Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 02.04.1943, Side 1

Bjarmi - 02.04.1943, Side 1
6. tölublað. Reykjavík, 2. apríl 1943. 37. árgangur. Hið eil Hvaö ör framundan? Það er spurning, sem oft kemur upp í hugum manna nú. Styrjöldin hefir nú staðið meira en hálft fjórða ár og enginn gelur sagt hve lengi hún muni standa. Eitt ei* oss þó Ijóst. Eftir stríð verða milcil umskipti hér i lieimi, hver sem leikslok verða. Vér lifum á tímamótum, uggvænlegri ojg öplagarikari en nokkurn grunar. Gamli heimurinn og gamla menningin kemur ekki aftur í þeirri mynd, sem liún áður var í þjóðlífinu og samhúð þjóða á milli. Oss er heitið friði, frelsi og ör- yggi í lcomanda heimi. Það verður sjálfsagt reynt að veita oss það, cn oss verður elcki tryggt það um l'ramtíð alla. Eðli manna og þjóða hefir ekki breytzt í þessari styrjöld. Það verður eins og áður sterkasti þáttur lífsins og það sem mótar framtíðina, hvað sem stjórnmála- mennirnir kunna að samþykkja sem lagafrumvörp og friðarsátt- mála. Er frá líður mun ný yfir- i áðastefna, ný krafa um „lífsrúm" í sólinni, koma fram. Valdastreita mun á ný skjóta upp höfðinu. Þessi styrjöld verður ábyggilega ekki siðasta ofbeldisverkið í sögu þjóðanna. Það er fullvíst, af því að ennþá er eðli manna hið sama Kommúnisminn er t. d. langt frá því að vera dauður. Sigri hann í þessari styrjöld inun hann halda áfram sínu fyrra starfi og ekki frekar en áður hugsa um það, þó ekki sé ætíð „farið að lögum“ eða mannúð, því tilgangurinn lielgar meðalið. Og meðan svo er verður ofheldi og óréttlæti til í þessum heimi hver svo sem beitir því. Ríki eiga eftir að hrynja. Það vitum vér. Og vér vitum það lika, að voldug ríki, sem upp kunna að koma nú, eiga er tímar líða fram eftir að lirynja í rústir, skol- ast burt í slraumi þjóðanna. Sag- an sýnir það. Svo liefir það gengið til á liðnum öldum. Ríki og' menn- ir.gartimabil liafa risið og horfið. Eitt ríki hefir þó staðið af sér alla þjóðflulninga, rikjabreyting- ar og menningarumskipti. Það er ífa ríki. ríki .lesú Krists. Og svo mun verða í framtíð. Að vísu er ekki vist að hin ytri kyrkja liafi þá stöðu i þjóðfélögunum sem hún hefir nú. Það skiptir engu máli, því hitl er fullvist, að ríki Jesú Krists mun standast. Vér vitum að sú kirkja sem hefir hegðað sér eftir þessum heimi og lagað sig að villu hans, h.ún hrynur og hverfur með þeim öldum, se’rn hún lét berast með. En sá söfnuður, sem hyggður er á hinu óumhreytanlega hjargi ald- anna og hefir staðið þar staðfast- ur, liann stenzt straumrót tímans, er tízkuhreyfingarnar innan kirkj- unnar hverfa. Vér vitum það eitt með vissu, að framtíðin tilheyrir ríki Guðs. Orð Guðs vors stendur stöðugt að cilífu. Vér vitum að Drottinn Jesú kemur á ný. Ilvort þess er langt að biða eða skammt á manna visu vitum vér ekki, en vér vitum að liann kemur. IJann hefir sjálfur sagt það. Og þá fyrst mun vald hins illa sigrað að fullu og öllir Drottinn einn er þess megnugur að veita oss nýja jörð þar sem réttlætið býr. Þvi hefir liann lieit- ið oss og vér treystum því. Vizkan, menntunin og þekkingin er svo oft búin að syngja síðasta versið yfir hinu lieimskulega og gamla fagn- aðarerindi, að furðu sætir. Allt hefir |)ó horfið nema það eitt. Það er enn í dag nákvæmlega sama og það var fyrir 1900 árum. Vér heyrum sömu orðin um náð Guðs í Drottni Jesú, sama boð- skapinn um friðþægingu, upprisu dauðra, réttlætingu af trú, fyrir- gefningu synda, dauða, dómsdag og annað lif. Þessi boðskapur hef- ir lifað, lifir og mun lifa og hann mun sameina milljónir milljóna hjá hverri kynslóð, livað sem liður vantrú og ofsókn. Ekkert fær grandað þessum boðskap, því þeir, sem trúa honum eru sameinaðir i einum likama fyrir kross Krists. í þessari fylking stöndum vér, þótt það sé langt frá að vera tízka hér á landi. Vér eigum hræður í öllum löndum heims. Vér berum ■sitnishurðinn áfram til næstu kyn- slóðar svo hinn heilagi eldur slokkni ekki heldur logi hjá hverri kynslóð, óslitið unz Drottinn Jesú kemur. Mótin náigast. Eins og auglýst var i síðasta blaði verður mótið hér sunnan- lands haldið 19.