Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1940, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1940, Blaðsíða 3
B J A R M 1 3 KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ Kemur út 1. og 15. hvers mánaðar. Útgefandi: Ungir menn í Reykjavík. Ritstjórn: Ástráður Sigursteindórsson, Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson. Áskriftargjald kr. 5.00 á ári. Gjalddagi 1. júní. Afgreiðsla Þórsgötu 4. — Sími 3504. Pósthólf 651. FélagsprentsmiSjan h.f. ÁVALLT. Það er á nokkurum stöðum í Guðs orði bent á ýmislegt, sem trúaðir menn eiga ávallt að hafa í lniga, ef þeir eiga að vera sann- ir lærisveinar Drottins. Og oss er liollt að minnast þess nú, er vér eigum að ganga inn í nýtt starfs- tímabil. Starf vort og trúarlíf verður nefnilega einskis nýtt, ef vér hyggjum það ekki á orði Guðs og látum það vera mælikvarða og úrskurðarvald lífs vors. Hið fyrsta, sem vér eigum á- vallt að muna, er tekið fram i Post. 2, 25 og Sálm. 16, 8. Þar segir svo: Eg hefi Drottinn ávallt fyrir augum. Það her oss að muna fyrst og fremst, þvi hann er upp- spretta lifs vors og frelsari vor. Og ef vér sleppúm sjónar af hon- um, ef vér hættum að einhlína á hann, þá mun Satan fyrr en varir soga oss hurt frá honum og niður í glötunar djúpið. Allt líf vort um tíma og eilífð hyggist á þvi, að vér höfum Drotlin ávallt fyrir augum. Hið annað er að vér göngum ávallt á hans vegum (V. Mos. 10, 12). Ekki þannig, að vér bjóðum honum að slást í för með oss, sem erum svo góðir, og höfum þar af leiðandi hyggt veg’ sem Guð verð- ur að viðurkenna sem sinn, og kunna vel við sig á, af því að vér erum svo góðir. Nei, vér göngum ávallt á lians vegum er vér afneit- um sjálfum oss og viðleitni vorri til að frelsa oss sjálf, en viturn ekkert oss til sáluhjálpar nema Jesúm Krist. Vér sjáum engan veg fyrir oss til himins, nema þann, er Guð hefir lagt, er hann frelsaði synduga menn fyrir krossdauða sonar síns. Og þvi höldum vér oss ávallt á Guðs vegu-m með því að trúa staðfastlega og djarflega á Jesúm Krist og hann einan. Ekk- ert hjálpræði er lil nema lijálp- ræði Guðs i honum. Og þegar vér eigum þetta, þá verður oss liið þriðja eðlilegt. Það er að vera ávallt glaður (Fil- ip. 4, 4). Gleðiefni vort er sam- félagið við Drottin. Vér höfurn nóg að gleðjast yfir. Hann hefir frelsað oss auma og fyrirdæmda og veitt oss fö'gnuð síns hjálpræð- is. Og þess vegna ber oss að vera ávallt glaðir. Hið fjórða er að biðja ávallt Hvar finnum við Guð? « Ef við spyrjum óhreyttan kommúnista, livers vegna liann trúi ekki á Guð, þá her hann venjulega fram eina ástæðu: Við sjáum Guð hvergi. Á samkomu einni, sem nýlega var haldin, kall- aði kommúnisti einn til ræðu- mannsins, þegar hann nefndi Guð: „Ljáðu mér kíki“. Við trúum ekki öðru en þvi, sem við sjáum, segja þeir, en Guð hvorki sjáum við eða lieyrum nokkursstaðar. Hér telja þeir, að leiðir kommúnista og kristinna manna slcilji. Látum svo vera, en menn skilja nú því aðeins, að þeir hafi mætzt. Og þegar kommúnistar enda með þeix-ri niðui’stöðu, að þeir geti ekkert vitað um þann Guð, sem þeir hvoi’lti heyri eða sjái, þá er það einmitt þar, sem hinn kristni byrjar. Það er rétt. Guð er full- komlega liulinn. Allri okkar i- myndunargáfu er gjörsamlega fyrirmunað að fá