Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1940, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.01.1940, Blaðsíða 2
2 B J A R M I Við áramót. Áramótin eru tími reiknisskil- anna. Þá er numið staðar og at- hugaður liagur hins Iiðna árs. Sýndi árið bætta afkomu? Var framför? Sami þróttur og góði gangur í Iífi og starfi og árið á undan? Eða fór hagurinn versn- andi? Dvínaði orkan? Hallar und- an fæti? Slíkar spurningar vakna í hug- um margra um áramót. Og tilætl- unin er sú, að svarið verði notað til að hegða starfi komandi árs eflir. Hafi mistök átt sér stað iá liðnu ári verður að gera ráðstaf- anir til að hindra þau, svo ekki hljótist en verra af. Áfram með auknum þrótti — auknu lífi og afli á nýju ári, það er ætlunin. Næslu áramót eiga að sýna mikla framför frá þessum áramótum. Nýir sigrar að bætast við. Það er víst vilji fleslra, að nýtt ár færi aukna velgengni. Og ekki á það síður við um starf þeirra, sem vinna vilja fyrir ríki Jesú Krists. Vér verðum einnig að nema staðar og athuga hvernig vér höf- um notað liðinn tíma. Sérhver lærisveinn Drottins Jesú verður að prófa líf sitt og starf í ljósi þess sannleika, að vér erum ráðsmenn Drottins. Jesús sagði við lærisveina sína: Sjá, eg fel yður ríkið í hendur. Hvílík áhyrgð! Hvíhk vegsemd og ábyrgð hvílir ekki á herðum lærisveina Jesú! Hann hefir, fyrir trúna, tek- ið oss inn í ríki sitt og gert oss að samverkamönnum sínum, og það i svo rikum mæli, að útbreiðsla ríkis hans er undir dugnaði vor- um og trúmennsku komin. Vér eigum að bera málefni hans fram til sigurs meðal kynslóðar vorrar. Og oss á að vera ljúft að taka upp þá baráttu, sem því fylgir, því svo mikla hluti hefir hann fyrir oss gert. Hann hefir frelsað sálir vorar, af náð sinni, og veitt oss samfélag við föðurinn — og arf- leifð í ríki hans. Sá einn, sem ver- ið hefir án lifandi raunverulegs samfélags við lifandi Guð — og svo eignazt það fyrir trú á Krist — veit hve mikil náð það er, sem Jesús Kristur veitir þeim, sem á hann trúa. Og sá einn, sem hefir eignazt hfið í honum, hefir eignazt þann kærleika til Drottins, sem nauðsynlegur er til þess að vinna fyrir hann. Drottinn vih ekki fá lærisveina, sem aðeins samsinna honnm og HELGIST ÞITT NAFN. Frh. af 1. síðu. heit, sem vér erum ekki fær um að rísa undir. Ilið nýja ár færir oss ófrið hið ytra. En meðtökum nafn Jesú í hjörtu vor hið innra og þá mun friðnr fást, einnig manna og þjóða á meðal. Mun- um að geyma Jesú nafn í trúuð- um hjörtum. dást að kenning hans og mannúð- legum boðskap. Nei — hann vill fá lærisveina, sem gefast honum sjálfir, sem vilja lifa honum og fórna öllu —• viti, vilja og tilfinn- ingum. iHann vill fá lærisveina, sem vilja yfirgefa allt og fylgja honum. Það kostar erfiðleika. Það kost- ar eld og ófrið. Sonur ris gegn föður og móðir gegn dóttur, segir Jesús við þá, sem gefast vilja hon- um. Og heimurinn mun hata yður, æða gegn yður og ofsækja. Hann mun lita niður á yður og ,.lieimsku“ yðar — en undrizt ekki, það verður að vcra þannig. Aðeins eitt á að vera hugfast: Verið trúir, þolinmóðir, staðfastir og’ þrautseigir. Áfram að mark- inu! á hverju sem gengur kring- um yður. Hver sem rís í gegn — hvort ]iað eru lærðir eða leikir, æðstuprestar