Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1940, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.10.1940, Blaðsíða 1
16. tölublað. Reykjavík, 1. október 1940. 34. árgangur, Úr bók Jónasar spámanns. Eftir séra H. E. Wislöff. Legg af stað og far til Ninive hinnar miklu borgar og prédika gegn henni. Jónas i, 2. Þannig kom orð Drottins til .Tónasar Aniittaisonar. Þannig mætti hann kallinu. Það stendur ekkert um livernig Guð að öðru leyti opinberaði sig fyrir honum. Orð Drottins hljómaði og orðið liafði inni að halda kallið, það er það sem við vitum. Hvernig Guð opinberasl þér veit ég ekki. Eg veit aðeins, að í orði sinu mætir bann þér með kalli sínu: „Legg af stað og far!“ Eng- inn mætir Guði án þess um leið að mæta þessari . guðlegu skipun. Henni mætti Abraham og Móse, lienni mætti Levi og Pétur. Henni mætir þú og ég. En „far!“ hjá Guði stendur ald- rei eilt út af fyrir sig. Undir niðri er það alltaf fyrirheit. „Far!“ bjá Guði er náð! Fyrst mættir þú því á þessa leið: Legg af stað og far inn um þrönga hliðið! Hér kom ekki til mála neitt mögl, hér var aðeins um, að ræða annaðbvort hlýðni — eða óhlýðni. En þegar þú í ldýðni fórst af stað, er Guð sagði „far!“, fékkst þú að reyna að skipun Guðs er náð. Þú fékkst að reyna að sá, sem gekk i gegnum dyrnar frels- aðist. Síðan mættir þú því á þessa leið: Legg af stað og far inn í kyrrðina með mér á afskekkt- an stað til að ausa af lindum kraftarins. Þar, við fætur lians, er góði hlutinn, sem eklci skal verða tekinn frá þér. Fórst þú? Þú mættir því einnig á þessa leið: Legg af stað og far til Ninive, eða: farðu í dag og vinn í víngarði mínum! Þú mættir þessari guð- legu skipun og gazt ekki komizt í kring um það, að þetta vildi Guð. Þér varð ljóst, að Drottinn reiknaði með þér. Það hófst bar- átla! Þú liorfðir á eigin vanmátt, þangað til þú komst auga á, að neyð, sem mætti hinum flýjandi spámanni. Ert þú í dag á flótta frá kall- inu? Þér mun veitast erfitt að spyrna á móli broddunum. Eða ert þú í dag á flótta frá þeirri Það er orðinn nokkuð útbrsiddur siður hér á landi, hjá almenn- ingi og „kirkjunnar mönnum“, að fara niðrandi orðum um Gamla Testamentið og rit þess og telja að það hafi ekkert eða vafasamt gildi fyrir trúarlífið. Eitt af þsim ritum, sem einna harðastan dóm hefur fengið, er rit Jónasar spámanns. Það er Bjarma því mikið gleðiefni, að geta birt í þessu og næstu blöðum nokkrar uppbyggilegar greinar einmitt út frá aðalefni spá- dómsbókar Jónasar, eftir H. E. Wislöff prest við Töjenkirken í Oslo. Þeir, 'sem lesa þessar greinar með athygli, munu áreiðanlega kom- ast að raun um, að dómar mannanna falla en „orð Guðs er lifandi og kröftugt" og hefur tímabæran boðskap að flytja oss — þó úr Gamla Testamentinu sé. — Mættum vér hlusta á Guðs orð tala. — undir niðri er skipun Guðs náð: hann tekur á sig áhættuna, á- byrgðina. Hann veit hver þú ert og samt aem áður kallar liann þig- Far þú hughraustur! Hlýddu kalli hans. Þa"ð er það eina, sem skapar fram.tíð og von. Því sá, sem er hlýðinn, mun að síðustu heyra „far!“ Það heyrist dag nokkurn á þessa leið: „Gakk inn til fagnaðar herra þíns!“ Sæll er sá, sem fær að heyra það. Þvi þá heyrist líka sagt „far burt!