Bjarmi - 13.03.1946, Qupperneq 1
3.—4. tbl. Reykjavík, 13. marz 1946 40. árgangur.
400 dra dánannmnlncf :
Andlát Lufhers
18. febrúar 1546.
Marteinn Lúther liafði alls ekki
verið heilsuhraustur maður.
Hann þjáðist lengi af nýrnastein-
um og þrálátri höfuðveiki, er oft
var mjög kvalafull. Auk þessa
hættist það við, að hann hafði oft
mildar áhyggjur, ekki einasta
vegna sinnar eigin sálar, eins og
allcunnugt er, heldur og um fram-
gang fagnaðarerindisins. Allt
þctta varð til þess að veikja krafta
hans; og síðasta árið, sem hann
lifði, var hann maður þreyttur og
veikur. Hann lýsir líðan sinni i
hrófi 17. jan. eða einum mánuði
fyrir dauða sinn, með þessum
orðum: „Gamall, slitinn, þreytt-
ur, örmagna og með aðeins eitt
auga til þess að sjá með.“
Þegar Lúther ritaði þetta, var
hann í þann veg að leggja af stað
i ferðalag til fæðingarbæjar sins,
Eisleben. Vaír hann beðinn að
fara þangað, til þess að sætta her-
toga tvo og ættmenn þeirra,. er
áttu i miklum deilum. Þar sem
mikið var í húfi tók Lútlier þetta
að sér, þótt veill væri, og lagði af
stað frá Wittenherg 23. janúar.
Sunnudaginn áður, þann 17.,
Iiafði hann prédikáð þar í síðasta
sinn. Ýmsir vinir hans voru með
honum, auk hundrað voimaðra
hermanna, sem kjörfurstinn lét
fylgja, honum sem lífvörð. Lúther
kom til Eisleben þann 4. fehr.
Sáttastarfið gekk ekki vel. Her-
togarnir voru erfiðir viðureignar
og þreyttist Lúther mjög að berj-
ast við að sætta þá. Auk þess hafði
ferðalagið verið honum erfitt,
bæði vegna kulda og flóða. En
kulda þoldi hann orðið illa. Þrátt
fyrir miklar annir prédikaði
hann fjórum sinrium, tók tvisvar
þátt í altarisgöngum og vígði tvc
presta. Auk þessa skrifaði hann
mörg og löng bréf, einkanlega til
konu sinnar og Melancthons.
Kona hans var kvíðafull vegna
heilsu hans og ritaði hann henni
fimm sinnum á þessum hálfa
mánuði. Bréf, sem liann skrifaði
konu sinni og Melancthon þann
14. febrúar, eru vafalaustl síðustu
bréfin sem hann ritaði. Þann
sama dag mátti telja, að deilu
liertoganna væri lokið, þar eð
Lúther hafði tekizt að sætta þá í
aðalatriðum, en þó voru nokkur
aukamálefni eftir.
Vinir lians vissu, hve veikur
hann var og var því likamá lians
hjúkrað eins vel og kostur var á.
Hann fcir snemma í rúmið á
hverju kvöldi, eftir að hann hafði
staðið við gluggann, eins og venja
hans var, og beðizt ákaft fyrir.
Hænn liætti við síðustu ræðuna,
sem hann hélt, sunnudaginn 14.
febr. með þessum orðum: „Þetta
og meira til þarf að segja um
guðspjall þetta. En ég er of veik-
ur, vér verðum, að hætta hér.“
Þann 16. og 17. fehr. var sátta-
lilraunum lokið i öllum atriðum.
í1 borðræðum sinum þann 16. seg-
ir Lúther: „Nú ætla ég ekki að
dvelja hér lengur, heldur leggja
af stað til Wittenherg, leggjast
þar í kistu og gefa möðkunum
feilan doktor til fæðu.“
Að morgni þess 17. fannst her-
togunum þeir vera knúðir til að
hiðja Lúther að fást ekki lengur
við mál þeirra, vegna heilsu hans.
Hann sagði við vin sinn Justus
Jonas og hirðprestinn Goelius, að
Iiann ætti að deyja í Eisleben, þar
sem hann væri fæddur.
Skömmu fyrir kvöldverð kvart-
aði hann um þrautir fyrir brjósti.
Heitir bakstrar voru lagðir við
hannj og við það hvarf verkurinn
svo, að Lúther\fór niður i borð-
salinn, sem var á næstu hæð, og
snæddi kvöldverð með vinum
sínúm. „Það er ekki gaman“,
sagði hann, „að vera einn.“ Vjð
kvöklverðinn var hann hinn kát-
ajsti og ræddi af sínuin venju-
Iega krafti og fjöri um margs
konar efni. Harin var þó ekki fvrr
Lúther riéglir setningarnar á Hallarkirkjudyrnar
31. október 1517.
kominn til lierbergja sinna og bú-
inn að Ijúka kvöldbæn sinni, en
liroll setti að honum á ný. Eftir
að liann liafði verið vafinn í lieit-
um hökstrum og hafði fengið
meðal, sem Albert hertogi kom
sjálfur með til lians, lagðist hann
fvrir um niuleytið, á leðurlegu-
bekk og svaf vært í liálfa aðra
klukkustund. Þá vaknaði hann,
reis á fætur og sagði um leið: „í
þínar hendur fel ég anda minn,
þú hefir frelsað mig, Drottinn,
þú trúfasti Guð.“ Því næst fór
hann til svefnherbergis síns og
lagðisf fyrir. Þar sofnaði hann
aftur. Klukkan eitt um nóttina
vaknaði hann, kallaði á þjón sinn
og bað hann að ylja svolítið rúm-
ið, sem þegar var húið að hita
Þvi næst sagði hann við Jonas
„ö, Drottinn rninn og Guð, en hve
mér er illt. Ó, ég veit, að ég á að
verða eftir liér í Eisleben, þar
sem ég er fædclur og skírður."
Hann reis á fætur, þrátt fyrir
þjáningarnar, og gekk hjálpar-
laust fram í herbergið, sem fyrr
getur, og fól sál sína á ný Guði.
Er hann liafði gengið fram og aft-
ur um herbergið lagðist hann á
ný á legubekkinn og kvartaði um
kvalir í brjóstinu. Synir hans
tveir voru hjá honum og auk
þeirra þjónn hans og Jonas. Coe-
lius flýtti sér einnigj til hans. Aulc
þeirra var prestur bæjarins þarna
ásamt konu sinni, tveimur lækn-
um, Albert hertoga og hertoga-
frúnni, sem hjúkraði sjúklingn-
um eins og liún bezt gat. Seinna
kom hertoginn af Schwarzburg
ásamt konu sinni, en þau voru
í heimsókn hjá hertoganum. All-
ar hjúkrunartilraunir, nudd og
bakstrar megnuðu ekkert að
draga úr þrautum og lirolli Lúth-
ers. Sviti braust út um hann all-
an og létti vinum hans við það.
Héldu þeir, að kast þetta mundi
nú líða hjá, en hann sagði að-
eins: „Þetta er hinn kaldi sviti
dauðans. Eg mun andast.“ Því
næst tók hann hástöfum að þakka
Guði: „Ó, himneski faðir minn,
Guð og faðir Drottins vors Jesú
Krists, þú Guð allrar huggunar.
Ég þakka þér, að þú hefir opin-
herað mér elskaðan son þinn,
Jesúm Krist, sem ég trúi á, sem
ég hefi boðað og játað, elskað og
lofað, sem hinn illi páfi og allir
óguðlegir smána, ofsækja og last-
mæla. Ég bið þig, elskaði Drott-
i
\