eða öldungar — þá sinnið þvi engu, en haldið fast við hið eina nal'n undir himninum, sem mönnum er ætlað fyrirhólpn- un að verða — fagnaðarerindið um hann, sem Guð gaf til hjálp- ræðis syndurum. Það eitt á orð hins eilifa lífs. Höfum vér reynzt trúir á liðnu ári? Höfum vér lifað og hrejdt eftir alvöru ]iess orðs, að Jesús hefir falið lærisveinum sínum rík- ið á hendur? Höfum vér lagt sjálfa oss fram til hlífðarlauss starfs fyr- ir málefni hans, sem elskaði oss svo heitt, að hann gaf sig í dauð- an fyrir oss? Æ, hve vér megum blygðast vor er vér lítum yfir liðið ár. Hug- leysi, leti, sjiálfselska og sérhlífð liefir sannarlega læðzt inn i líf vort — já næstum drottnað þar. Sinnuleysi og svefn er einkenni hjá mörgum, sem jálað liafa trú á Krist. Það má allt náðast eins og vill fvrir þeim. ÍHugleyjsi .liefir lamað marga — þessi erkióvinur karlmennsku og heilbrigðs lífs. Vér Iiöfum um of kastað höndum lil starfsins fyrir Drottin — en hugsað um velferð og orðstír vor sjálfra. Finnst þér að vér getum haldið inn i nýja árið til nýs starfs, með sama liætti og liðið ár? Þarf engu um að hæta? Jú, sannarlega. Oss ber að gefa Drottni meira af Iífi voru og orku —■ gefa honum hið hezta, en ekki kasta höndum til starfsins fyrir hann. í .Tesvi nafni skulum vér all- ir, sem trúum á Jesúm og elsk- um hann, ganga inn i nýja árið til nýs starfs, aukins starfs, fyrir hann. Mér finnst sjaldnast gott að fá aðfinnslur. Og eg tek þeim oft ekki eins og ber. Mér finnst þær oft ósanngjarnar. Ef til vill af því þær eru of nærgöngular sjálfs- hlífð minni! En það var smásetn- ing, sem sögð var við mig í fyrra- dag, sem kallaði á sjjiálfsprófun mína. Eg sat í vinahóp og þá var spurl: „Finnst ykkur „Bjarmi“ ekki vera eins kröftugur og hann var i fyrra og þar áður?“ — Flest- um eða öllum fannst hann eins, en eg varð dálítið órór og innti frekar eftir. „Jú, það var sagt við mig, að það væri eins og meira kastað til lians höndunum,“ var svarað. Eg þagði, en hugsaði margt. Þelta varð mér tilefni til sjálfs- prófunar. Eg vildi leggja mitt fram til að vinna fyrir Drottin, en var það svo sannleikurinn, að á síðastliðnu ári hefði eg ekki lagl eins mikið og vel fram og mér bar. Eg hugsaði margt um liðið ár og hugsa enn, en þessi spurning hefir kveikt ]iá þrá i hjarta mínu, að ekki þurfi um næstu áramót að segja það sama. Og samvizka mín verði að viðurkenna, að eg sé farin að hlífa mér við að leggja það fram, sem eg' get. Trúuðu vinir um land allt! Sam- einumst nú um þessi áramót í þeirri bæn lil Drotlins, að þetta nýbyrjaða ár færi meiri blessun og framför og fleiri sigra fyrir vora heilögu feðra trú og kirkju en nokkurt undánfarinna ára. Leggj- um oss fram til sameiginlegs starfs, sameiginlegra átaka og sigra á nýju ári — svo samvizka vor geli gtöð vitnað um næstu áramót, að vér höfum ekki lilíft oss, og sá hræðilegi dómur liljómi ekki i eyrum vorum og hjarta: Þú ert farin að kasta höndunum til ]iess, sem þú vilt vinna fyrir Drottin hann, sem hefir gert svo undursamlega Iiluti fyrir þig. Bjarni Eyjólfsson. „Vér elskum, þvíjað hann elskaði oss að fyrra bragði“. Nokkru fyrir síðustu aldamót varð mikil trúarvakning i presla- ; kalli einu í Svíþjóð. Meðal þeirra, j sem sóttu