nokkra vaun- verulega vitneskju um Guð. Ilann er eins hulinn í heimánum, eins og nafn þess, sem þú elskar í hjarta þínu. Láttu lækninn gegn- umlýsa lieila þinn, eða skei’a hann up'p og rannsaka með allri ná- kvæmni þekkingar sinnar. Það (Lúk. 21, 36) og vaka ávallt. Biðja fyx’st og fremst um vakn- ingu og komu guðsrikis til vor. Biðja að nafn Drottins verði lieil- agt vor á m.eðal. Biðja án afláts. Lengi mætti áfram telja. En eg segi aðeins: Lestu orð Di’ottins og lxann mun henda þer á ólal margt, sem vér eigum ávallt að minnast. gefur honum enga hugmynd um, hver það er, sem þú elskar. Hann fær ekki einu sinni hugboð um að þér þyki vænt um neinn, og þó er það ekkert sem gagntekur huga þinn eins og sá, sem þú elskar. Aðeins á einn hátt getur umhverfi þitt fengið fulla vissu um kærleika þinn og það að hverjum liann heinist, og það er með því að þú segir það. Orð þin ein fá gefið til kyiina, hvað i liuga þínum hýr. Þannig er það með Guð. Sker þú jarðlögin í sundur og rann- sakaðu þau. Þar finnur þú ekki Guð. Bannsakaðu himingeiminn með sjónauka og ljósmyndatækj- um. Guði mætir þú ekki á þann hátt. Þú færð ekki einu sinni nokkurt hughoð um að Guð sé til. Ef máttug hugsun og kærleikur er liulinn í þessari tilveru, ef Guð er til, þá verður ekkert um það vitað, eða hvernig hann er, nerna því aðeins að hann tali sjálfur. Ef Guð þegir — og hvers vegna skyldi Guð ekki geta þagað — þá er liann með hugsun og kærleika sínum í heiminum og það jafnt fvrir því þó að við göng- um æfina á enda án þess að verða hans vör. En nú trúir kristinn maður því, að Guð hafi talað og þannig gefið óyggjandi vitneskju um hugsun og kæi’leika sinn. Guð notar enga mælgi. Hann liefir ekki talað allt- af og allstaðar. Fyrir munn spá- manna sinnar útvöldu þjóðar hef- t ir liann talað. Og einu sinni hefir ! Guð gengið til móts við mennina í syni sínum Jesú Kristi. Halfdan Högsbro. BRÉF. Frh. af 2. síðu. sannleikans og lífsins annarsstað- ar en í honum. I Ki’isti fær það allt sína þýð- ingu, sem oss vii’ðist vei'a þýðiixg- ai’laxxst. Fyi’ir trúua á liann vitum vér, að allt samverkar þeim til góðs, sem elska Guð. Fyrir trúna á hann verður oi’ð spámannsins að orði til vor: „Þvi að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi i hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til lieilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonar- ríka fraxxitíð“ (Jei-e. 29, 11). Vér skulum því vinna þau verk, sem Guð liefir trúað oss fyrir, í trúnni á kæi’leika hans, — lxoða fagnaðarei’indið um kærleika Guðs mitt í nauðum heimsins. Oi’ð Guðs Ixverfur ekki til hans aftur við svo húið, ekki fyr en það hef- ir framkvæmt það, sem honum vel likar og komið þvi til vegar, senx hann fól því að framkvæma (Jes. 55, 11). Göngum því fram, vér, sem ei’- um í söfnuði Guðs, nxeð bróðui’- hug og hróðurkærleika. Enginn leiti sins eigin, lieldur þess, sem liins er. Berunx hver annars hyrð- ar og uppfyllum svo lögnxál Krists. Biðjum daglega hver fyrir öðr- um. Vegurinn upp á við er frjáls. Herðum upp hugann! Verið ör- uggir og hughraustir allir þér, sem vonið á Drottin (Sálm. 31, 25). Guð varðveiti danska ríkið, dönsku Jxjóðiua, og dönsku kirkj- una! Drottinn lxlessi oss og varð- veiti oss. