Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1939, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1939, Blaðsíða 2
2 B J A R M I Alger straumhvörf í Gamlatestamentisfræðum. II. Hin nýja skoöun á Gamla-testamentinu. Vilhelm Möller bjn-jaði þegar fyrir 40 árum gagnrýni sína á biblíugagnrýninni. Hann varð lengi — og frá sumra liálfu ennþá -— að þola það, að vera „þagður í Hel“. Það var álitið „óþarfi“ að andmæla honum fræðilega, þrátt fvrir það, að hann hefir lagl fram niðurstöður af rannsóknum sín- um sem eru i íyllsta máta bæði atliyglisverðar og auðgandi. En hánn bjó við andstöðu „tíðar- anda“ hins hverfandi tima, hefir að nokkuru leyti verið á undan samtíð sinni, og hefir auk þess gert Jiað, sem alltaf borgar sig heldur illa — nefnilega að hrevfa við hjáguðum samtíðarinnar, þ. e. a. s. i þessu sambandi hreyft við „óskeikulum aðferðum“ gagnrýn- is guðfræðinnar. Aðalmunur á biblíugagnrýnis guðfræðinni og verkum Wilhelms Mijller er í fáum orðum þessi: Biblíugagnrýnin hefir leitazt við að greina i sundur og einangra í eindir (atom) af því að hún er andlega skyld efnishyggjunni, sem þekkir aðeins efniseindir (atom) en ekki anda. Starf Möllers hefir miðað að þvi að sýna fram á ein- ingu og samhengi — af því það er í samræmi við anda Biblíunnar sjálfrar. Möller hefir með starfi sínu alltaf haft það markmið að sýna fram á andlegt samhengi, innri einingu, og samræmi i orð- færi einstakra rita Ritningarinnar. Þetta sýnir smádæmi augljóst: Biblíugagnrýnin hefir greint Móseliækurnar fimm svo í sundur að þær séu ritaðar af fjölda höf- unda, og hefir „sannað“ sundur- molun sýna með jafn hlægilegum röksemdum og þessu: Þar sem notuð eru mismunandi heiti um Guð í Mósebókunum, þá hljóta að vera jafn margir höfundar eins og þau nöfn eru, sem notuð eru um Guð. Eins og einn höfundur þurfi nauðsynlega að vera fjórir, þótt liann noti fjögur nöfn í sam- bandi við Guð! Því var einnig haldið fram að Móse hefði ekki þekkt til ritlistarinnar — en það er þó búið að sanna það óhrekjan- lega nú, að hann liafi gert það. með ] síðustu fornleyfafundunum i j Jeríkó. Möller hefir aftur á móti farið allt aðrar leiðir, og ekki aðeins sýnt fram á að sérhver hinna fimm Mósebóka sé svo stílfræði- lega strangt samansett, að nútíma leikrit gæti ekki verið nákvæmar samið, lældur hefir hann einnig sýnt fram á, að þessi fimm rit séu svo samfelld innbyrðis, andlega, efnislega og stílfræðilega, að nán- ari rannsókn á athugunum Möllers er svo sannfærandi að maður Framh. undrast. Þessar atliuganir benda með sannfærandi krafti til eins höfundar. Eða annað dæmi. Biblíugagnrýnin greindi spá- dómsbók Jesaja svo í sundur, að hún var talin ritað af minnsta lcosti þremur liöfundum. „Sannan- irnar“ fyrir þessu eru ekki nema kennisetningarlegar fullyrðingar um að það, sem ritað er í 40 kap. Jesaja og svo áfram, sé ekki fram- tíðarspádómar — þar sem slíku er ekkj trúað — heldur skrifað eftir á og ritað eins og það séu fram- tíðarspádómar. Möller liefir á þessu sviði leysl af hendi starf, sem veldur straum- hvörfum, með því að sýna fram á að rit Jesaja sé ein lieild frá sama höfundi bæði stilfræðilega, and- lega og efnislega. Hver er svo þessi Möller? Hann er prestur í prússnesku kirkjunni, í Saxlandi. Þegar eg var