samkomurnar, var kona eins ríkasta bóndans þar í sókninni og uppeldisdóttir þeirra. En bóndi þessi var maður ln-oka- ! fullur og var mjög illa við að þær j færu á svona samkomur. Þegar hann svo varð þess vit- ! andi, að uppeldisdóttir þeirra hefði verið á meðal þeirra, sem höfðu beygt kné sín í samkomun- um og ákallað Drottin sér til frelsunar, varð hann afar reiður. Ilann skammaði konu sína fyrir að Iiafa farið með stúlkuna, sem þau höfðu tekið sér í dóttur stað, út í þetta, og harðbannaði þeim að fara á samkomurnar aftur. En nú var það liægra sagt en g'jört fyrir dóttur þeirra, að losa sig við samfélag trúaðra; hún hafði Jiegai1 öðlazt þar mestu hlessun lífs síns. Þegar hóndi varð þess var, live ákveðin hún var i því að vilja gefast Drottni, sagði hann að hún yrði þá að lcjósa á milli síns eigin lieimilis og hinna trúuðu. IJann sagðist mundu gcra hana arflausa og reka hana að heiman, ef hún hlýddi lionum ekki. Hún var einkaerf- ingi þessa ríka manns. Henni var gefinn 8 daga frestur til að ákveða sig. Að þeim tíma liðnum krafðist fósturfaðir liennar ákveðins svars af lienni. Með Iirærðum hug þakk- aði hún honum fyrir allt, sem liann hafði fyrir hana gert. En ætti hún að velja á milli þess að vera dóttir hans eða fylgja Ivristi, ])á gæti hún ekki annað en kosið hið síðara, hvað sem það kostaði. Hún fór nú að heiman, og sótti áframhaldandi samkomur trú- aðra. Nokkru siðar fékk hún vissu fyrir að Guð hafði kallað hana til að yfirgefa allt og verða kristniboði í Kina. Og hún fór svo til Kína ekki löngu siðar. Og þar var hún þegar kristindómsof- sóknirnar miklu geisuðu þar í landi, aldamótaárið, og mikið á annað huridrað kristniboðar létu hf silt. Hún komst undan á flótta, en með naumindum þó og var þá nær dauða en lífi. Ilún fór þá heim aflur til Svi- þjóðar, og rétti fijótt við aftur. Þessa sögu sagði maður mér á ferðalagi, einmitt i þvi að við fór- um framlijá hænum, þar sem hún hafði alizt upp. Ilann benti heim þangað og sagði: „Þessu stóra óð- ali fórnaði einu sinni 16 ára stúlka sakir .Tesú“. Hann hafði nýlega verið á kveðjusamkomu, sem var haldin þar í sveitinni, er hún var í þann veginn að leggja af stað til Kína öðru sinni. Hún hafði verið glöð, eins og væri hún að húa sig i sitt eigið brúðkaup, er hún þakkaði vinum sínum á þessari samkomu fyrir að fá að fara aftur með fagnaðarerindið um Jesúm lil þess fólks, sem nær hafði tekið lif hennar. Lewi Pethrus. Fagurt sameiningartákn. VÍSkunnur Jesúíta-þrestur aö nafni Max Pribilla hefir stungið upp á því, aö sálmur Luthers, „Vor Guö er borg á bjargi traust", verði tekinn upp sem játningarsöngur allrir kristninnar gegn æðandi öflum van- trúarinnar. (Kristel. Presseb.) Til kristniboðsins hafa borizt frá G. G. 20 kr. E. E, 65. Þ. S. 5 og blindri konu 5 kr. Gjafirnar hafa verið afhentar gjaldkera kristniboðs- sambandsins. Kæra þökk fyrir fórn- ina til starfsins. ★ Til beimastarfs „Bjarma" hafa borizt: N. N. 2t kr. Gamall maður 5 kr. K. 15,50. B. B. 50. Ónefndur 20. Jólagjöf frá gömlum kaupanda í Hf. 15 kr. G. Ó. 10 kr. Diddi 5 kr. Kona í Ve. 5. N. N. 10 og N. N. 15. Vér þökkum kærlega gjafirnar og þá vináttu við starf vort, sem þær sýna. ★

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.