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir oss og sé oss náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yf- ir oss og gefi oss frið. Nokkrar hugleiðingar kringdur dýrö Austurlanda. En hann var nxiklu meiri, er hann lá frani á andlit sér og grátbaö Guö um náö. Skilur þú þetta ? við daglega guðræknisstund. Eftir séra K. Schreiner. 15. dagur. Sjá, hann biðst fyrir. (Post. 9, 11). Það eru nxargir, sem biöja ekki. Þeirn finnst það skörnnx og ósamboðið virðingu sinni, að leita hjálpar og ráða hjá Guði. Auk þess hafa þeir ef til vill lært það, að bænheyrsla sé ómöguleg. Allt íer eftir eilífum lögmálum, og Guð getur ekki gripið inn í. Það er hverjum þeim, sem ekki biður, mikið tjón, hvort svo sem ástæðan fyrir því er blátt áfram andlegur sljó- leiki, eða svo nefndar hindranir skynsenxinnar. Manns- hjartað hefir bæði hæfileika og hvöt til bænar, og ekk- ert ætti að vera manninum eðlilegra en aö biðja. Ekkert sýnir betur að maðurinn er hafinn yfir líf skepnanna. „Maðurinn er aldrei rneiri, en þegar hann krýpur“, hefir mikill spekingur sagt. Og er það ekki það, sama sem'Jesús segir við Ananías um Sál: „Sjá, hann biðst fyrir.“ Það er eins og hann segi: Allt mikið og fagurt í þessum heimi fölnar, samanborið við.mann, sem biður. 1 heiminum er það talið fyrir öllu, að vera sjálfbjarga, vera sjálfum sér nógxir. Jesús gleðst hins vegar í hvert skipti, sem einhver viðurkennir fátækt sína og neyð, og leitar til þess Guðs, sem á hjálp og auðlegð handa öll- urn, sem eru þurfandi. Sá, senx gortar af ímyndaðri mik- ilmennsku, er ekki nxikill, heldur sá, sem allsvana úthellir lxjarta sínu i bæn. Hann er nefnilega aldrei nær upp- sprettu kraftarins og heilagleikans en þá. Davíð var voldugur og aðdáunarverður þegar hann sat í lxásæti sínu klæddur konunglegum skrúða og um- 16. dagur. Sjá, hann biðst fyrir. (Post. 9, 11). Ætli Sál hafi ekki beðið áður en hann lá á bæn í „Strætinu lxeina“ í Damaskus? Þ. e. a. s. ekki fyrr en haixn var um 35 ára? Jú, ábyggilega, minnsta kosti á vissan liátt. Sem rétt- trúaður Gyðingur lxafði hann beðið sinar daglegu bænir frá barnæsku. Eix í augum Jesú var hann íxúna fyrst far- ínn að biðja. Fyrri bænir hans voru því eiginlega ekki réttnefndar bænir. Hvað vantaði? Tréð þekkist af ávöxtunx sínum. Og allar fyrri bænir hans öftruðu honum ekki frá þvi, að ganga í hiriu svart asta andlega myrkri; já, að franxganga senx óvinxir Jesú. Því ber ekki að neita, að það er á vissan hátt hægt að biðja og jafnframt að vera óvinur Krists. Eg liefi talað við fólk, sem hefir sagt nxér að það biöji daglega, þó það hafi blátt áfranx lifað í löstum. Eg þekki líka menn, senx biðja, þótt þeir hati allt sem heitir afturhvarf. Hvað vantar í slíka bæn? Allt, en fyrst og fremst sundurmarið hjarta, eina fórn- in, sem Guð getur og vill veita móttöku. En sú bæn, senx leiðir ekki til afturhvarfs, húix er ekki einasta gagnslaus, heldur einnig syndsamleg. Þaö er synd, að leita hjálpar hjá Guði í tímanlegum eríiöleikum, þegar menn áskilja sér jafnframt að breyta eftir eigin vilja. Ef þvi þú vilt læra að biðja, þá verður þú að fara að eins og Sál: Varpa þér í duftið fyrir fætur Jesú nxeð iðrandi hjarta. Þá fyrst getur Jesús sagt unx þig: Sjá, hann biðst fyrir! I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.