í Þýzkalandi síðastliðið haust veitl- ist mér sú gleði að fá að kynnast persónulega þessum göfuga og yfirlætislausa manni. Á yngri ár- um var lionum marg oft boðið prófessorsembætti, en hann hafn- aði þeim boðum af ýmsum orsök- um. Hann liefir í mörg ár ]>jónað frekar litlum söfnuði í nánd við bæ Lúthers, Witlenberg, og hefir notað allar frístundir sínar og fjár- muni til að berjast fyrir réttum skilning á Gamla-testamentinu. Það gefur nokkura lnigmynd um ástandið í kirkjulífi Þýzkalands, að liann hefir orðið að leggja leið sina um Norðurlönd, til þess að fá áheyrn. Verk lians hafa fengið á- gætis viðtökur í Svíþjóð, og einnig hér í Noregi á siðari árum. Eitt af þvi sem einkennir skoð- anir Möllers er, að hann liefir snú- ið aftur til kenningar fornkirkj- unnar: að leita Krists í Gamla- testamentinu. Hann hefir tekið orð Ágústin alvarlega: Nýja-testa- mentið er fólgið í Gamla-testa- mentinu og Gamla-testam. lýkst upp í því nýja -—• og orð Lúthers. Biblíugagnrýnin hafði gersam- lega misst sjónar af þessu sanna lcristilega sjónarmiði á G. t. Og þó er það einmitt það, sem er lykill- inn að allri Ritningunni. Möller framfylgir þvi í fullrj al- vöru hinni sönnu kristnu játningu, sem postulinn Páll hélt fast við, nefnilega þeirri, að það er ómögu- legt að skilja Ritninguna nema fyrir Jesúm Krist. Án hans er Ritningin lokuð bók og maður les hana með bindi fyrir augum. — í síðasta umfangsmikla ritverki sinu — trúarsögu Gamla-testam. — er þetta einmitt aðalkjarninn og grundvallarhugsun: að rekja spor fyrirheitanna gegnum allt G. t. og til komu Guðs sonar í holdi. Það er því alveg sérstaklega auðg- andi að lesa þessa bók. O. Valen-Sendstad. 1 m liilblíiiles'a kemiiiis Það er sameiginlegt öllum trú- uðum mönnum, að þeir eiga þá ósk heitasta, að fagnaðarerindið um náð Guðs megi ná til sem fleslra. Þeir sameinast í bæn fyrir þvi, að sem flest af börnum þjóð- ar vorrar mættu eignast beita og hræsnislausa trú á Drottin Jesúm, sem Guð hefir gefið til frelsis syndugum mönnum. Boðskapurinn um náð Guðs og líf í samfélaginu við hann fyrir trú á Drottin Jesúm Krist, á ekki upp á hál)orðið hér á landi. Það eru allir betur liðnir, og allir tald- ir sannari trúmenn en þeir, sem lialda vilja fast við trú á Krist og hann einan. Jafnvel frá ræðustól- um kirknanna er sífellt verið að vara við þeim, sem vita ekkert sér til hjálpræðis nema Jesúm Krist — og þess í stað er kenning- um andatrúar og guðspeki hoss- að. Má svo hver tala um umburð- arlyndi og hlutleysi í prédikun sem vill. En hvað um það. Vér vitum það -— og öllum trúuðum mönnum er það ljóst — að ekk- ert getur hjálpað syndugum og friðarvana mönnum nema fagn- aðarboðskapurinn um Krist — boðskapurinn, sem gefur guð- vana manni samfélag við Guð. Þúsundir af ibúum þessa lands lifa eins og enginn Guð sé til. Og ])að er von. Fvrir þeim er Guð eitt- hvað fjarlægt — þokukennt, já, jafnvel óþarft. Þeir hafa ekki þörf fyrir Guð inn í líf sitt, og sumir hafa ekki nokkura löngun til að lifa honum. En aðrir eru það, sem að visu vilja lifa skikkanlegu trú- arlífi, en það geta þeir án þess að lifa persónulegum Guði. Og þess vegna er eins mikið og raun er á orðin af þessu þokukennda ó- ljósa trúarlífi, þar sem sama er liverju er trúað og hvernig er