar prófessor
Hallesby sagði eittlivað á þá
leið, að islenzkt kirkju- og trú-
arlif vantaði líf. Það væri að
mestu ylra form. Það undraði
mig nú reyndar strax, hve
mönnum varð allt í einu ljóst,
hve trúar- og safnaðarlíf ís-
lendinga var í raun og veru
prýðilegl. Og „Halleshy-sinn-
arnir“ fengu sannarlega að
heyra hve ranglátur próf. Hal-
lesby væri og of fáfróður um
islenzkt kirkjulíf, til þess að
kveða upp þennan dóm. Lát-
um það nú vera, þó próf. Ilal-
lesby væri ekki, af eigin þátt-
töku og reynslu, eins gagnkunn-
ugur kristilegu slarfi á Islandi
eins og E. H. Kvaran, ræðu-
mennirnir á fundinum í Nýja
Bíó og aðrir, sem bezt sáu villu
próf. Hallesby. Hitt er mér
fullkomlega ljóst, að prófess-
or Hallesby veit og þekkir bet-
ur bvað kristilegl líf er, en
þessir ágætu bardagamenn
„kristninnar“ á íslandi. Ég
ætla að rfta hér dálítið niður,
til íhugunar fyrir almenning,
svo að hann geti séð dálítið
af þeim mun, sem er á kristi-
legu lifi og starfi á Islandi og
hér í heimalandi próf. Halles-
hv, sem eftir öllum sólarmerkj-
um að dæma, hlýtur að vera
bæði þröngsýnt, kærleikslaust,
menningarsnautt og hvað það
er nú fleira, sem fylgir kenn-
ingu þess mæta manns. (Mér
er nú reyndar farið að þykja
vænt um alla þessa titla, sem
við fáum).
Eg hefi reynt að kynna mér
trúarlíf og starf hér, eins vel
og ég hefi getað. I hænum Sta-
vanger erum við húnir að vera
í % mánuð. Bærinn hefir um
18 þús. ihúa, eða 11 þús. flciri
cn Reykjavík.
- Samkomnstaðir, áheyrn
og árangur.
I þessum hæ eru 4 stórar
kirkjubyggingar, sem þjóð-
kirkjan á. Auk þess er hér fög-
ur og stór kirkjubygging, sem
Methodistar eiga, kaþólsk
kirkja og fríkirkja. En auk
þessa hafa hinar einstöku
starfsgreinar samkomuhús,
sem mikið eru notuð, svo að
hér í bæ eru ea. 30 samkomu-
hefir útvalið það, sem lieim-
urinn telur veikleika, til ])ess
að gjöra hinu volduga kinn-
roða — og að ekki skuli neitt
liojd hrósá sér fyrir Guði,“ segir
Páll.
staðir. I sumar, þegar veðrið
dregur fólk heldur frá sam-
komuliúsunum, eru samkomur
haldnar í stóru tjaldi, scm
rúmar um 800 manns. Kvöldið,
sem við vorum þar, var tjald-
ið eins fullt og það gat verið,
hvert sæti skipað og fólk stóð
út við dyrnar, og fyrir utan.
Okkur var sagl, að þannig
hefði samkomurnar þar ávallt
verið sótlar. Og þó eru sam-
komur á sama tíma í sam-
komusölum á ýmsum stöðum i
bænum. Og á öllum þessum
stöðum, sem vel eru sóttir, er
fólkinu boðað það, sem verið
er að telja íslendingum trú
um, að sé orðið úrelt fagnað-
arerindi, sem ekki sé hægt að
bjóða mönnum upp á, að
minnsta kosti ekki þeim, sem
fylgjast með í visindum og
rannsóknum hútímans. Ó-já,
menn ættu að fara varlega i
])að, þvi sannleikurinn er sá,
að lærðustu guðfræðingar,
læknar, verkfræðingar, kenn-
arar, náttúrufræðingar, já,
allra stétta menn, vitna um liið
sama: Fagnaðarerindið um
Jesúm Krist, Guðs eingetinn
son, frelsaði þá frá synd og
eilifum dauða og boðskapur
Bibliunnar veitti þeim frið við
Guð i góðri samvizku. Þetta er
árangurinn af boðun orðsins.
Hér i bæ hefir verið vakning.
Það væri fróðlegt til saman-
hurðar um ágæti hinnar frjáls-
lyndu kenningar, sem haldið
er að íslendingum sem krist-
indómi, að fá vitnisburði frá
guðfræðingum, læknum, verk-
fræðingum, kennurum o. s.
frv., já blátt áfram frá almúga-
manni, sem hefir eignazt þekk-
ing á sjálfum sér, blekkingar-
lausl samfélag og frið við hinn
sanna fíuð, fvrir boðun frjáls-
lyndrar guðfræði. Prófaðu
•samvizku þina, lesandi minn,
hvort samfélag ])ilt við Guð er
eins gott og það getur verið,
og hver orsökin er. Og sem
leiðarvísir skaltu hafa Bihli-
una, en ekki slagorð meiri-
hlutans.
Starf.
Við fáum oft að hcyra það,
að hinir játningartrúu og
„hiblíuföstu" tali um trú — en
gleymi verkunum. Þeir séu i
raun og veru verri en aíSrir, því
þeir „syndgi upp á náðina“,
meðan hinir revna að betra
sig og gera gott. Þessu hefir
oft verið andmælt af hinum
trúuðu í ræðu, riti, — og það
sem bezt er — í verki. Þvi það
er sanrileikur, að hinir frjáls-
Frh. á 4. siðu.