—21. júní. Það eru lilmæli vor, að tilkynningar um þátttöku séu í síðasta lagi komn- ar þann 1. júní. Eins og vér liöf- um áður tekið fram kemur það sér hetur að þátttakan sé tilkynnt, þótt ekki sé alveg örugg, heldur en að dregið sé fram á siðustu daga að tilkynna þátttöku. Það trúir þvi enginn, sem ekki vinn- ur að undirbúningnum, hve það getur komið sér illa og aukið erf- iði, er komið e‘r á allra síðustu stundu, án þess að gert hafi verið ráð fyrir þvi áður, minnsta kosti að einhverju leyti. Vér viljum beina þeirri óslc til þátttakenda að tilkynna þátttöku sína eins fljótt og unnt dr. Þátttöku má tilkynna á eftirtalda slaði: Akranes: Kristrún Ólafsdóttir, Vesturgötu 35. Sími 23. Akureyri; Sigurlaug Svanlaugs- dóttir, Norðurgötu 12. Sími 297. Hafnarfirði: Jóel Ingvarsson, Strandgötu 21. Sími 9095. Reykjavík: Afgreiðsla „Rjarma“ Þórsgötu 4. Rox 651. Simi 3504. Vestmannaeyjar: Steingrímur Behediktsson, Hvítingavegi 6, Ve. ★ Einn aðal erfiðleilcinn i ár verð- ur sjálfsagt eins og áður að útvega nógu mörg tjÖJd lianda þátttak- endum. í fyrra þurftum vér 90 tjöld i allt. Undanfarið hafa marg- ár hendur hjálpast að við að út- vega tjöldin og treýstum vér því, að svo verði einnig í ár. Gerið svo vel að láta afgreiðslu „Bjarma“ Vita um tjöld, sem fást að láni og verður þá reynt að sækja þau, ef mögulegt er. Iíostnaður: Þátttökugjald er ekki unnt að ákveða til fulls, vegna óvissu um fargjald, enn sem kom- ið er, en að öllum líkindum verður það svipað og í fyrra, að minnsta kosti ekki lægra. I fyrra var gjald- ið kr. 20, þar með talið fargjald báðar leiðir og fæði. Upp fyrir kr. 25 ætli gjaldið þó aldrei að fara -— og lielzt ve'ra sama og það var. En úr því sker fargjald. Saiheinumst svo i bæn fyrir mótinu. Vér höfum fengið að reyna mikla hluti og notið mikill- ar náðar á liðnum árum. Svo mun enn verða, ef vér felum Drottni málefnið og treystum honum. Að Brautarhóli. Mótið norðanlands verður háð 3.—5. júlí. Verður það með sama sniði og undanfarin ár. Tilkynning um þátttöku sendist til eftirtaldra: Á Akureyri: Frú Jóhanna Þór, Norðurg. 3. Simi 112. Frú Sigurlaug Svanlaugsdótt- ir, Norðurg. 12. Sími 297. í Reykjavík: Afgre’iðslu Bjarma. ★ Eins og áður lendir undirbún- ingur mótsins eingöngu á vinun- um fyrir norðan og vonumst vér iil þess, að allir geri sitt til þess að létta þeim störfin með þvi að bjóða fram það, sem þeir geta af tjöldum, og tilkynna þátttöku sína 'tímanlega. Kostnaður: verður svipaður og fyrir mótið sunnan lands. Um dagskrá er allt enn i óvissu, en verður vonandi hirt samtimis fyrir bæði mótin. Bæði mótin felum vér svo Drottni daglega í bænum vorum. Án ble'ssunar lians og Anda er allt gagnslaust. Til kaupenda. Kaupendur „Bjarma“ í Reykjavík eru beðnir aS athuga, a'S árgjaldi'5 verSur aS þessu sinni innheimt í maí. Undanfarin ár hefir gjalddagi „Bjarma" og annir fyrir mótiS veriS um svipaS leyti, svo lítt mögulegt hefir veriS aS koinast yfir hvort- tveggja. Til hægSarauka æth;m vér nú aS færa gjalddagann fram um mánuS. Treystum vér því, aS kaup- endur blaSsins minnist þessa og greiSi blaSiS í maí, er reikningur fyrir þaS kemur.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.