trú- að, bara ef hægt er að kalla það trúarlif. En sannarlega er það annars, sem samtíð vor þarfnast meira. Hún þarfnast hins skýra, ákveðna boðskapar um það hvað Guð, sem er faðir vor, hefir fyrir oss gert, er hann gaf sinn eingetinn son í heiminn til að frelsa synduga menn. Mennirnir þarfnast hins skýra boðskapar um það, að Guð er ekki neitt óljóst lögmál i al- lieiminum, eða fjarlægur audi. Nei, Guð, bann er til vor kominn — inn í alla vora eymd og neyð. Hann hefir tekið að sér vort von- lausa málefni. Já, liann er fyrir oss dáinn, svo undarlegt sem það virðist. Því Guð gerðist maður vor vegna, til þess að vér mættum lifa. Og þessum kærleiksríka, eilífa, persónulega Guði mætum vér i Drotlni .Tesú Krisli. í honum er hjálpræði búið hverjum þeim, sem á hann vill trúa. „Hjálpræðið tilheyrir Guð vorum og lambinu“ — og engum öðrum. Og hver sá, sem ekki meðtekur hjálpræði lians, hann er án hjálpræðis, því annað hjálpræði er ekki til. Það er eiliflega glatað líf — líf, sem liefir algerlega misst marks — ef ekki er tekið á móti þeirri náð og því lífi, sem Drottinn býður. Svo alger er þörf vor fyrir Guð, að án hans erum vér í dauðanum — hinum eilífa dauða. Gagnvart svo ægilegri alvöru er það hræðilegur ábyrgðarhluti að; vera að hugga sig og aðra við kenningar, sem ekki eru frá Guði. Yér höfum ekkert öruggt að hyggja á líf vort og trú um eilíft lif og Guð nema það, sem Guð sjálfur segir oss, Að hafna því, sem liann segir, og ganga fram- hjá því fullkomna frelsisverki, sem Drottinn Jesús hefir fyrir oss unnið, það er vitfirring. Og þó ger- ir fjöldinn þetta. Afvegaleiddur og: afvegaleiðandi forsmáir hann op- inberun Guðs og varpar henni frá sér, fyrir heimskulegar kenningar og harla innihaldslitlar — reyndar oft nauðaómerkilegar -— skeyta- sendingar frá „öðrum heimi“. Og margir sveigja undan fyrir al- menningsálitinu, liafna opinberum Guðs í Biblíunni — Drotlni .Tesú — án þess að hafa nokkuru sinni kynnzt henni. Og þó segir Jesús Kristur, að án hans sé ekki liægt að koma til Guðs. Án hans sé ekki hægt að þekkja föðurinn. Annaðhvort er það satt — eða Jesús Kristur er lygari. Svo skýr er kenning lians um þetta atriði. Fjöldi manns hér á landi þarf að nema staðar og ihuga þella í l'ullri alvöru: Ber hinum nýju kenningum og Jesú Kristi saman? Og' ef ekki, hvoru er þá betra að trúa? Hvor segir mér frekar sannleikann um Guð, eilíft lif og jnig sjálfan, .Tesús Kristur eða hin nýja kenning? Því liið sama kenna þau ekki. Það sér liver, sem les eina lieimildarritið um kenning .Tesú — nýja testamentið — og lilustar á nýju kenningarnar, sem þó allar eru afturgöngur frá liðn- um öldum. Vér trúum þvi, að bibliuleg kenning muni sigra, ef menn að- eins vilja vera svo sanngjarnir að athuga Ritninguna, áður en þeir tileinka kristindóminum alla trú- arlega kenning — jafnt hindúatrú og spiritisma, sem dulbúnu efn- ishyggjuna — nýguðfræðina sál- ugu. Allt þetta hefir þrengt sér inn í kristna kenning, en er ekki frekar kristindómur en nazisminn eða rússneskur yfirdrottnunar kommúnismi er það. Sá tími nálg- ast, að ekki verður liægt að leyna því, livað er bibliuleg kenning — sú eina kenning, sem flytur synd- ugum mannssálum frelsi. Þekkir þú þá kenning?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.