“ og vei þeim, sem á þeim degi fær það. Á FLÓTTA. En Jónas lagði af stað í því skyni að flýja til Trasis burt frá augliti Drottins. Jónas i, 3. Guð liafði talað og spámaður- inn Jónas bafði beyrt það. En liann vildi ekki hlýða kallinu. Hann þorði það ekki. Þær hættur, sem virtust vofa yfir lionum í Nin- ive — hinni miklu l)org — virtust honum vera of miklar. En það er ómögulegt fyrir þann, sem er óhlýðinn, að vera í nálægð Guðs. Það er óbærilegt. Þess vegna valdi Jónas flóttann. Burt vildi bann komast — alla leið til Tarsis — eins langt og bann gat komizt. En mönnum á flótta liður ald- rei vel. Þær þjáningar, sem vofðu yfir honum í Ninive voru samt sem áður litlar á móts við þá reynslu, sem. er lögð fyrir blýðni þina? Á þeim flótta lýsa engin fyrir- heiti. Hann stendur þvert á móti undir Guðs dómi. Fátækur varst þú þegar þú slést á skipsfjöl sem flóttamaður, fátækari verður þú, þegar þér einn góðan veðurdag verður varpað í hafið. Nem nú staðar og bugsa um þrennt: 1. Flótti þinn frá kallinu, eða frá reynslu hlýðninnar, er flótti í burtu frá blessuninni í lífi þínu. Þú ættir aldrei að gleyma því, að blessunin liggur falin í hlýðni við kall Guðs. Reynslan getur leitt þig að mörgum opnum dyrum, að meiri andlegum auðæfum og dýr- mætari reynslu fyrir krafti Guðs og náð. 2. Guð krefst aldrei meira af þér en hann sjálfur vill gefa þér fyrst. Hann, sem segir „far!“ hann gefur líka kraftinn. Nem eitt augnablik staðar frammi fyrir þessum sannleika: Kröfur Guðs eru kraftur. 3. Það er einhver, sem bíður eftir þér í Ninive, einhver sem þarfnast þín. Hverjir þeir eru og hvar þeir eru, fær þú fyrst að vita, þegar þú kemst alla leið. Þú ætlar þó ekki að svíkja þá? Þeir bíða og skima eftir hjálp — eftir þér. Hvað ætlar þú að gjöra í dag? Fara á skipsfjöl til að flýja — eða fara til Ninive, blessaður af Drottni til þess að verða til bless- unar? Þú átt sjálfur að velja. í STORMI. Þá varpaði Drottinn miklum stormi á sjóinn, og gjörði þá svo mikið ofviðri á hafinu, að við sjálft lá að skipið mundi brotna. Jónas i, 4. Spámaðurinn Jónas lenti í miklum stormi þegar hann var á flótta frá augliti Drottins. Guð óskaði að stöðva þjón sinn. Þegar Jónas lenti í storminum, hélt liann að liann mundi mæta dauða sínum, það lá við sjálft, að skipið brotnaði. Það var neyð- arástand á skipinu. Þeir horfðu ráðalausir á liamfarir stormsins. Áböfnin bélt lika, að þeim mætti nú reiði Guðs og hegning — þeir vissu aðeins ekki fyrir bvað og livern það ætti eiginlega við. „Þeir urðu liræddir og hétu liver á sinn guð“. (v. 5). En spámaðurinn var var við, að þegar hann mætti storminum, mætti hann kærleika Guðs. Drotl- | inn gjörði storm og bylgjur að þjónum sínum til þess að stöðva sitt flýjandi barn. Þú hefur ef til vill mætt storm- inum, og heldur að þú hafi mætt reiði Guðs og hegningu. Nú er það j þitt skip, sem er að því komið að brotna. j í dag vill Drottinn hvísla að þér og segja: „Eg er í storminum til þess að stöðva þig. Eg talaði við þig, en þú vildir ekki heyra. Þú flýðir frá mér. Nú hefi eg náð þér, ekki til þess að begna þrjózku þinni, beldur til þess að bjarga þér frá dauðanum.“ Hversu langlyndan Guð eigum vér ekki, auðugan af þolinmæði og kærleika. Nem því staðar og láttu ná þér. Óttastu ekki mitt í gný óveðurs- ins. Hann, sem „varpaði mikl- um stormi á sjóirin“, befur ennþá vald til að hrópa: „Þegiðu, liaf liljótt um þig!“ Við fætur hans verður jafnvel bin hæsta bylgja að lægja sig, og hinn hvassasti vindur að kyrrast. Stormviðrið stendur ekki einni sckúndu lengur en Guð vill. Hann lieldur vindinum í sinni almátt- ugu bendi. Og liann kallar á liann til að hvila sig undir eins og bann hefur lokið blutverki sinu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.